Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1987. 15 BJ gegn fjórflokknum Bandalag jafnaðarmanna var stofiiað 15 janúar 1983. I drögum að málefriagrundvelli segir m.a.: „Bandalag jafnaðarmanna er ekki einn flokkurinn enn heldur banda- lag gegn flokkunum fjórimi." Það var tímabært að gera tilraun til að brjóta á bak aftur hin þröngu flokksvöld og koma á algerlega nýrri skipan. Sérhagsmunahópar í fjór- flokknum Fjórflokkurinn samanstendur af valdamiklum sérhagsmunahópum sem halda fast um völdin, sölsa und- ir sig fé í skjóli eldgamalla og úreltra laga, stunda fyrirgreiðslupólitík þar sem fólk er jafnvel nauðbeygt til að fóma atkvæði sínu gegn smávægi- legum greiða sem sjaldnast er svo fómarlambinu til framdráttar enda unninn með það eitt i huga að halda atkvæðamagni og völdum. Valdaklíkm- sem standa að baki fjórflokksins virðast stjóma gerðum þingmanna og ráðherra með harðri hendi og þar er engin miskunn. Sá sem vill bijótast út er umsvifalaust látinn víkja. Samt em margir ágætiseinstakl- ingar' í þessum fjórum flokkum. Einstaklingar sem vilja gera góða hluti og bera hag kjósenda sinna fyrir brjósti. En það verður bara aldrei neitt úr neinu. Aðeins orðin tóm. Nýlegt dæmi er að oddviti fr am- kvæmdavaldsins, Steingrímur Hermannsson, tilkynnti að embætt- ismannakerfið á íslandi væri ómögulegt og hlýddi ekki ríkis- stjóminni, að dómskerfið virkaði ekki og loks vildi hann fyrirskipa opinbera rannsókn á Seðlabankan- um. Og þótti nú mörgum kominn tími til. En ekkert hefur gerst. Manni þykja svona yfirlýsingar heldur undarlegar og ábyrgðar- KjaUaiinn Anna Kristjánsdóttir bankastarfsmaður lausar þegar þeim er ekki fylgt eftir. En ef forsætisráðherra myndi standa við hótanir sínar og fara að gramsa í embættismannakerfinu og skyggn- ast bak við tjöldin í Seðlabanka (jafnvel bera hann saman við mið- banka annarra landa) kæmi nú líklega ýmislegt í ljós sem yrði senni- lega kallað „mál á viðkæmu stigi“ næstu fimm árin. Sjálfstæðismenn em á barmi ör- væntingar vegna þess að Albert Guðmundsson, með vafasama aðild að Hafskips-Útvegsbankamálinu, sigraði í prófkjöri þeirra hér í Reykjavík með glæsibrag. Það mál er einfalt. Albert Guðmundsson hef- ur auglýst sig sem fyrirgreiðslupólit- íkus og fólk er einfaldlega svo illa sett hvað varðar réttarstöðu og al- menn mannréttindi að það telur sér ekki fært að lifa í landinu bláa nema eiga aðgang að einum slíkum. Og þá er best að kjósa Albert. Jón Baldvin Hannibalsson, leik- stjóri litla sviðsins hjá Alþýðu- flokknum, berst eins og ljón við af safna fylgi. Leggur á sig að þeysa um landið þvert og endilangt til að spyrja hveijir eigi Island. Þetta var óþarfa flan því allir vita að íslenska lýðveldið er eign allra landsmanna. Alþýðubandalagið, flokkur alþýð- unnar, leggur mesta áherslu á að skamma ríkisstjómina og virðist röksemdafærsla þess stundum byggjast á því einu að mótmæla því sem fram kemur hjá ríkisstjómar- flokkunum hvort sem það er til bóta eða ekki. Klúður fyrirgreiðslupólitíkur- innar Fjórflokkurinn er óhæfúr til að stjóma þessu landi. Það er vegna hagsmunaárekstra sem alltaf em að eiga sér stað sem síðan valda sam- tiyggingu svo yfirgripsmikilli að ekki er hægt að taka á neinu máli að gagni. Dæmi: Upp kemur okur- mál. í marga mánuði standa lands- menn á öndinni og lögreglan vinnur og vinnur, saksóknari gefur út ákær- ur í tugatali sem minna á jólabókaf- lóð og síðan kemst Hæstiréttur að því að okur er löggilt á íslandi. Seðlabankinn hefur ekki sinnt skyldum sínum og ekkert við því að gera. Enginn ber ábyrgð. (En skrý- tið, ég hef ekki séð neitt um skatta- hlið þessa máls. Kannski farið fram hjá mér.) Hafskips-Útvegsbankamál: Þar var reynt að finna sökudólga svo hægt væri eins og venjulega að hengja bakara fyrir smið. Það gekk ekki því of margir blönduðust í mál- ið og hagsmunaárekstrar urðu allharkalegir. En hvað Útvegsban- kann varðar var það bankaráð hans, skipað alþingismönnum, sem bar ábyrgðina og það er skylda þeirra að koma því máli í lag. Það er ekki hægt að klína skömminni á banka- stjóra Útvegsbankans því allir vita að það er í raun bankaráð ríkis- bankanna sem stjómar þeim og hvort sem mönnum líkar betur eða verr verða þeir að kyngja því að fyr- irgreiðslupólitíkin blómstrar hjá bankaráðum ríkisbankanna. Leiðir sem ræddar hafa verið til að bjarga þessu klúðri alþingis- manna eru bæði hallærislegar og ómanneskjulegar. Það er nefnilega lifandi fólk sem vinnur í Útvegs- bankanum og margt af því hefur unnið þar allan sinn starfsaldur. Þetta fólk áatvinnuöryggi sitt undir því hvar Útvegsbankinn endar á taflborði alþingismanna. Ég vil vekja athygli á því að starfsfólk Útvegsbankans á líka tillögurétt í þessu máli og það er lágmarkskrafa að gefa því tækifæri til að setja fram tillögur um framtíð bankans. Þá vill svo til að Útvegsbankinn hefur fiölda viðskiptavina sem kæra sig ekkert um að bankinn verði lagður niður sem slíkur eða sameinaður öðrum. En allt þetta klúður er vegna þeirr- ar fyrirgreiðslupólitikur sem tíðkast á íslandi. Einstaklingurinn í fyrirrúmi Stjómmálasamtök eins og Banda- lag jafnaðarmanna eiga erfitt uppdráttar af mörgum ástæðum. Gamlar valdaklíkur, sem með engu móti gefa eftir eða sleppa spóni úr aski sínum, eru iðnar við undirróð- ursstarfsemi og heilaþvott þegar að kosningum líður. Sá sem einu sinni hefúr selt sál sína og notar aðstöðu sína til að græða hættir því ekki baráttulaust. Hvaðan gróðinn kemur skiptir ekki máli - hvort hann er arður af okurlánum, vafasamri verðbréfasölu eða skattsvikum. „Greiði fyrir greiða gróði“ er líka ábatasamur og þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að stela honum undan skatti. Bandalag jafnaðarmanna berst fyrir kerfisbreytingum. Stjóm, dóms- og hagkerfi Islands em úrelt og virka ekki öðmvisi en gegn hags- munum og velferð hins almenna borgara. Bandalag jafnaðarmanna berst fyrir valddreifingu, jöfnuði og ábyrgð. Það er aðeins lítill hluti landsmanna sem kemst fyrir í vest- isvasa fiórflokksins eftir kosningar og nýtur greiðasemi hans og fyrir- greiðslu. Þess vegna er gmndvallar- atriði að vinna að manneskjulegu kerfi á öllum sviðum þar sem ein- staklingurinn situr í fyrirrúmi og heill hans sett ofar hagsmunapoti og stjömuleik einstakra þingmanna. Um þetta snýst kosningabarátta Bandalags jafnaðarmanna í kom- andi kosningum. Anna Kristjánsdóttir. „Valdaklíkur sem standa að baki fjór- flokksins virðast stjórna gerðum þing- manna og ráðherra harðri hendi og þar er engin miskunn.“ Óskastjómin hans Ólafs Ólafúr R. Grímsson kemur víða við og hann vill ekki draga til morguns það sem má gera í dag. Hugsjón hans var að mynda stjóm fyrir kosn- ingar og sýnir framsýni mannsins. Hann var einn guðfeðga stjómar Gunnars Thoroddsens sem kom dýr- tíð okkar á þó nokkuð hátt plan. Sjálfur hefúr Ólafúr að sögn ekki hug á ráðherradómi eða a.m.k. „ekki sérstaka löngun" í þá vem. Sýnir þetta lítillæti mannsins. Óskastjóm ÓRG er „jafnaðarstjóm", vaentan- lega jafiiaðarmannastjóm. Svoddan munstur hefði ekki átt upp á pall- borð fyrir nokkrum árum í flokki Ólafs. I stjóm þessari á Jón Baldvin að vera innsti koppur í búri, hægri krati og rósariddara æðstur. Þá Kjartan úr Hafnarfirði. Næst nefiidi Ólafur nafri Jóhönnu hinnar tann- hvössu. Ekki nefridi Ólafúr til neina aðstoðarráðherra, enda bráðlá ekki á því, nógir um slík boð. Þá verður að segja það hér strax, að sem að- stoðarráðherra Jóns Baldvins kemur bara einn maður til greina, Ámundi, því öngvum einum manni á Jón meira að þakka hvursu hátt hann er kominn á loft á hinu pólitíska himinhvolfi. I „valkosti til vinstri" vill Ólafúr hafa tvo Kvennalista-ráðherra. Það er vegna pólitíska litrófsins. I flokki Ólafs hlutu útnefningu Svavar form- aður og Ragnar Amalds, báðir reyndir „í bransanum" og svo Guðr- ún Helgadóttir. Ef þetta gengur eftir verða 4 konur í Ólafsstjóm og er mál til komið að hlutur kvenna verði þar meiri. En hvers á Hjörleifúr að gjalda? Hann barðist þó hart og hetjulega gegn auðhringnum Alús- viss. Þá em komnir átta, en einn að auki hlaut náð hjá Ólafi, eins og stendur í gömlu og góðu ljóði. Sá níundi er sjálfur „verkamaðurinn" á AB-listanum, félagi Ásmundur. Ekki var þó mikill fögnuður Dagsbrúnar- karla þegar Ásmundur sóttist eftir að komast í forvalið. Hins vegar vom nokkrir þekktir menn í BSRB Kjallariim Haraldur Guðnason fyrrv. bókavörður í Vestmannaeyjum. sem vom svo vinsamlegir að skrifa upp á hjá félaga Ásmundi; hafa þá væntanlega viljað launa að nokkm „stuðninginn" í löngu og ströngu verkfalli BSRB haustið 1984. Er þá komin á laggir Ólafsstjóm en þó vantar einn. Nema horfið verði að því skynsamlega ráði að fækka ráð- herrum og þingmönnum. Eða á bara að fækka bændum? Stjórn Jóns En ekki er sopið kálið... Nú var boltinn hjá Jóni formanni, eins og þeir segja í fiölmiðlunum. En hvað segði hinn málglaði foringi hins krataflokksins? Þar á bæ var bón- orði Ólafs fálega tekið svo ekki sé meira sagt. Og sumum óbreyttum varð ekki um sel, héldu að svo kynni að fara að kratatvístimið yrði jafii- vel verra Steingrímsstjóm, því lengi gæti vont versnað. Þessa gætti líka nokkuð í söfnuði Svavars formanns. En þessi kvíði reyndist ástæðulaus. Jón tók nefni- lega biðilstilburðum Ólafs svo illa að hann þvertók fyrir að öðlast lang- þráðan ráðherradóm fyrir atbeina fyrrum félaga, Ólafe og Alþýðu- bandalagsins. Og það sem meira var: Ekki taka allaballa í sína tilvonandi stjóm. Sagði þó að ekki væri með öllu fráleitt að taka við „raunsæjum mönnum" eins og Ámunda og kannski Þresti enda félagi Ásmund- ur einn hæfur Alþýðubandalags- manna að sitja við háborð í Hótel Örk, hið næsta Jóni formanni. Jón formaður mun nú sjá fyrir að svo geti farið innan tíðar að hjáleig- an verði höfúðból og höfuðbólið hjáleiga. Þá væri gott að vinátta héldist milli höfuðbóls og hjáleigu - sem fyrr. Svo sýnist sem Þorsteinn formaður muni sérlegrar náðar njóta og Sverrir úr gamla genginu, ef marka má samtal formannsins, JBH, við tímarit nokkurt. Vilhjálmur Eg- ilsson gæti komið til greina að fengi stól, kominn úr útlegð að norðan, jafnvel Friðrik varaformaður og Eykon. Að sjálfsögðu yrði Jón Bald- vin forsætisráðherra. Sjö sólir á lofti „Nýsköpunarstjóm“ finnst Jóni formanni ekki góður kostur en þó aldrei að vita hvemig kaupin gerast á eyrinni eftir kosningar. Þá gæti Svavar formaður komið til álita „ef hann bætir ráð sitt“ og veit Jón víst einn í hveiju iðran Svavars á að vera fólgin. Þá var nefnt nafri Ragn- ars, fv. ráðherra, og svo má ekki gleyma Þresti og Ásmundi sem báðir em „ábyrgir". Jafnvel var nefnt naf- nið Sigurbjamar, fyrrum Islands- biskups. Þá hefúr Jón formaður aðeins ýjað að þvf að forstjóri fisk- vinnslustöðvar í Reykjavík gæti komið til greina sem landbúnaðar- ráðherra. Væri þá vel fyrir þvi ráðuneyti séð og þeim landbúnaði sem skrimtir af landeyðingarstefn- una. Sem sagt, sjö sólir á lofti hjá Jóni formanni og fleiri þó. Og ein sú skærasta, rauða rósin í safni foringj- ans, Jón Sigurðsson, stundum nefndur þjóðarhagur og ekki að til- efiúslausu. Er líklegt talið að Jón sjái fyrir sér ráðherradóm í hulinni framtíð. En forsætisráðherra verðui hann ekki í JBH-stjóm því sá virðu- legi titill ber foringjanum einum. Það er bjart framundan á hægri- vinstri vængnum og víki nú burt vetrarkvíði. Haraldur Guðnason. „Jón tók nefnllega biðilstilburðum Ólafs svo illa að hann þvertók fyrir að öðlast langþráðan ráðherradóm fyrir atbeina fyrrum félaga, Ólafs og Al- þýðubandalagsins." „Sjálfur hefur Ólafur að sögn ekki hug á ráðherradómi eða a.m.k. „ekki sérstaka löngun“ í þá veru. Sýnir þetta lítillæti mannsins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.