Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1987. 3 Fréttir Borgarlæknir heldur fast við tillögur sínar um að mótefnamæla alla íslendinga á aldrinum 15-65 ára: Eg skil ekki hvers vegna landlæknir er á möti því „Ég vildi óska að baráttan gegn eyðni og leiðir'til vamar yrðu helsta kosningamál komandi þingkosn- inga. 1 Afríku stefnir allt í að heilu kynslóðimar falli í valinn af völdum eyðni og hver er kominn til með að segja að þetta eigi eftir að verða öðmvísi hér á landi? Eyðnifaraldur- inn er að sjálfsögðu stórpólitískt mál sem þingmenn verða að láta til sín taka. Það eru ekki til neinar rann- sóknir á kynlífshegðan íslendinga og hver segir að kynlíf í Uganda sé ffjálslegra en á Islandi? Ég bara spyr,“ segir Skúli Johnsen borgar- læknir, einn þeirra sem embættis síns vegna ber ábyrgð á að eyðnifar- aldurinn fari ekki að óþörfu sem eldur i sinu um höfuðborgina. Einn á báti Skúli Johnsen hefur ákveðnar skoðanir á því hvemig bregðast skuli við vandanum. Hann hefur lagt til að allir landsmenn á aldrinum 15-65 ára verði mótefhamældir, hug- mynd sem heíiir hlotið dræmar undirtektir hjá embætti landlæknis. Hann hefur óskað eftir samstarfi við Rauða kross Islands um útvegun húsnæðis til handa eyðnisjúklingum sem talið er að þurfi að vera undir ströngu eftirliti. Því heíúr verið hafnað. Hann óskaði nýlega eftir því við lögregluyfirvöld að þau fylgdust grannt með öllum ferðum ungrar H^aíðtuldi cða fangcUi alll að 2 árum, eða ef miUbzlur eru. ^ ■ I7S. gr. Hver. sem veldur harilu i þvf, að nimui siiikdðmur komi upp eða berisl út meðal manna. með þvf að brjóta gegn lagafyrirmzlum um varnir gegn nzmum sjúkdómum cða varúðarieglum yfirvalda, sem þar að lúta, skal szta varðhaldi eða fangelsi allt að 3 irum Refsintin eetur bó orðið faneelsi alll að 6 árum. lúkdóma er að ra-ða, sem hið hfli «ert sirstakar riðslafann nl að hcfla eða afslvta. að bcrist hingað til lands. □ Hver. sem i framangreindan hitt veldur hztiu i þvf. að húsdýta- eða jurtasjúkdómar komi upp eða berist út. skal szta varðhaldi eða fangelsi allt að 3 irum. eða seklum. ef milsbztur eru □ St brot samkvzmt grein þessari framið af gileysi. þi varðar það sektum. varðhaldi eða fangelsi allt að 6 Þegar allt annað þrýtur er hægt að gripa til 175. greinar hegningarlag- anna í baráttunni gegn óvarkárum smitberum eyðni. Fangelsi allt að sex árum. stúlku í Breiðholtinu sem smituð er af eyðni og legið hefur undir grun um óvarfærni í kynlífi. Þeirri beiðni reyndist ekki heldur unnt að sinna. Þröskuldar og lögfræðingar „Ég lít ekki svo á að ég sé einangr- aður í þessari baráttu. Hitt er hins vegar ljóst að maður er alltaf að reka sig á þröskulda þegar kemur að aðgerðum í málefhum eyðnisjúkl- inga. Það skortir fbrdæmi og enginn þorir að gera neitt nema fyrst hafi verið leitað lögfræðilegs álits. Öll bréf sem maður skifar eru aðeins skrifuð til hálfs. Það stendur allt fast,“ segir Skúli en er alls ekki á því að gefast upp. Hugmynd hans um að mótefnamæla alla þjóðina er einsdæmi í veröldinni ef framkvæmd verður. „Einkenni eyðnisjúkdómsins er að það eru fáir veikir en margir smitað- ir. Það er staðreynd að stór hópur fólks er að dreifa sjúkdómnum án þess að hafa hugmynd um það. Okk- ar verkefni er að sjálfsögðu fyrst og fremst það að finna þá smituðu svo þeir geti varað sig. Þetta verður ekki gert nema á einn hátt; að mót- efhamæla allan áhættuhópinn sem er sá hluti þjóðarinnar sem stundar kynlíf." Sambandsleysi við landlækni En hvemig skýrir hann þær dræmu undirtektir sem hugmyndin hefur fengið hjá embætti landlækn- is? „Ég held að skýringin sé einfald- lega sú að við höfum ekki rætt nógu mikið saman um þetta. Ég skil reyndar ekki hvers vegna landlækn- ir er á móti svona víðtækum mót- efnamælingum. Þetta kostar alls ekki mikla peninga miðað við hvað í húfi er. Mínar skoðanir draga dám af þeirri reynslu sem ég hef sem borgarlæknir. Ég tel að almenningur beri traust til lækna og ég er sann- færður um að allur þorri þjóðarinnar er hlynntur mótefnamælingum sem þessum vegna þess að fólk veit að aðgerðir sem þessar skila árangri. Ég tel víst að við gætum lokað 90 prósent smitleiða eyðni með mót- efnamælingum eins og ég hef lagt til.“ Heimsmet í augsýn? Borgarlæknir telur að þetta mál verði ef til vill að gerjast í 1-2 ár en þá verði draumur hans um allsherjar mótefiiamælingu þjóðarinnar að veruleika. Það yrði reyndar heims- met ef íslendingum tækist að verjast eyðni með þessum hætti. Fram- kvæmdin vefst ekki fyrir Skúla. Landsmenn þyrftu ekki að mæta all- ir sem einn niður á Heilsuvemdar- stöð til að fá mælingu. Mælinga- menn myndu fara út til fólksins: „Ég ímynda mér að sérstakir bílar myndu aka á milli stórra vinnustaða og þar yrði sýnum safnað. Svo mætti staðsetja bílana á heppilegum stöð- um og láta fólk mæta til mælingar." Bannað að njósna Þegar Skúli Johnsen tók við emb- ætti borgarlæknis fyrir 13 árum óraði hann ekki fyrir því að innan fárra ára ætti hann eftir að þurfa að berjast við jafnskæðan smitsjúk- dóm og eyðni. Hann renndi ekki gmn i að hann ætti eftir að þurfa að eltast við smitbera bæjarenda á milli eins og dæmið um stúlkuna í Breiðholtinu sannar. Og hún er ekki eini sjúklingurinn sem veldur Skúla höfuðverk. Þeir eru fleiri og fer fjölg- andi. En það er lítið hægt að gera. Borgarlæknir má ekki stunda per- sónunjósnir frekar en aðrir: „Það er ekki fyrr en upp er kominn rök- studdur grunur um að þetta fólk hafi sannanlega sýkt aðra að hægt er að fara að gera eitthvað raun- hæft í málinu," segir Skúli. Fangelsi hótað „Þrátt fyrir allt bjóst ég alltaf við að eitthvað kæmi upp sem varðaði farsóttarlögin og var því viðbúinn. Þótt farsóttarlögin séu komin til ára sinna, sett 1932, eru í þeim ríkar heimildir til aðgerða. Þau heimila mér til dæmis að láta flytja smit- sjúkling á sjúkrastofnun eða annan stað þar sem hann smitar ekki. Ef ekki sjálfviljugan, þá með valdi. Ef það gagnar ekki þá er ekki um ann- að að ræða en leita til dómstóla og Borgarlæknir með smokk: - Baráttan gegn eyðni ætti að verða eitt helsta kosningamál komandi þingkosninga. DV-mynd BG láta hegningarlög gilda. í 175. grein hegningarlaganna segir að hver sá sem veldur hættu á því að næmur sjúkdómur berist á milli manna geti átt yfir höfði sér þriggja ára fang- elsi. Refsing getur þó orðið allt að sex árum ef um er að ræða sjúkdóm sem yfirvöld hafa gert sérstakar ráð- stafanir til að hefta. í raun jafngildir það morðtilraun þegar eyðnismitað- ur einstaklingur hefur samfarir án þess að láta rekkjunaut sinni vita um sjúkdóm sinn,“ segir Skúli og nú ætlar hann að láta á það reyna hvort unnt sé að beita farsóttarlög- unum á þá sjúklinga sem ekki láta segjast enda hefur heilbrigðisráð- herra fyrirskipað að svo skuli gert. Þess er ekki langt að bíða að ein- staklingar hér á landi verði teknir úr umferð og jafnvel dæmdir fyrir óvarkámi í kynlífi. Skúli Johnsen telur að ríkissaksóknari sé sér sam- mála um að þessi leið sé sú eina færa. Ekki mun það þó ganga vand- ræðalaust fyrir sig að framfylgja farsóttarlögunum því þeim hefur ör- sjaldan verið beitt og fordæmi því fá. í þessu máli hreyfir sig enginn án aðstoðar lögfræðings. Fræðsla, fræðsla, fræðsla... „Við skulum þó aldrei gleyma því að í baráttunni gegn eyðni er það fræðsla um sjúkdóminn og vamir gegn honum sem mestu máli skipta. Gallinn er bara sá að við sjáum ekki hvort hún hefur borið þann árangur að fólk hafi breytt kynlífshegðan sinni fyrr en eftir nokkur ár. Éf sú verður raunin, að fræðslan hafi ekki borið árangur, er of seint að verða vitur eftir á. Grundvallaratriðið er að finna þá smituðu og það verður ekki gert nema með því að mótefna- mæla alla þjóðina." - En er Skúli Johnsen sjálfúr tilbú- inn að láta eyðniprófa sig? „Já, svo sannarlega, hvenær sem er. En ég er ekki búinn að því enn.“ -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.