Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1987. 33 35 ára karlar í leikfimi: Markmiðið að losna við varadekkið Á áramótum strengja margir svokölluð áramótaheit, algengt er að fólk ákveði að hætta að reykja iog jaihíramt að taka upp nýja lífs- stefau. Einn angi þeirrar nýju stefau er oft á tíðum að nú skuli líkams- ræktin tekin með áhlaupi og eftir- köst jólaboðanna hreinsuð ó brott. Það stendur heima að í byijun jan- úar er yfirleitt góð aðsókn á hin ýmsu líkams- og leikfiminámskeið og litum við inn á eitt slíkt í íþrótta- Róbert Jónsson dregur ekki af sér í sippinu eins og sjá má. Jökull Sigurðsson i sippliöinu aö þessu sinni en hann eins og fleiri á nám skeiðinu hjá Míle sagðist vera ákveðinn í þvi að losna við varadekkið. húsi Digraness í Kópavogi. Nám- skeiðið er aðeins fyrir karlmenn og verða þeir að vera orðnir 35 ára gamlir. Rójega af stað „Ég legg áherslu á það að ekki sé farið of hratt af stað. Hingað koma menn sem hafa lítið hreyft sig og það tekur vitanlega sinn tima að byggja upp úthald hjá þeim,“ sagði Míle sem sér um námskeiðið í Digranesi. Hann lagði ríka áherslu á það í hverri æfingu að þeir ættu bara að nota sinn eigin hraða og finna sjálf- ir þegar þeir væru búnir að fá nóg. Hann tók púlsinn hjá þeim reglulega og virtist vera ánægður með útkom- una. Til að byrja með sýndist okkur að þetta væri fallhægt og að menn- imir reyndu ekkert á sig, en þegar leið á tímann kom í ljós að hraðinn sem Míle lét þá vinna á var nægileg- ur því svitinn lét ekki á sér standa. Liðkun og styrking Að lokinni æfingu tókum við lík- amsræktarmennina tali og kom í ljós að enginn þeirra haiði strengt þess heit að fara i líkamsræktina. Hins vegar voru þeir allir sammála um að varadekkið víðfiræga yrði að hverfa, hvemig svo sem það mundi ganga. Varadekkið var aðalmálið hjá flestum en aðrir sögðust líka ein- faldlega vilja styrkja sig og liðka. Róbert Jónsson knattspymudóm- ari er einn þeirra sem er á námskeið- inu hjá Míle og sagðist hann þurfa að halda sér í æfingu vegna dómara- starfsins auk þess sem honum þætti það sjálfsagt að hreyfa sig eitthvað. „Ég hef skokkað upp á mitt eindæmi en almennt held ég að undirstöðuat- riðin í líkamsræktinni, teygju- og upphitunaræfingar, séu vanrækt. Það er ekkert mál að fara út að hlaupa en það gleymist oft að hita upp óður,“ sagði Róbert. Að hans sögn hafa dómarar æft svolítið sam- an en hann hefur lítið verið með í þeim hópi. Þórhallur Aðalsteinsson var að mæta í sinn fyrsta tíma hjá Míle ásamt félaga sínum Victori Ingólfs- syni. Þórhallur sagðist alls ekki vera með kraftadellu, hann sagðist hafa prófað lóðin en ekki líkað við slíka rækt. „Ég kem til að auka þolið og fara í megrun um leið,“ sagði harrn. Victor sagðist aðallega hafa komið vegna hvatningar frá Þórhalli, en þar sem hann væri nýhættur að reykja þá væri kjörið að liðka sig í leikfimi. Við vonum bara að strákamir hafi losnað við varadekkin sín og verði orðnir liprir og í toppformi þegar vorar. -SJ „Skokka svo rólega, en aldrei að stoppa alveg," sagði Míle og hvatti menn til dáða. Á myndinni eru þeir Þór- hallur Aðalsteinsson, Victor Ingólfsson, Þórður Flosason, Jökull Sigurðsson, Gunnar Friðriksson, Róbert Jónsson og Rútur Eggertsson. Míle snýr baki i okkur. Þeir Róbert (Lv.) og Gunnar sippa á fullu en Þórður skokkar létt um salinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.