Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987. 3 Búnaðurinn hjá Pósti og sima sem tengdur er móttökutæki erlendra frétta- mynda á ritstjórn DV. Hjá situr Jónas Sigurösson, deildarstjóri hjá P&S. DV-mynd GVA. Fréttir Farmannadeilan: Afjgreiðslubann á íslensk skip á Norðuriöndunum - tuttugu farskip hafa stöðvast í Reykjavíkurhofn Aukin harka er nú komin i far- mannadeiluna því um leið og slitnaði upp úr samningaviðræðum deiluað- ila í fyrrakvöld kom til framkvæmda afgreiðslubann á íslensk kaupskip í höfiium á Norðurlöndunum. Sjó- mannafélag Reykjavíkur leitaði til Alþjóðasambands flutningaverka- manna með þetta mál og hefur einu islensku skipi þegar verið neitað um afgreiðslu ytra. Að sögp Jónasar Garðarssonar, sem sæti á í samninganefnd far- manna, getur svo farið að afgreiðslu- bann verði sett á í fleiri löndum. Ef reynt verður að nota íslensk skip í flutninga milli Evrópu og Ameríku verður óskað eftir afgreiðslubanni. íslensku skipin eru ekki kyrrsett í höfnum ytra heldur fá þau enga af- greiðslu. í gær höfðu 20 skip stöðvast í Reykjavfkurhöfn vegna verkfallsins. Þar á meðal eru strandferðaskipin, Hekla, Katla og Esja, sem hafa legið bundin síðan verkfallið hófst. Hefur það orðið til þess að landflutningar eru nú meiri út á land en dæmi eru til um áður á þessum árstíma. Til að mynda lögðu þrír flutningabílar af stað jafntímis úr Reykjavík til Vestfjarða i gær en undir venjuleg- um kringumstæðum fer einn bíll á viku, eða í mesta lagi tveir, frá Reykjavík til Vestfjarða yfir vetur- inn. -S.dór EHendar fréttamyndir DV: Rússar mega ekki komast yfir tækið „Aðalskrifstofa Reuters í London varð að undirrita yfirlýsingu um að tækið yrði eingöngu notað hér á landi og aldrei flutt austur yfir járntjald," sagði Þorsteinn Thorar- ensen, fulltrúi fréttastofu Reuters, um útbúnað sem komið hefur verið upp hjá Pósti og síma í tengslum við móttökutæki DV á erlendum frétta- myndum. Hér er um afar fullkominn og dýran búnað að ræða sem fram- leiddur er í Bandaríkjunum, einn sá besti sinnar tegundar. „Það eru miklar nýjungar í þessum tækjum og skiljanlegt að Banda- ríkjamenn vilji ekki að Rússar komist yfir þau,“ sagði Þorsteinn Thorarensen. Upphaflega var ráðgert að þessi nýja myndaþjónusta DV hæfist í október en leiðtogafundurinn setti strik í reikninginn. Að honum lokn- um urðu menn sammála um að koma hér upp fullkomnara tæki en áður hafði verið ráð fyrir gert, vegna auk- ins mikilvægis Islands á alþjóðavett- vangi og tafðist verkið fyrir bragðið. „Er einhver ástæða til að ætla að Rússar hafi ekki yfir svona tæki að ráða? „Ég veit það ekki. Ég hef ekki njósnað um það,“ sgði Þorsteinn Thorarensen. -EIR Steingrímur vill ekki deila um Sturlumál „Ég ætla ekki að taka þátt í deil- um um það,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í morgun er DV spurði hver væri af- staða hans til brottvikningar fræðslustjórans í Norðurlandsum- dæmi eystra eftir að hafa hlustað á ræðu Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra á Alþingi í gær. -KMU LUKKUGETRAUN: Einu sinni í mánuði drögum við úr nöfnum kaupenda og seljenda um 5 daga ferð til Hamborgar með ferðaskrifstofunni Sögu. - VERÐUR ÞÚ SÁ HEPPNI í JANÚAR? Ford Scorpio CL árg. 1986, blás- ans., sem nýr, ekinn 1.700 km. Verð kr. 890.000,- Range Rover árg. 1981, blásans., mjög fallegur, ekinn 60.000 km. Verð kr. 870.000,- Nissan Sunny árg. '•''85, rauðsans., sjálfskiptur, ekinn 29.000 km. Verö kr. 350.000,- Honda Accord EX árg. 1983, vin- rauður, einn meö öllu, ekinn 52.000 km. Verð kr. 415.000,- Mercedes Benz 280 SE árg. 1984, Ijósgrænsans., mjög vel með farinn, ekinn 72.000 km. Verð kr. 1.450.000,- einnig Mercedes Benz 280 SE árg. 1981 og 1982. Lada Sport árg. 1985, drappl., létt- stýri, ekinn 27.000 km. Verð kr. 280.000,- Allar gerðir bíla vantar á söluskrá - mikil sala. Opið laugardaga kl. 10-18. BÍLATORG NOATUN 2 - SIMI 621033 Vantar þig bíltœki? 'tæKin eru á verði, sem allir ráða við Aðeins 4.900 stgr, Bílhátalarar Verð frá 1.710 stgr. Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) - Sími 622025

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.