Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Page 21
MIÐVIKUD AGUR 21. JANÚAR 1987.
21
Símamynd/Reuter
radona
andi?
inar?
Það er því ekkert óeðlilegt þótt for-
sprakkar Lundúnaliðsins vilji ólmir fá
knattspymugoðið í sínar raðir.
En þótt báðir aðilar vilji ganga í eina
sæng saman, Tottenham og Maradona,
er margt sem stendur í veginum. Na-
poli-liðið vill alls ekki missa garpinn og
eru stjórnarmenn félagsins raunar á
höttunum eftir marksæknum framherja
til að leika við hlið hans. Svo undarlega
vill til að nafn Tottenhamleikmannsins
Clive Allen hefur borið þar mest á góma.
Málið er því þegar komið í hnút.
Að auki er allsendis óvíst að Totten-
ham geti alið Maradona. Hann er
óvenju frekur á jötu. - Forráðamenn
Napoli-liðsins kasta t.d. í hann milljón
krónum mánaðarlega.
-JÖG/SMJ.
ir með Leiftri
■ Víðismanna, hefur nú ákveðið að leika
a ári. Er þetta mikil blóðtaka fyrir Víðis-
u-áttu fyrir sæti sínu í 1. deild á síðasta
Dr ekki að efa að hann verður mikill liðs-
• taka á síðasta sumri en nú eru tveir af
.. Mark Duffield mun að öllum líkindum
hafi verið frá því gengið enn. -SMJ
íþróttir
15 ára bið eftir Trabant
Blaðamaður DV skygnist um í landi sósíalismans
Steön Krispnssaa DV, Rostock
Það er ekki ofsögum sagt að lífið
hér í Rostock sé mjög frábrugðið líf-
inu heima á íslandi. Hér er gifúrleg
mengun, nær eingöngu tvær tegund-
ir bíla á götunum, gífiirlegt eftirlit
með öllum sköpuðum hlutum og er-
lendir gestir, sem hingað koma, geta
sig vart hreyft án þess að fylgst sé
með ferðum þeirra. Á mörgum öðr-
um sviðum er lífið írábrugðið því
sem við eigum að venjast heima á
Fróni. Og það varð íslensku lands-
liðsmönnunum og öðrum sem i fylgd
með þeim voru fljótlega ljóst þegar
komið var til hafnarborgarinnar
Rostock síðastliðinn sunnudag.
Það vakti strax mjög mikla at-
hygli að tvær tegundir bifreiða
virðast nær einráðar á markaðnum
hér. Varla sjást aðrar tegundir á
götunum en Trabant og Wartburg,
en þessar tegundir eru sem kunnugt
er framleiddar hér í Austur-Þýska-
landi. Götumar minna helst á fjöl-
skrúðugt blómabeð enda eru
Trabant-bílamir framleiddir í öllum
regnbogans litum. Þrátt fyrir að Tra-
bant bifreiðar séu framleiddar hér
er löng bið eftir nýjum Trabant hafi
almenningur hér á annað borð
áhuga á nýrri bifreið. Fróðir menn
segja að það taki 15 ár að bíða eftir
nýjum Trabant.
Mánaðarlaun um 5000 krónur
íslenskar
Almenningur virðist lifa góðu lífi
hér þrátt fyrir marga galla sem að-
komumenn sjá á ýmsum hlutum.
Fólk er mikið á ferli að deginum til
en um kvöldmatarleytið tæmast göt-
umar gjörsamlega og eftir klukkan
átta á kvöldin er vart hræðu að sjá
utandyra. Verðlag hér er mjög lágt
enda mánaðarkaupið aðeins hér um
5000 krónur (1000 austur-þýsk mörk).
Erlendir ferðamenn verða þó að
greiða meira fyrir flesta hluti en
heimamenn. Og þeir geta sig varla
hreyfl án þess að spyrja lögregluna
leyfis og fylla út alls kyns skýrslur.
Leigubílar óþekkt fyrirbæri
Lítið sem ekkert er um leigubíla
hér í Rostock og ekki möguleiki að
njóta þjónustu þeirra fáu sem til eru
í þessari 240 þúsund manna borg
nema um mjög langa vegalend sé
að ræða. Frá hótelinu, þar sem ís-
lenska liðið býr, er um hálfrar
klukkustundar gangur til íþrótta-
hallarinnar og þegar ég átti þangað
erindi og gerðist svo djarfur að panta
leigubíl var sagt að slíkt væri ekki
hægt vegna þess hve um stutta vega-
lengd væri að ræða. Eini möguleik-
inn væri að panta leigubíl t.d. til
Berlínar en þangað er um 300 km
akstur frá Rostock,
Margir með auma afturenda
Eins og áður er sagt eru ótal marg-
ir hlutir mjög frábrugðnir því sem
við eigum að venjast heima á ís-
landi. Til að mynda tekur það 5-6
klst. að panta símtal til íslands og
mjög erfitt getur reynst fyrir Islend-
inga og aðra útlendinga að hringja
inn í þetta lokaða land. Ekki hafa
þessar miklu breytingar frá hinu
daglega lífi heima á Islandi komið
sér illa fyrir þá íslendinga sem hér
eru. Engin vandamál hafa ennþá lit-
ið dagsins ljós sem ekki hefur verið
hægt að leysa. Nema ef vera skyldi
allsendis óíeysanlegt vandamál sem
upp hefúr komið þegar menn hafa
þurft að bregða sér á salemið til að
gera stóra hluti. Pappírsrúllumar
þær sem allir þekkja af ferðum sínum
á salemi em ekki líkar þeim sem
hanga á veggjum á salemum heima
á íslandi. Salemispappír er ótrúlega
harður og minnir ekki á neitt nema
sandpappír. Hætt er við að margir
verði orðnir aumir í afturendanum
áður en vfir lýkur.
-JKS.
Verður Alfreð
ekki með á
Flugleiðamótinu?
Stefin Kristjánssan, DV, Rostodc
Óvíst er hvort Alfreð Gíslason, sem
leikur með Essen í Þýskalandi, geti
verið með íslenska landsliðinu á Flug-
leiðamótinu sem verður hér á landi í
byrjun febrúar.
Alfreð á mjög erfitt með að fá sig
lausan úr vinnu sem hann stundar í
Þýskalandi en hann ætlar að reyna
allt hvað hann getur til að komast til
íslands og spila með íslenska liðinu,
en það verður að koma á daginn hvort
það tekst. -JKS
•Alfreö Gíslason.
Upphafið að þessu
var firétt í DV
Reynismenn fá liðsstyrk
• Stefán Pétursson leikur I
Sandgerði næsta sumar.
„Það ma eigmlega rekja upphafið
að þessu til fréttar í DV sem ég sá
síðasta haust,“ sagði Sigurður Jó-
hannsson, formaður knattspymu-
deildar Reynis í Sandgerði, en þeim
Sandgerðingum hefur nú bæst góður
liðsauki. KR-ingamir Stefán Péturs-
son og Davíð Skúlason hafa nú
ákveðið að leika með Reyni í 3. deild
næsta sumar. „Mér varð hugsað til
þessarar fréttar og hafði samband
við þá þegar þeir komu heim í jóla-
frí frá Bandaríkjunum. Þeir komu
síðan og skoðuðu aðstöðuna og á-
kváðu að slá til,“ sagði Sigurður.
Það er mikill hugur í Reynismönn-
um núna og hafa þeir sett stefnuna
á 2. deild. Er jafnvel hugsanlegt að
fleiri leikmenn komi til þeirra. Jón
Örvar, sem lék í marki Víðis síðasta
sumar, er sagður hugsa sér til hreyf-
ings og er þá hans gamla lið, Reynir,
nefnt til. Einnig mun Ari Haukur
Arason, sem var markakóngur 3.
deildar 1985, ætla að taka skóna
fram aftur. -SMJ
Archibald með hvrtblæði?
Stefin Kristjánssan, DV, Rostack:
Aðalfréttir flestallra spænskra
blaða í gær sögðu frá því að Steve
Archibald, sem leikur með Barcel-
ona, væri haldinn hvítblæði.
Fréttin var ekki borin til baka og
er það talið renna stoðum undir
það að fréttin sé á rökum reist.
Ef þetta reynist vera satt er þetta
geysilegt áfall fyrir hina fjölmörgu
aðdáendur þessa geðþekka
íþróttamanns.
Archibald hefúr lítið leikið á
Spáni það sem af er þessu keppnis-
tímabili en fyrir hjá félaginu eru
tveir Englendingar eins og kunn-
ugt er, þeir Gary Lineker og Mark
Hughes.
-JKS
Verðum að
vinna Svía
- segir Siggi Gunn.
Stefin Kristjánssan, DV, Rostodc
„Við vitum nánast ekkert um
hvar við stöndum í dag. Við höfum
ekki náð saman svona sterku liði
siðan í HM í Sviss. Mestu mögu-
leikar okkar verða gegn Pólverj-
um. Persónulega kitlar mig mest
að vinna Svía, það var óþolandi
að tapa gegn þeim í HM í Sviss.
Leikurinn í kvöld gegn Austur-
Þjóðverjum verður mjög erfiður.
Við reynum að spila yfirvegað og
ná sem bestum úrslitum. En það
verður að segjast að ég er ekki
bjartsýnn," sagði Sigurður Gunn-
arsson.
-JKS
Héðinn
meiddur
Stefin Kristjánssan, DV, Rostodc
Allir leikmenn íslenska liðsins
ganga heilir til skógar til leiksins
í dag að undanskildum yngsta leik-
manni keppninnar, Héðni Gilssyni
úr FH. Hann á við smávægileg
meiðsli að stríða en vonast er þó
til að hann verði orðinn góður af
þeim síðar í dag. Óvíst er þó að
hann verði með í hópnum á móti
Austur-Þj óðverj um.
Brynjar Kvaran fór til tann-
læknis sökum tannpínu sem kvaldi
hann illilega og var gert við jaxl
til bráðabirgða.
Þá munu Einar Þorvarðarson
og Sigurður Gunnarsson snúa
aftur til Spánar á laugardag og
leika því ekki með íslenska liðinu
gegn Rússum og Svíum. Þeir
þurfa að leika með félagi sínu í
deildarkeppninni á sunnudag.
-JKS