Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987. Spumingin Lesendur Ætlarðu að sjá óperuna Aidu? Brynjólfur Magnússon húsvörður: Já, alveg öriigglega, bara núna á næstunni þegar ég gef mér og hef tíma. Ég held að það sé vel þess virði að fara á hana því við eigum svo góða óperusöngvara. Ingimundur Steindórsson: Já, það kemur að því, það er bara að drífa sig. Það eru alveg ágætir söngvarar í Aidu svo ég ætla ekki að missa af henni. Annars fer ég nú allt of lítið á óperur. Dagbjört Imsland afgreiðslustúlka: Ef mér er boðið þá hika ég ekki við að fara. Ég er bara vonast til að eig- inmaður minn lesi þetta og bjóði mér. Ég hef mjög gaman af óperum ef þær eru léttar. Pálmi Ólafsson ellilífeyrisþegi: Nei, engan veginn. Ég hef enga trú á því að íslenskir óperusöngvarar ráði við þetta því þetta er allt of mikið verk fyrir þá. Islenskir óperusöngvarar eru alls engir menn í þetta. Haraldur Guðbrandsson bakari: Nei, ég hef ekki hugsað mér það, enda mjög lítið gefinn fyrir óperusöng. Ég hef ekki farið á eina einustu óperu ennþá en það er aldrei að vita ef smekkurinn breytist eitthvað. Jens S. Guðbergsson, vinnur á sorp- eyðingarstöð: Nei, ég ætla ekki að fara enda hef ég ekki smekk fyrir óperusöng, þó syng ég í kirkjukór. Vegagerðin sér um sitt Rögnvaldur Jónsson, yfirverkfræðing- ur Vegagerðarinnar í Reykjanesum- dæmi, skrifar: I lesendadálki DV þann 14. janúar sl. undir yfirskriftinni „Slæleg frammi- staða Vegagerðarinnar" er Vegagerð- in gagnrýnd fyrir lélega vetrarþjón- ustu á Reykjanesbraut og sem dæmi er tekið hörmulegt slys sem varð föstu- daginn 9. janúar sl. þegar 5 bílar lentu í árekstri við Kúagerði. Áður en greint verður frá aðstæðum þennan dag er rétt að lýsa hvemig vetrarþjónustu er háttað á Reykjanes- braut. Alla daga klukkan 5 að morgni mætir verkstjóri í áhaldahús Vega- gerðarinnar í Grafarvogi. Hafi þótt líkur á kvöldið áður að moka þyrfti snjó eða eyða hálku af vegum þá mæta einnig stjómendur þeirra tækja sem notuð em við þá vinnu. Bíllinn, sem sinnir Reykjanesbrautinni, fer úr Grafarvogi kl. 5.30 og er að öllu jöfiiu í Njarðvíkum um 7.15 ef ekki þarf að ryðja snjó. Ef þörf er á snjómokstri er einnig sendur bíll úr Njarðvíkum og mætast bílamir venjulega við af- leggjarann að Vogum. Hafi ekki þótt líkur á snjó eða hálku mæta bílstjórar á sama tíma og aðrir starfsmenn áhaldahúss nema verkstjóri kalli þá til starfa fyrr. Þjónustu á Reykjanes- braut sunnan Hafharíjarðar er hætt klukkan 20 en verkstjóri er á vakt í Grafarvogi til kl. 23.00. Þann dag, sem slysið varð við Kúa- gerði, mætti verkstjóri samkvæmt venju kl. 5. Hitastigið var + 4° C og suðaustangola. Klukkan6.15. hafði verkstjórinn samband við lögregluna í Keflavík og var honum tjáð að það væri engin hálka. Fram kom að lög- reglubíllinn væri á Reykjanesbraut á leið til Reykjavíkur og bað verkstjór- inn þá um nánari upplýsingar þegar þær mundu berast. Klukkan 6.45 hafði lögreglan samband við Grafarvog og þá var engin hálka á Reykjanesbraut. Tilkynnt var um slysið í Kúagerði kl. 8.12 en þá var komin hálka á alla Reykjanesbrautina samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar í Keflavík. Vegagerðin hefur gott samstarf við lögregluna í Hafnarfirði og Keflavík og hefur ekki komið fram að þessir aðilar telji vetrarþjónustu á Reykjanesbraut vera áþótavant enda er þar svipað staðið að verki og í ná- grannalöndunum sem hafa líkt veðurfar og hér ríkir. Siaeleg framnitstaða ^n^^^SóbSfrá aííí-ss *<**■%«£ túá?að umferðaiþungmn STórfaldaat á aíðaata 6n og aéra- mlcleca háúr umferðin autóat W iSSk til Reykjavíkur. Vegagerð. inStur að eigaaðsjá um aðhalda veginum keyralubisfom. Ená JZtLum er aaltbffl frá Vegagerð- SSrf aeint á férðinni þanrng er. Einn^ er snjó- - • ' l mioff ábótavant HRINGIÐ í SÍMA 27022 MILLI KL. 13 og 15 EÐA SKRIFIÐ Aida göldrum líkust Halldóra Garðarsdóttir hringdi: Ég vil byrja á því að óska ópe- runni til hamingju með afmælið og frábæra sýningu á óperunni Aidu eftir Verdi. Ég hef sjaldan verið jafh- gagntekin af hrifningu og er ég sá sýningu þessa og átti bágt með að trúa eigin augum og eyrum því bæði leiksvið, söngur og tjáning fannst mér óaðfinnanlegt og söngvaramir skiluðu sínum hlutverkum eins og best verður á kosið. Það er mjög erfitt að lýsa þessu í fáum orðum, þetta var stórfengleg sýning sem enginn ætti að missa af. „Ég hef sjaldan verið jafngagntekin af hrifningu og er ég sá óperuna Aidu og átti bágt með að trúa eigin augum og eyrum....“ Sýniðfrá Kínaferð Strax K. og G. skrifa: Við viljum koma orðsendingu á framfæri til hljómsveitarinnar Strax. Okkur finnst platan ykkar alveg frá- bær og þið eigið sko alveg örugglega eftir að ná 1. sæti á vinsældalistum bæði hér og erlendis með öll ykkar nýjustu lög. Við vonumst til að Kína- ferðin verði sýnd sem fyrst og bíðum við eftir henni með eftirvæntingu. Listræn Ijósmyndasýning? Mánudaginn 13. janúar var grein í DV, eftir Aðalstein Ingólfsson, um ljósmyndasýningu. Mig langaði að fá að vita hvort skilja megi orð hans í greininni svo að sýning ívars Biynj- ólfssonar í Djúpinu rétt fyrir jólin hafi ekki verið listræn ljósmyndasýn- ing að hans mati? Aðalsteinn Ingólfsson svarar: Mér fannst hún ekki nógu metnað- arfull, listrænt séð. Lokuð búð Ingunn Einarsdóttir hringdi: Mikið er leiðinlegt að fara í bæinn og koma að lokuðum búðardyrum. Það er búið að auglýsa þessi ósköp að það sé útsala í Kjallaranum og ég ætlaði nú aldeilis að vera tímanlega í því og ekki missa af neinu með því að mæta á mínútunni 9 en þá eru velf- lestar verslanir opnaðar. Mér til mikillar undrunar var lokað og það var ekki einu sinni verið að hafa fyrir því að setja miða í gluggann er segði til um opnunartímann. Hefði ekki ve- rið viturlega, fyrst verið var að auglýsa útsölu, að gefa opnunartím- ann upp líka, viðskiptavininum til hægðarauka? Pennavinur óskast Sigrún K. Norðdahl skrifar: að svara öllum bréfum. Áhugamál allt. Mig langar til að eignast pennavini Ég er sjálf 12 ára og á heima að á aldrinum 11-13 ára. Ég vil skrifast Mosabarði 2, 220 í Hafnarfirði. á við stráka og stelpur og ætla mér

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.