Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1987. í gærkvöldi Anna Olafsdóttir Bjömsson: „Venjuleg íslensk fréttasýki“ Ég fylgdist ekki mikið með íjöl- miðlunum í gær fremur en endranær en þó lét ég hana Miss Marple ekki fram hjá mér fara. Enda er sá þáttur mjög skemmtilegur sem og allir þættir hvort sem er í sjónvarpinu eða á stöð 2 af þessum toga, leynilög- regluþættir. Fréttimar horfði ég á á báðum stöðvum eftir að hafa hlustað á fréttimar í ríkisútvarpinu. Þetta myndi kallast venjuleg íslensk íréttasýki. Einnig hef ég fylgst með þáttunum sem Jim Henson sér um, I brúðuheimi. Það er mjög gaman að fylgjast með þeim þáttum. Að vísu missti ég af fyrsta þættinum sem mér þykir miður. Auk þess horfði ég á með miklum áhuga það sem var að gerast í sölum alþingis, hanaatið Anna Ólafsdóttir Bjömsson. þar. Málefaið var svo spennandi að ég átti erfitt með að slíta mig fr á þvi. Allt þetta val sem við höfum í dag líst mér mjög vel á. Ef ég hlusta á útvarp þá leita ég upp efni sem er áhugavert að mínum dómi og hef fi-ekar slökkt en að hlusta á eitthvað sem ekkert er í varið. Ég myndi segja að hlustun mín nái jafht yfir allar rásimar en Bylgjan og rás tvö finnast mér mjög álíka. Morgun- þættina á Ríkisútvarpinu og Bylgj- unni hlusta ég jafnt á og finnst gott að geta valið þar á milli. Ef ég þarf að velja á milli útvarps og sjónvarps til þess að fylgjast með þá hlusta ég fremur á gott efni á ríkisútvarpinu. Með öðrum orðum tek ég útvarp fram yfir sjónvarp. Andlát Kjartan J. Jóhannsson læknir lést 7. janúar sl. Hann fæddist 19. apríl 1907. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og prófi í læknisfræði frá Háskóla Is- lands árið 1931. Haustið 1932 settist hann að á ísafirði og var starfandi læknir þar í rúm 30 ár, eða þangað til hann gerðist héraðslæknir i Kópavogi vorið 1963. Hann var kjör- inn í bæjarstjórn ísafjarðar árið 1950 og átti þar sæti til 1958. Hann var kjörinn alþingismaður Isafjarðar- kaupstaðar sem frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins árið 1953 og átti sæti á Alþingi til 1963. Hann átti sæti í tryggingaráði í 18 ár og í áfengis- varnaráði frá stofnun þess árið 1954 í 24 ár samtals. Kjartan var umdæm- isstjóri Rótarýklúbanna á íslandi 1951-52 og formaður Geðverndarfé- lags íslands 1966-1975. Hann átti, auk þess sem hér hefur verið talið upp, sæti í fjölmörgum öðrum félags- stjórnum, nefndum og ráðum. Eftir- lifandi eiginkona hans er Jóna Breiðfjörð Ingvarsdóttir. þeim hjón- um varð fimm barna auðið. Útför Kjartans verður gerð frá Dómkirkj- unni í dag kl. 13.30. Þórarinn Sigurðsson sjómaður, Ásvallagötu 20, andaðist í gjörgæslu- deild Landakotsspítala 13. þessa mánaðar. Jarðarförin hefur farið fram. Benedikt Sigurður Kristjánsson, fyrrum bóndi á Stóra-Múla í Dala- sýslu, andaðist í Landakotsspítala síðastliðinn mánudag 19. janúar. Anna Eggertsdóttir Hansen, lést 10. janúar sl. í Kolding, Danmörku. Útförin hefur farið fram. Sigurjón Sævar Ingvarsson, Æsu- felli 4, andaðist á heimili sínu aðfaranótt 18. janúar. Hildur Hulda Þorfinnsdóttir frá Akranesi, til heimilis í Hátúni 10, lést í Vífilsstaðaspítala þann 17. jan- úar. Erlendur Dagur Valdimarsson, varð bráðkvaddur á heimili sínu, Vatnsstíg 4, 19. þessa mánaðar. Ásmundur Vilhjálmsson múrara- meistari andaðist að morgni 19. janúar. Jón Helgi Einarsson frá Melum á Kjalarnesi verður jarðsunginn fimmtudaginn 22. janúar frá Lang- holtskirkju kl. 15. Útför Rögnu Láru Ragnarsdóttur, Álftamýri 24, fer fram frá Háteigs- kirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 13.30. Jón Hákon Sigurðsson, Dvalar- heimilinu við Seljahlíð, áður á Bergstaðastræti 57, verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 15. Björn J. Blöndal, Laugarholti, verður jarðsunginn frá Bæjarkirkju laugardaginn 24. janúar kl. 14. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11. Eggert Kristján Eggertsson, Öldugranda 7, Reykjavík, lést af slysförum þann 17. janúar. Guðrún S. Guðlaugsdóttir, Ás- garði, Svalbarðsströnd, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri sunnudaginn 18. janúar. Guðbjörg Sigurjónsdóttir, Álf- heimum 40, lést í Borgarspítalanum að morgni 20. janúar. Ti]kynningar Ályktun Eftirfarandi ályktun var samþykt sam- hljóða á almennum fundi kennara í Síðuskóla, Akureyri, föstudaginn 16. jan- úar 1987. „Við áteljum harðlega þau vinnubrögð menntamálaráðherra að víkja fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra, Sturlu Kristjánssyni, fyrirvara- laust úr starfi. Að víkja embættismanni á þennan hátt úr starfi, án þess að leiða að því gild rök að hann hafi brotið af sér, teljum við alvarleg embættisafglöp. Við hljótum því að krefjast þess að ráðherra dragi þessa uppsögn til baka nú þegar eða rökstyðji aðgerð sína með öðru en dylgjum og ósannindum. Einnig hörmum við ómak- legar aðdróttanir sem ráðherra viðhafði í garð starfsfólks fræðsluskrifstofu N-eystra í Morgunblaðinu 16. jan.“ Hand- og kennslubókin Ál- steypa Út er komin hand- og kennslubókin Ál- steypa, sem er þýðing á norsku bókinni Aluminiumstöping, eftir Vagn Petersen tilraunastjóra. Bókin er gefin út á vegum Skanaluminium, norrænna samtaka áliðnaðarins, og er fimmta og veigamesta ritið til þessa sem gefið hefur verið út á íslensku um meðferð og eiginleika áls. 1 bókinni er rakinn ferill frá einföldustu sandsteypuaðferðum til flókinnar há- þrýstisteypu og gerir lesendum kleift að afla sér þekkingar á þeim ólíku aðferðum sem notaðar eru við álsteypu. Bókin er eins og að framan greinir samin með það fyrir augum að vera hvort tveggja í senn hand- og kennslubók. Því er sérstök at- hygli iðn- og tækniskóla vakin á útkomu hennar, svo og álsteypufyrirtækja. Is- lensku þýðinguna gerði Ólafur Ólafsson véltæknifræðingur. Bókin er 148 síður. Oddi hf. sá um setningu og umbrot en prentsmiðjan Steinmark prentaði. Bókin fæst i bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar, Iðnskólabúðinni og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Síðustu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands á fyrra misseri starfs- árSÍnS. Áttundu og síðustu áskriftar- tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands á fyrra misseri starfsársins verða í Há- skólabíói á fimmtudagskvöld, 22. janúar. Á efnisskrá tónleikanna verða þrjú verk: Veisla köngulóarinnar, ballettónlist eftir franska tónskáldið Albert Roussel (1869-1937), Píanókonsert í a-moll eftir Robert Schumann (1810-1856), en þetta verk er talið ein af skærustu perlum róm- antíska tímabilsins í tónlist, og loks Sjöunda sinfónía Ludwigs van Beethoven (1770-1827), sem tónskáldið sjálft taldi eitt af bestu verkum sínum. Einleikari með Sinfóníuhljómsveitinni í píanókonsert Schumanns verður Anna Áslaug Ragnars- Hið íslenska sjóréttarfélag Fræðslufundur í Hinu íslenska sjóréttarfé- lagi verður haldinn fimmtudaginn 22. jaúar í stofu 203 í Lögbergi og hefst hann kl. 17. Fundarefni: Jón Finnbjörnsson, lög- fræðingur, flytur erindi, er hann nefnir: „Gildissvið fiskiskipatrygginga". Jón Finnbjömsson er fulltrúi yfirborgarfóget- ans í Reykjavík og kennir sjórétt við Sjómannaskólann. Hann var við fram- haldsnám í sjórétti við Nordisk Institutt for sjovrett í Osló og kynnti sér þá m.a. sjóvátryggingarétt. Fundurinn er öllum opinn og em félagsmenn og aðrir áhuga- menn um sjórétt og sjóvátryggingarétt hvattir til að mæta. Tölvumiðstöð fatlaðra Stjórn Tölvumiðstöðvar fatlaðra hefur, frá 1. janúar 1987, ráðið Sigurjón Einarsson sem forstöðumann en vegna þröngs ijár- hags verður einungis um hlutastarf að ræða í fyrstu. Byrjað verður á að safna saman fyrirliggjandi upplýsingum, flokka þær og koma þeim í aðgengilegt form en síðan er ætlunin að leita til innlendra og erlendra framleiðenda/ innflytjenda um frekari gagnasöfnun. I lögum félagsins segir meðal annars: Tilgangur félagsins er að stofna og starfrækja Tölvumiðstöð fatlaðra með eftirtalin markmið í huga: a. Söfnun upplýsinga um vélbúnað og hugbúnað sem nýtist fötluðu fólki í sam- bandi við tölvur til atvinnu, náms og tómstundastarfs: b. Þróun slíks búnaðar og aðhæfingu að íslenskum aðstæðum: c. dreifing slíks búnaðar: d. skráning upplýs- inga um ráðstefnur og námskeið á þessu sviði. Tölvumiðstöð fatlaðra skal hafa samband við stofnanir og samtök sem vinna að málefnum fatlaðra. Aðild að Tölvumiðstð fatlaðra geta átt þau samtök eða stofnanir sem vinna að málefnum fatl- aðra i samræmi við lög nr. 41/1983 um málefni fatlaðra. Félag um Tölumiðstöð fatlaðra var stofnað þann 24. október 1985. Stofnendur Tölvumiðstöðvar fatlaðra eru Blindrafélagið, Félag heymarlausra, Landssamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Öryrkjabandalag dóttir píanóleikari sem undanfarin ár hefur búið í Múnchen í Vestur-Þýskalandi og starfað við kennslu og píanóleik. Að loknu einleikaraprófi fór Anna Áslaug til framhaldsnáms við Royal College of music í Lundúnum og lauk þaðan prófi árið 1969. Síðan stundaði hún enn nám í Róm og Freiburg í Þýskalandi. Þá kenndi hún um skeið við Tónlistarskólann á Akureyri, en hélt aftur til Þýskalands haustið 1973, hóf nám við tónlistarskólann í Múnchen og lauk þar einleikaraprófi haustið 1976. Síð- an hefur hún verið búsett í Múnchen. Hún hefur haldið tónleika víða um lönd og margsinnis leikið í útvarp og sjónvarp. Stjórnandi tónleikanna verður austurríski hljómsveitarstjórinn Gerhard Deckert sem stjómaði Vínartónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar á dögunum og stjórnar auk þess Aiau hja IslensKU operunni. Islands. Tölvumiðstöð fatlaðra er til húsa að Háaleitisbraut 11-13, sími 84999. Opið er frá 12.30 til 17 og símatími frá 12.30-14 daglega. Minningarkort Geðverndarfélags íslands í minningarsjóð um Kjartan B. Kjartans- son lækni fást í: Ápóteki Kópavogs, Reykjavíkurapóteki og á skrifstofu félags- ins að Hátúni 10, sími 25508, og er þar gíróþjónusta. Klúbburinn Þú og ég verðin- með bingó sunnudaginn 22. janúar kl. 14 að Mjölnisholti 14. Pundir Samhjálp kvenna hefur „opið hús“ miðvikudaginn 21. jan- úar kl. 20.30 í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð. Gestur fundarins er Sig- urður Bjömsson læknir. Fjallar hann um aðlögun og endurhæfingu vegna krabba- meinsmeðferðar. Kirkjufélag Digranesprestakalls heldur fund nk. fimmtudag 22. janúar kl. 20.30 í safnaðarheimilinu Bjarnhólastíg 26. Spiluð verður félagsvist. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Spilakvöld Spilakvöld SIBS deildin í Reykjavík og samtök gegn astma og ofnæmi verða með spilakvöld á Hallveigarstöðum við Túngötu fimmtu- daginn 22. janúar kl. 20.30. Góð verðlaun. Allir velkomnir. Húnvetningafélagið í Reykjavík félagsvist laugardaginn 24. janúar kl. 14 í Félagsheimilinu Skeifunni 17, 3. hæð. All- ir velkomnir. Tapaö-fundið Lyklakippa týndist Lyklakippa í brúnu leðurhulstri tapaðist á bílastæði við Miklagarð laugardaginn 3. janúar sl. Finnandi vinsamlegast skili henni í upplýsingastúkuna í Miklagarði. A&næli 50 ára afmæli á í dag, 21. janúar, Jónína Hermannsdóttir, Kirkju- braut 1 í Innri-Njarðvík. Hún tekur á móti gestum í safnaðarheimili kirkjunnar þar í bæ eftir kl. 18 í 'lf **»»•»«•*••»««»<«**«»»•»•» Nauðungaruppboð sem auglýst var í 118., 122. og 125. tbl. Lögbirtings 1986 á jörðinni Halls- koti, Fljótshlíðarhreppi, þingl. eign Eiríks Einarssonar, fer fram eftir kröfu Sigurðar Sigurjónssonar hdl. og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. janúar 1987 kl. 10.00. __________________________Sýslumaður Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 118., 122. og 125. tbl. Lögbirtings 1986 á húseign og lóð að Hlíðarási, A-Eyjafjallahreppi, þingl. eign Sólrúnar Óskar Óskarsdóttur, fer fram eftir kröfu Helga V. Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. janúar 1987 kl. 11.00. __________________________Sýslumaður Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 118., 122. og 125. tbl. Lögbirtings 1986 á jörðinni Berja- nesi, A-Eyjafjallahreppi, þingl. eign Vigfúsar Andréssonar, fer fram eftir kröfu Magnúsar M. Norðdal hdl., Jóns Ingólfssonar hdl., Jóns Eiríkssonar hdl. og Sigurðar Sigurjónssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. janúar 1987 kl. 11.30. __________________________Sýslumaður Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 118., 122. og 125. tbl. Lögbirtings 1986 á Lyngási I, Holtahreppi, þingl. eign Kristins Bergssonar, ferframeftirkröfu SigurðarSigur- jónssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. janúar 1987 kl. 16.00. ____________________Sýslumaður Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 118., 122. og 125. tbl. Lögbirtings 1986 á Breiðöldu 4, Hellu, þingl. eign Kristins Bergssonar, fer fram eftir kröfu Sigurðar Sigurjóns- sonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 23. janúar 1987 kl. 10.00. ____________________Sýslumaður Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 118., 122. og 125. tbl. Lögbirtings 1986 á Heiðvangi 11, Hellu, þingl. eign Óla Más Aronssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka ís- lands, Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. og innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudagionn 23. janúar 1987 kl. 11.30. ____________________Sýslumaður Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 118., 122. og 125. tbl. Lögbirtings 1986 á Nestúni 8, Hellu, þingl. eign Heiðu Magnúsdóttur, fer fram eftir kröfu Tómasar Þorvalds- sonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 23. janúar 1987 kl. 13.30. _____________Sýslumaður Rangárvallasýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.