Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Síða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1987.
Erlendir fréttaritarar
Hollendingar ánægðir
með vetrarhörkumar
Ellefu borga skautahlaup er efst í huga Hollendinga þessa dagana og vonast þeir til þess að frostið haldist til þess
að af hlaupinu verði.
Sigrún Haiðaidóttir, DV, Amslerdam;
Aðeins flugsamgöngur hafa verið
með eðlilegum hætti í kuldakastinu
undanfama daga hér í Hollandi.
Jámbrautalestir stóðust ekki tímaá-
ætlanir og talsverð vandræði hafa
skapast í austanverðu landinu vegna
kyrrstæðra bifreiða á hraðbrautum.
Um miðja síðustu viku var kald-
asti dagur í Hollandi. frá 1938.
Frostið mældist átján gráður en
vegna hvass vinds og raka jafhgilti
kuldinn mínus þijátíu og fimm gráð-
um.
Til vandræða horfði í Kampen á
Fríslandi er ísinn é ánni Ijssel, sem
bærinn stendur við, hafði hækkað
um einn metra og sextíu og þrjá
sentímetra. Var hann aðeins sjö
sentímetrum lægri en götur bæjar-
ins. Yfirborð íshrönglsins lækkaði
þó degi seinna svo að bærinn var
úr allri hættu.
í þessari kuldatíð hefur yfirborð
allra vatnsfalla í landinu (ef hægt
er að tala um vatnsfóll í staðinn fyr-
ir ár) hækkað og á miðvikudag voru
næstum allar ár lokaðar vegna íss.
Hefur það ekki gerst síðan 1963.
Hækkað verð á grænmeti
Vegna kuldanna hefur grænmeti
hækkað vemlega í verði og má sem
dæmi nefha að kílóið af púrru hefúr
nær fimmfaldast á einni viku.
Mikil aðsókn hefur verið að þeim
stöðum sem hlynna að umrenning-
um og hefur á einum þessara staða,
sem starfræktur er í Amsterdam,
svefriplássum verið fjölgað úr þijátíu
og fimm rúmum í rúmlega sjötíu
rúm. Auk þess er hundrað manns
gefin súpa í hádeginu á hveijum
degi. Hingað til hefur kuldinn kostað
eitt mannslíf.
Ánægðir með kuldana
Almenningur er yfirleitt ánægður
með kuldana því nú er hægt að
stunda þjóðaríþróttina á hverju síki
og hverjum polli. Mæður kenna ung-
um bömum sínum að standa á
skautum svo að segja fyrir utan
húsdymar. Og í skólum fá bömin
tilsögn á skautum á nærliggjandi
síki í öðrum hveijum íþróttatíma,
auk þess sem það kemur í hlut íþrót-
takennara að kenna bömum að
komast upp úr vök detti þau ofan í.
Þessi hluti kennslunnar fer þó ekki
fram í reynd nema í Zaandam í
Amsterdam þar sem íþróttakennari
hefúr látið gera vök í sundlaug stað-
arins. Þar kennir hann kappklædd-
um bömum að koma sér upp úr
vökinni af eigin rammleik og eins
kennir hann þeim að hjálpa öðrum
er dottið hafa ofan í. Hefur uppátæki
kennarans vakið talsverða athygli.
Maraþonskautahlaup
Ellefu borga skautahlaup er ofar-
lega í hugum Hollendinga er vart
verður við frost og ríkir nú mikil
spenna hvort í vetur tekst að halda
þetta fræga maraþonskautahlaup
milli ellefu borga á Fríslandi en
vegalengdin er tvö hundmð kíló-
metrar.
Þegar skautahlaupið var haldið
1985 vom liðin tuttugu og tvö ár frá
því að komið hafði nógu kaldur vet-
ur til þess að hægt væri að halda
hlaupið.
Enn sem komið er er ísinn milli
litlu borganna ekki alls staðar nógu
sterkur því þar er mikill straumur í
síkjunum og vegna minnkandi frosts
síðustu daga er ekki útlit fyrir að
af keppni verði að þessu sinni nema
frostið aukist. Er þá ráðgert að halda
keppninga í lok vikunnar. Síðastlið-
inn vetur tóku um sautján þúsund
manns þátt í keppninni.
Selurinn veldur norskum sjómönnum miklu tjóni og verði hann ekki látinn víkja segjast sum-
ir þeirra gefast upp.
Noregur
Skorað á stjómvöld
að leyfa selveiðar
Bjöig Eva Eriendsdóttir, DV, Osló:
Selurinn er orðinn sannkölluð plága fyrir
sjómenn í Noregi sem stunda fiskveiðar við
strendur landsins. Þegar verst gegnir kemur
meira af sel en fiski í netin. Þetta veldur sjó-
mönnunum miklu tjóni vegna þess að selurinn
gjöreyðileggur veiðarfærin. Auk þess er mikil
fyrirhöfri að koma honum um borð og seinna
í land þegar það er reynt.
Þegar í land er komið fer selurinn í hund-
ana í orðsins fyllstú merkingu. Hann er
friðaður og því verðlaus og notaður sem dýra-
fóður þegar honum er ekki fleygt.
En hvort sem selurinn er friðaður eða ekki
þá kemur hann í netin. Alveg sunnan frá
eyjunni Sotra við Bergen og norður eftir allri
ströndinni er selurinn fyrir sjómönnunum.
Þeir segja að selnum hafi íjölgað mikið und-
anfarin ár og sums staðar við norðurströndina
segjast sjómenn verða að gefast upp á fisk-
veiðum og fá sér vinnu í landi því annaðhvort
verði selurinn að víkja eða þeir sjálfir.
Mikið hefur verið skrifað um selamálið í
norskum blöðum og hafa sjómenn skorað á
stjómvöld að leyfa selveiðar að nýju. Sjó-
mannafélagið telur sig hafa breiðan stuðning
fagmanna og almennings bæði innanlands og
utan til þess að selveiðar verði teknar upp
aftur. ííi 11, ,j ,
í blöðunum er einnig til þess tekið að græn-
friðungar hafi sýnt málinu skilning og sagt
að þeir muni ekki beijast gegn hóflegum sel-
veiðum á þessum slóðum. Þetta reyndist vera
rangt og einn talsmanna grænfriðunga kvað
þetta tómt rugl. Hann sagði að auðvitað væm
þeir á móti selveiðum í Noregi ekki síður en
annars staðar og að samtökin mundu ekki
láta sitt eftir liggja til þess að reyna að stöðva
þær ef með þyrfti.
En meðal almennings í Noregi er útbreidd-
ur skilningur á þessu vandamáli og mörgum
þykir súrt í broti að þuría að láta undan er-
lendum þrýstingi, bæði í sela- og hvalamálum.
En ekki er nóg með ameríska andstöðu og
mótspymu grænfriðunga gegn seladrápi held-
ur þurfa Norðmenn einnig að semja við
Sovétmenn áður en af selveiðum getur orðið.
En Sovétmenn eiga eirrnig hagsmuna að gæta
varðandi selveiðar og hafa unnið að rann-
sóknum á selastofni við Norður-Atlantshaf.
Norðmenn em því bundnir í báða skó og
geta ekkert gert í málinu upp á sitt eindæmi.
Það eina sem sjómenn geta sótt til sjávarút-
vegsráðuneytisins em hughreystingarorð og
kannski með tíð og tíma fjárstyrkur til þess
að gera við veiðarfæri sem selurinn heftir
eyðilagt.
Schliiter stefnir
á kosningar
í haust
Haukur L Hauksson, DV, Kaupmannahöfn:
Poul Schlúter, forsætisráðherra Danmerkur,
segist ekki ætía að notfæra sér friðsamlega
lausn kjarasamninga til þess að stofiia til
kosninga í vor. Stefiiir forsætisráðherrann á
kosningar í nóvember eða desember næst-
komandi.
Segir hann að nauðsynlegt sé að £a vinnu-
frið á þingi og ekki ástæða til þess að ræða
kosningar fyrr en eftir sumarfrí þegar fjöldi
lagafrumvarpa hefúr verið til meðhöndlunar
í þinginu.
Schlúter er nýkominn úr vikulangri opin-
berri heimsókn til Indlands ásamt fjölmennu
fylgdarliði. Var ætlunin að styrkja stöðu
danskrar framleiðslu á Indlandsmarkaði og
8tjómmálaleg tengsl landanna. Hefiir forsæt-
isráðherrann fengið mikið hrós fyrir sölu-
mennsku sína eftir heimsóknina.
Við komuna til Danmerkur lýsti Schlúter
yfír ánægju sinni með friðsamlega lausn
kjarasamningaviðræðnanna. „Mikilvægasta
hlutverk ríkisstjómariimar í þessu sambandi
er að halda sér saman og vona að komandi
samningaviðræður endi á sama hátt og þess-
ar.
Danskir eituiiyfjasjúklingar
Tuttugu
smitaðir
Þótt fjöldi dauðsfalla vegna eiturlyfjaneyslu
hafi ekki aukist síðustu ár vekur áfengis- og
fíkniefnaráðið í Danmörku athygli á að leggja
þurfi meiri áherslu á meðferð eiturlyfjasjúkl-
inga vegna hættunnar á eyðni.
Tekið er fram að ekki hafi átt sér stað aukn-
ar aðgerðir af hálfú meðferðarstofhana til að
hindra útbreiðslu eyðni frá smituðum eitur-
lyfjasjúklingum.
Rannsóknir frá 1986 sýna að milli tíu og
tuttugu prósent eiturlyfjasjúklinga í Kaup-
mannahöfri em smitaðir af eyðni. Áfengis- og
prósent
af eyðni
fíkniefiiaráðið óttast stöðuga aukningu þess-
ara tilfella ef ekki koma til stórauknar fyrir-
byggjandi aðgerðir.
Telur ráðið að fræðsla og ókeypis sprautur
séu ekki nægjanlegt í því sambandi. „Vitn-
eskjan um eyðni mun auka örvilnan og
vonleysi og leiða til aukinnar sjálfseyðingar
meðal eiturlyfjasjúklinga. En eyðni getur
einnig haft hvetjandi áhrif á eiturlyfjasjúkl-
inga til að leita hjálpar. Þar með eykst álagið
á meðferðarstofnanimar og það er alls óvið-
eigandi ef þær geta ekki staðið undir því
álagi,“ segir í skýrslu ráðsins.