Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Qupperneq 30
30
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1987.
Meiming
Sneið úr firði
Sýning Jóns Sigurpálssonar í Gallerí Svart á hvrtu
í blöðunum eru furðuoft auglýstar
sýningar á verkum ungra og fram-
leitinna listamanna vestur á Isafirði,
á stað sem ber heitið Gallerí Slunka-
ríki.
Fleiri en ég hafa undrast brenn-
andi áhuga Isfirðinga á nýlist. Jón
Sigurpálsson er partur af skýring-
unni, þvi hann er hvort tveggja í
senn, ríkisstjóri í Slunkaríki og
lærður myndlistarmaður.
Það er líka nokkuð auðvelt að
greina hvar Jón hefur fengið mynd-
listarlega uppfræðslu. Skúlptúr
hans, sem nú er til sýnis í Gallerí
Svart á hvítu, ber ýmis merki hinnar
óræðu niðurlensku ljóðrænu, sem
hefur ekki einasta sett mark sitt á
hollenska og belgíska listamenn, allt
frá Magritte til Broodthaers og Bak-
kers, heldur á hún nú orðið ítök í
furðumörgum fslendingum.
Þar er ósjaldan lögð áhersla á
skúlptúrinn sem allt að því magísk-
an hlut, sögustein eða kynngimagn-
að tákn, fremur en „markvert form“,
svo notuð séu orð Rogers Fry.
En hollenskir íslendingar hafa gef-
ið þessum skúlptúr alveg nýja vídd
með því að virkja hann í sérkenni-
legri tjáningu á þjóðlegri arfleifð
okkar: ævintýrum, munnmælum,
hindurvitnum og gömlum siðum.
Mér verður hugsað til eldri skúlp-
túra þeirra Magnúsar Pálssonar,
Sigurðar og Kristjáns Guðmunds-
sona, Hreins Friðfinnssonar, Birgis
Andréssonar og fleiri listamanna
sem verið hafa með annan fótinn í
Hollandi.
Innblástur og útfararmars
Skúlptúrar Jóns Sigurpálssonar
eru einmitt í þessum íslenska dúr,
gott ef hann er ekki gerður á áhrifa-
svæði þeirra Sigurðar Guðmunds-
sonar og Magnúsar Pálssonar, en
er ekki hótinu verri fyrir það.
Jón hlutgerir afstrakt og lopt-
kennd fyrirbæri, svo sem eins og
sjálfan innblásturinn (Epipnoia), út-
fararmars (Marche funébre), ein-
semdina (Einbúi) og sönginn (Aría),
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
eða þá að hann gerir nokkurs konar
afsteypur af landslagi, sjá „Hom“
og „Sneið úr firði“.
Allt þetta ferst listamanninum vel
úr hendi, hvort sem hann stillir sam-
an jámi og nælon, blýi og surtar-
brandi eða gifsi og svartfuglseggjum.
Samt er eins og flest þessi verk séu
of blátt áfram, of eingild í uppfærslu,
sem verður til þess að áhrifamáttur
þeirra dvínar við endurtekna skoð-
un.
Þrenns konar horn
Verkið „Hom“ heyrir þó til undan-
tekninga að því leyti að það vekur
fleiri og skemmtilegri spumingar en
það svarar. í fyrsta lagi er það rétt-
nefni, því það fyllir upp í eitt hom
á galleríinu. í öðru lagi er það í lag-
inu eins og hom á einhverri útdauðri
risaskepnu og ber þvi nafn með
rentu. Loks gæti verkið átt við fugla-
bjargið við Hom, þar sem það er
sannarlega alþakið svartfuglseggj-
um.
Hér er sem sagt komið það marg-
ræði sem vantar í marga aðra
skúlptúra Jóns.
En Jón er hæfileikamaður og til
alls líklegur í náinni framtíð. Hann
kemur einmitt mátulega til að taka
þátt í endurreisn skúlptúrs á íslandi.
-ai
JANÚARHEFTIÐ ER KOMIÐ - MEÐ ÚRVALSEFNI EINS OG VENJULEGA
Erum við höfð að ginningarfiflum? Hungursneyðin i Eþíópíu er af mannavoldum og vióhaldiö meö tilstuólan góóhjartaóra og grunlausra manna og stofnana á Vesturlöndum, til aö þjóna pólitískum markmiöum stjórnar Mengistus. Þetta segir Rony Brau- man, formaöur samtakanna Læknar án landamæra í hrollvekjandi grein í Úrvali núna Allt sem konur vilja vita um kynlif - og nú þora þær aó spyrja Sú mikla þekking sem flestir hafa aflaö sér nú til dags um kynlíf, er i rauninni mjog takmorkuó og fjarska yfir- borösleg Hún er þaö sem kallast mætti vinsæl tækni fyrir almenning. Hér bætir hinn þekkti læknir og rithofundur David Reuben úr nokkrum spurningum sem konur þrá aö fá svor vió.
Maðurinn sem allur heimurinn leitar að Maöurinn sem allur heimurinn leitar aö heitir Sabri al-Banna en gengur undir nafninu Abu Nidal. Hér er lilið á manninn sjálfan og ferill niöingsverka hans rakinn. Hann lætur aóra vinna fyrir sig skítverkin en situr sjálfur í náóum hjá þjóöhöfðingjunum sem beita honum fyrir sig. Saltstólpi „Fóturinn lá á sandinum rétt viö fjöruboróiö og stúlkan benti á hann og sagói: „Hana," eins og hann væri hennar eign og þau heföu heimtaó sinn skerf." Þetta er ofurlítiö brot úr áhrífamikilli smásogu um þá innilokunar- kennd sem fólk getur fengiö i yfirþyrmandi stórborg.
Úr Jónsbók: Glæpur og refsing. „Viö misstum öll æruna í Glasgow. Rútan heim frá Keflavík var full af snærisþjófum." Þanníg endar pístill Úr Jónsbók i Úrvali núna, en á undan fer næm og átakanleg lýsing á heimkomu og tollskoðun meó glæp í sex ferðatöskum. í huga Johns Wheeler Ein mesta gáta alheimsins er gátan um svartholin - þessar undarlegu hítir alheimsins þar sem þyngdarafliö krepp- ist svo saman aó þær sleppa ekki einu sinni frá sér endurspeglun Ijóss. Hér er fjallað um John Archibald Wheeler, manninn sem uppgotvaöi svartholin í himingeymnum.
Urval
ÞÚ VERÐUR AÐ LESA ÞAÐ. KAUPTU ÞAÐ Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ - NÚNA!