Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1987. Viðskipti Kaup bankanna á viðskiptavíxlum: Iðnaðarbankinn hófsamastur í vaxtatökunni Útreikningar á vaxtatöku bankanna við kaup á viðskiptavíxlum sýna að Iðn- aðarbankinn er hóísamastur í þessum efnum þegar um er að ræða hærri upphæðir. Hins vegar borgar sig alls ekki að selja honum smávíxla því þá snýst dæmið við og vaxtatakan fer upp úr öllu valdi. Astæðan er sú að Iðnaðarbank- inn tekur hærri fastakostnað en hinir af hveijum vixli en reiknar á móti minni afifóll. Verslunarráð íslands hefúr birt útreikninga á þessum viðskiptum við bank- ana. Þeir nota allir kaupgengisútreikning nema Búnaðarbankinn sem miðar við 21% ársvexti. Það frávik breytir þó engu í raun og veru. Ársávöxtun ban- kanna í víxlakaupunum er verulega mismunandi eftir samsetningu kostnaðar, affalla og lánstíma. DV birtir hér niðurstöður þessara útreikninga Verslunarráðsins, þó aðeins varðandi víxla til 45 daga. Ávöxtun er hærri á víxlum til skemmri tíma og lægri á víxlum til lengri tíma. Víxlar til 45 daga: Alþýðubanki 39,2% Landsbanki 34,6% Búnaðarbanki 10.000 36,0% Samvinnub. 39,5% 50.000 32,5% Útvegsbanki 10.000 40,5% 100.000 32,0% 50.000 36,8% Iðnaðarbanki 10.000 91,4% 100.000 36,3% 50.000 31,8% Verzlunarb. 38,3% 100.000 26,0% Spar.Reyk. 39,0% VERÐBREYTINGAR Á FÓLKSBIFREIÐUM Á ÁRINU 1986. Smásöluverð án ryðvamar (þús. kr.) Tegund Sala 1986, fjökH bifrei&a Verð fyrir tollalækkun, febrúar VERÐ EFTIR TOLLALÆKKUN mare-aprll nóvember-desember Verðbreytingar 1 % BMW 316 31 746 518’ 587 13% CHEVROLET MONZA 265 548 414 451 9% DAIHATSU CHARADE 615 389 280 314 12% RAT UNO 332 229 265 16% FORD SIERRA 132 499 350 453" 29% HONDA CIVIC 151 490 348 376 8% LADA LUX 410 260 182 203 11% MAZDA 323 591 442 317 338 7% SAAB 900 161 798 576 625 8% SKODA 590 218 152 164 8% SUBARU 1800 um 700 700 521 581 12% TOYOTA COROLLA 614 419 309 359 16% VOLKSWAGEN GOLF 285 568 391 464 19% VOLVO 244 214 758 550 619 13% "Verðfiá 1. október 1986. Á töflunni má sjá þróun bilverðs siðan í febrúar í fyrra Niðurstaða Verðlagsstofnunar: Álagning á bfla hefur ekki almennt hækkað Til samanburðar er að 7. september í haust var vaxtaígildi kaupgengis á 100 þúsund króna víxlum til 45 daga þetta: Búnaðarbanki 34,3%, Iðnaðarbanki 33,8%, Landsbanki 33,5%, Útvegsbanki 38,6%, Verzlunarbanki 34,3%. ______________________________-HERB Benco hætt að flytja inn neyðarsenditæki Aðeins tvö fynrtæki hér á landi hafa flutt inn neyðarsenda fyrir gúm- björgunarbáta frá því að skylda var að setja slík tæki í bátana 1981. Þetta eru Rafís og Benco. Síðamefrida fyrir- tækið hefur þó enga senda flutt inn frá því í sumar. ' „Við erum hættir innflutningi á þessum tækjum. Ástæðan er sú að framleiðandinn erlendis hefur ekki staðið við sínar skuldbindingar og við teljum okkur ekki fært að halda þessu áfram. Við munum þó sjá til þess að til verði nýjar rafhlöður þegar kemur til endumýjunar þeirra í tækjum sem við höfum selt til þessa,“ sagði Róbert Bender, framkvæmdastjóri Benco, í samtali við DV. Þar með er ljóst að einungis eitt fyr- irtæki flytur inn viðurkennda neyðar- senda fyrir allan íslenska skipastólinn. Lögum samkvæmt fá íslensk skip ekki haffærisskýrteini nema neyðarsendi- tæki sé um borð í gúmbjörgunarbátn- um. -S.dór Birtar hafa verið niðurstöður verðkönnunar Verðlagsstofnunar á bílverðshækkunum. Könnunin var gerð í framhaldi af könnun F.í. B., á sama efni, en þar kom fram að óeðlileg hækkun hefði átt sér stað síðan vörugjald var fellt niður svo sem áður hefur verið getið um ÍDV. Niðurstöður Samkvæmt niðurstöðum Verð- lagsstofnunar hafa nokkrar teg- undir hækkað verulega á tímabil- inu og á það sér nokkrar skýringar. Hækkun á innkaupsverði ásamt óhagstæðri gengisþróun munu vera helstu orsakir hækkaðs verðs en ekki hækkun álagningar. í frétt- atilkynningu Verðlagsstofnunar segir svo: „Ekkert kom fram sem gefur vís- bendingu um að álagning hafi almennt hækkað á árinu. Dæmi eru um að álagning hafi hækkað þar sem hún var lág áður svo og eru dæmi um lækkun álagningar. Mikil verðsamkeppni ríkir á bif- reiðamarkaðnum. Eru dæmi um að umboð hafi ekki getað hækkað söluverð á bifreiðum vegna mikill- ar samkeppni þrátt fyrir erlenda verðhækkun. Ekkert samráð er milli bifreið- aumboða um verðlagningu heldur mótast hún af rekstri hvers ein- staks umboðs og markaðsástæð- um.“ Hvernig könnunin var unnin í skýringum með könnuninni er sagt að öll innflutningsskjöl hafi verið athuguð af starfsmönnum Verðlagseftirlits og að rætt hafi verið við talsmenn viðkomandi fyr- irtækja til að fá nánari upplýsingar um einstaka þætti verðmyndunar. Dæmi úr könnuninni Ford Sierra kostaði fyrir tolla- lækkun 499 þúsund. í mars lækkar verðið niður í 350 þús. og er komið í 453 þúsund í október. Þetta þýðir að um 29% hækkun hefur orðið á tímabilinu mars-október. Verðlags- stofnun skýrir hækkun þessa með því að bifreiðarnar sem seldar höfðu verið í upphafi hefðu verið keyptar af umframbirgðum í Dan- mörku, á tilboðsverði. Þær sem seldar voru síðar voru 27% dýrari í innkaupum auk þess sem gengi dönsku krónunnar hafði hækkað um 6,5% á tímabilinu. Þannig voru því hækkun á gengi og verðhækk- un í innkaupum því orðnar tæp 35%. -PLP I dag mælir Dagfaii Skattlausa árið Ekki fer á milli mála að kosningar eru á næsta leiti. Sést það best á því að nú er ríkisstjómin og stjómar- flokkamir báðir famfr að lofa okkur, kjósendunum, að við sleppum við að greiða skatta í heilt ár! Þeir ætla með öðrum orðum að taka upp stað- greiðslu skatta sem hefur það í fór með sér að skattframtöl aftur í tím- ann verða óþörf og menn greiða skattinn jafiióðum og teknanna er aflað. Áætlanir em uppi um það að staðgreiðslan hefjist fyrsta janúar næsta ór og fyrir vikið standa góðar vonir til þess að árið í ár verði skatt- laust. Þetta em auðvitað mikil fagnaðar- tíðindi fyrir alla þá sem hafa áhyggjur af því hvort upp komist um skattsvik þeirra í hvert skipti sem þeir telja fram. Nú' þurfa menn ekki að telja fram fyrir þetta ár og raunar getur hver sem betur getur svikið og prettað, dregið sér fé og fært á sig endalausar tekjur án þess að hafa af því hinar minnstu áhyggj- ur. Fyrir nú utan þann lúxus að geta farið hina leiðina og unnið fyr- ir launum með heiðarlegum hætti án þess að hafa annað augað á gjald- heimtunni af ótta við að hún hirði bróðurpartinn. Allar líkur em sem sagt á því að Íslendingar geti farið í rúmið á kvöldin með hreinan skjöld og án þess að hafa það á samvis- kunni að svíkja undan skatti til að lifa árið af. Sennilega hefur engin ríkisstjóm á íslandi verið í þeirri aðstöðu fyrr að geta gefið það kosningaloforð að þjóðin sleppi við skatt á sjálfu kosn- ingaárinu. Þetta er ekki dónaleg staða og ætti eitt út af fyrir sig að nægja til þess að hver viti borinn kjósandi greiddi þeim hiklaust at- kvæði sitt. Eða hver vill ekki sleppa við skatta? Annað hvort væri nú. í stað þess að keyra á þessu glæsi- lega kosningaloforði, sem hver einasti kjósandi gleypti við, hefur skotið upp þeirri sérkennilegu skoð- un hjá einhverjum stjómarsinnum að í stað þess að gera 1987 að skatt- lausu ári skuli árið 1986 vera skatt- laust! Það er auðvitað öllum ljóst og jafnvel stjómmálamönnum líka að það kemur ekki nokkrum heilvita manni að neinu gagni að sleppa mönnum við skatta af einhverju löngu liðnu ári. Þeir gætu alveg eins stungið upp á því að árið 1945 eða 1913 verði gert skattlaust. Enginn maður hafði svigrúm til að færa sér skattleysið í nyt í fyrra og flestir em jafnvel búnir að gera ráðstafanir til að svíkja undan skatti á skattfram- tali þess árs, sem enn er ófrágengið. Það væm hrein svik við skattsvikar- ana og okkur hin, sem höfum beðið eftir staðgreiðslunni með óþreyju, ef allt í einu á að koma aftan að okkur og gera árið í fyrra skattlaust í staðinn fyrir árið í ár. Hvers eiga þeir að gjalda sem hafa loksins talið heiðarlega fram í þeirri góðu trú að þetta ár verði skattlaust í staðinn? Nei, stjómarflokkamir eiga auð- vitað að hafa vit á því að bjóða upp á skattlaust ár um leið og kosning- amar fara fram. Svo á að taka upp staðgreiðsluna á næsta ári og halda henni út næsta kjörtímabil eða þangað til kemur að kosningum aft- ur. Þá á að taka aftur upp núverandi kerfi sem þýðir að við fáum aftur skattlaust ár þegar kosið verður eft- ir fjögur ár og svo koll af kolli. Núverandi ríkisstjóm getur þannig haldið lífi fram yffr næstu aldamót þótt hún geri ekkert annað en að bjóða upp á skattleysi fjórða hvert ár. Skipta um kerfi á hveiju kosn- ingaári. Almenningur verður að fá að vita hið snarasta hvort skattlausa árið verður í ár eða í fyrra. Hver einasti vinnufær maður og skólakrakkamir og húsmæðumar og iðjuleysingjam- ir em komnir í stellingar til að skella sér út á vinnumarkaðinn og vinna sér inn skattlausar tekjur. Hér em gósentímar framundan og stjómar- flokkamir geta tekið stjómarand- stöðuna með hælkrók með því einu að gefa merki, hvenær íslendingar mega fara af stað í vinnuna. Menn verða að vera búnir að ljúka sér af fyrir áramótin næstu svo þeir geti lagt niður vinnu og sest í helgan stein þegar staðgreiðslan hefst. Það yrði ófyrirgefanleg dauðasök gagn- vart kosningbærum mönnum ef þeir misstu af skattlausa árinu fyrir það eitt að flokkamir létu þá ekki vita að þeir gætu bæði unnið og kosið á þessu ári - og haft upp úr því. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.