Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987. 11 Smokkuvinn er ekki feimnismál Af öllu því sem ég hef aðhafst á Alþingi um dagana er mér einna minnisstæðast starfið í menntamála- nefhd neðri deildar þegar grunn- skólafrumvarpið var þar til meðferðar. Hannibal Valdimarsson var formaður nefndarinnar og þarf ekki að kynna þá kempu. En þama vom fleiri úrvalsmenn, valinn mað- ur í hverri stöðu eins og segir á fótboltamáli: Svava Jakobsdóttir, Ingvar Gíslason, séra Gunnar Gísla- son og Benedikt Gröndal, að ógleymdum Eysteini Jónssyni sem hitti oftast naglann á höfuðið þegar ráða þurfti fram úr kansellístílnum og þýða hann yfir á mælt mál. Fyrir utan heitar deilur um lengingu skólaskyldunnar og skólaársins var það einkum tvennt sem flæktist fyrir okkur, annars vegar sálfræðiþjón- ustan og sérkennslan, sem þá var að halda innreið sína, og svo hins vegar fræðslustjóramir og fræðslu- skrifstofumar og hlutverk þeirra. Ég leyfði mér að halda fram þeirri skoðun í nefhdinni að fræðslustjórar skyldu ráðnir af umdæmunum sjálf- um, enda bæm þau fjármálalega og stjómunarlega ábyrgð á því emb- ætti. Ég mátti mín ekki mikils í þeirri deilu gegn þungavigtarmönn- unum í nefndinni og var ofurliði borinn. Um hitt vom allir sammála, að sálfræðingamir gætu seint tekið við hlutverki kennaranna, enda væri til lítils að ráða kennara sem ekki sinnti sálarheill og sérþörfum nem- enda sinna. Þeir Hannibal og Eysteinn áttu aldrei nógu sterk lýs- ingarorð til að lýsa efasemdum sínum gagnvart sálfræðiþjónustunni sem frumvarpið fól í sér bæði í bak og fyrir. Eitt og annað var strikað út úr frumvarpinu af þessu taginu en að lokum fór frumvarpið til af- greiðslu í sjálfu þinginu. Heimsmetsræða Sverris Þegar kom fram á vorið 1974 hafði dregið til allmikilla tíðinda í pólitík- inni. Vinstri stjómin hafði misst meirihluta sinn, Samtök frjálslyndra og vinstri manna höfðu sagt skilið við hana en Magnús Torfi Olafeson, sem þá var menntamálaráðherra fyr- ir þeirra hönd, sat sem fastast. Vantraust var borið fram en kom aldrei til afgreiðslu því Ólafur heit- inn Jóhannesson rauf þing áður en til þess kom. Eitt af síðustu verkum þessa þings var að afgreiða gmnn- skólafrumvarpið og gott ef það var ekki síðasti biti í háls. Ekki gekk það þrautalaust íyrir sig og frægust var framganga eins af þingmönnum Sjálfetæðisflokksins sem talaði samfleytt í fimm tíma málþófi. Sá hét Sverrir Hermanns- son og gárungamir sögðu að hann hefði því aðeins látið máli sínu lokið þegar honum var mál að tefla við páfann. Sverrir kom víða við í þess- ari ræðu sinni og flutti meðal annars langan fyrirlestur um ægivald emb- ættismanna sem væru á góðri leið með að vaxa stjómmálamönnum yfir höfuð. Sverrir setti heimsmet í ræðu- lengd og tók frumvarpið með áhlaupi eins og títt er um kappsfulla menn. Allt kom þó fyrir ekki og grunnskól- inn varð að veruleika. Kaldhæðni örlaganna Mikið vatn er til sjávar mnnið síð- an þessir atburðir gerðust. Þessi sami Sverrir er orðinn að mennta- málaráðherra, sálfræðingar em nú á hverju strái í skólastarfinu og ungir menn að norðan hafa lært gmnn- skólalögin utan að og fengið fræðslustjóraembætti að launum. Einn þeirra heitir Sturla Kristjáns- son. Þetta sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfir hann. Kald- hæðni örlaganna er sú að nú situr Sverrir uppi með sálfræðingana og fræðslustjórana í krafti grunnskóla- laganna, sem hann var á móti, og Sturla Kristjánsson má nú gjalda ástfósturs síns við lögin sem hann tók of bókstaflega. Rimman stendur um blessaða sálfræðingana sem Ey- steinn varaði við í árdaga. Og hún er sprottin af þeim vanda fræðslu- stjórans að þjóna tveim herrum. Þetta var ég búinn að segja þeim! Höfuðið á Sturlu er fokið og tví- sýnt um höfuðið á Sverri. En af því mér þykir vænt um vin minn Sverri hef ég ekki döngun í mér að taka þátt í þeim kór sem nú er á háa céinu að skamma hann fyrir valdníðslu. Hitt verður samt að viðurkenna að Sverrir ber þess merki að hann er alinn upp fyrir vestan, þaðan sem Þorgeir Hávarsson kom og fleiri vík- ingar sem lögðu meira upp úr því að höggva menn með stæl heldur en hinu hverjir urðu fyrir höggunum. Skaðar þá ekki að geta þess að Þor- geir missti sjálfur höfuðið með stæl af því hann lá svo vel við höggi Eilert B. Schram meðan hann svaf. Vonandi hendir það ekki Sverri að sofna á verðinum! Smokkaball En það er fleira sem grunnskóla- lögin hafa leitt af sér. Það mátti lesa í blöðum nú í vikunni að skóla- krakkar í Breiðholtinu hefðu efht til smokkadansleiks í Hollywood þar sem hver ballgestur fékk afhentan smokk við innganginn. Ég verð að viðurkenna hreinskilnislega að ég rak upp stór augu við að lesa þessa frétt. Mér þykir skörin vera að fær- ast upp í bekkinn þegar unglingamir eru famir að skipuleggja kvnlífið í anddyrinu áður en ballið hefst. Það rifjaðist upp fyrir mér skemmtanalífið á minum sokka- bandsárum þegar kynmökin ein- skorðuðust við kelerí í aftursætun- um og fólk var komið hálfa leið inn i hjónabandið ef það svaf saman. Táningarnir þurftu lungann úr kvöldinu til að hafa hugrekki i að bjóða upp og þeir jxittu mestu garp- amir sem náðu vangadansi í loka- syrpunni. Lengra komst maður sjaldan og þó var engin eyðni á ferð- inni í þá daga sem aftraði fólki frá því að gera hitt. Ætli það hafi ekki heldur verið feimnin og siðsemin sem réð þar mestu um. Þó vom smokk- amir komnir til sögunnar og fengust f Bankastrætinu þegar enginn sá til. Það þótti hins vegar bera vott um ofurmannlegt sjálfsálit að efha til slíkra viðskipta fyrirfram. Það sjálfe- traust var ekki í minni deild. 1 gamla daga þurfti enginn að ótt- ast smit og dauða þótt ókunnir rekkjunautar styttu sér stundir með eða án getnaðarvama. í mesta lagi spurði maður dömuna um heimilis- fang og dró sig í hlé ef hún átti heima í Hafharfirði - ekki af því að hafn- firskar stúlkur væm hættulegar heilsunni heldur af hinu að það var svo fjandi dýrt að taka þangað leigu- bíl upp á von og óvon. Nei, menn þurftu ekki að óttast eyðnina þegar bmgðið var á leik en stundum kom það fyrir að verseraðir jafnaldrar manns réðu sig í siglingar og sátu uppi með flatlús eflir sumar- ið og svo vom aðrir svo lánlausir að foreldramir komu heim á óheppi- legasta tíma sem jafhan skapaði usla og ótta hjá unglingum á óleyfilegum aldri. Ég man eftir einum vini mínum sem þurfti að flýja inn í fataskáp og mátti dúsa þar fram á morgun, berstrípaður, til að sleppa úr þeim lífsháska að standa augliti til auglit- is við húsráðendur. Sú líferevnsla var mikil skelfing í þá daga en er auðvitað hreint smáræði miðað við þær afleiðingar sem það hefur í fór með sér að sofa smokklaus hjá ókunnugum nú til dags. Til bjargar vorri þjóð Allt er þetta tilstand með smokk- ana sprottið af eyðninni. Manni skilst á borgarlækni að eyðnin sé svo alvarleg að ekki dugi minna en láta alþingiskosningamir í vor snúast um þessa bráðapest og vamir gegn henni. Hver skyldi vera á móti hverj- um i þeim kosningaslag? Hvergi hef ég séð það í stefhuskránum hjá flokkunum að þeir séu fylgjandi eyðni - né heldur á móti eyðni. Kannski á maður von á sérfram- boði, þeirra sem berjast fyrir smokknum! Annað eins hefur mönn- um dottið í hug eftir að Bandalagið býður fram þrátt fyrir andlátið í vet- ur - eða Flokkur mannsins eða Öryrkjabandalagið sem eiga það sameiginlegt að vera útundan í sam- félaginu. Já, mér þótti tiltæki krakkanna í Breiðholtinu vafasamt í meira lagi og skildi ekki almennilega hvort þetta væri brandari, siðleysi eða hjálp í viðlögum. En þá gerist það að fulltrúi landlæknis hringir í mig og biður mig um að taka þátt í bar- áttunni fyrir smokknum. Ég var sem sé beðinn um að láta mynda mig á plakat, með smokk í hendi, og lýsa því yfir frammi fyrir alþjóð að smokkurinn væri alls ekkert feimn- ismál - til bjargar vorri þjóð! Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Þetta sem helst nú varast vann. varð þó að koma yfir hann. Ég fór að velta því fyrir mér, þar sem ég stóð með símtólið í hendinni, hvort þeir hjá landlækni héldu mig svona lauslátan, hvort það gæti ve- rið að ég væri útnefhdur í áhættu- hópnum eða gat það kannski verið að smokkurinn passaði betur á mig en aðra? Ég fór að reyna að nfja það upp hvort einhvers staðar hefði komist upp um mig. Ekki fór ég á ballið í Hollywood og ekki hafði ég fundið til þess að vera dauðvona nýlega. Feimið skírlífi Nema hvað, ekki gat ég neitað blessuðum landlækninum um þessa bón, enda er það hárrétt sem hann segir að smokkurinn er ekki feimnis- mál á viðsjárverðum tímum og nú þurfa allir góðir menn að leggja sitt lóð á vogarskálamar. Evðnin er búin að gera nógu mikið vont af sér. Framhjáhald hefur að mestu lagst niður og marrni er sagt að kyn- lífið sé á hröðu undanhaldi, nema viðkomandi geti lagt fram vottorð um heilbrigði sitt bæði á undan og eftir: Þetta er auðvitað grafalvarlegt ástand og miklu verra heldur en íra- fárið í Sverri og píslarvætti Sturlu. Islendingar geta slegist og drepið mann og annan með uppsagnarbréf- um landshomanna á milli en það yrði verri sagan ef eyðnin drægi þjóðina til skírlífis af þvi hún er óf feimin til að nota smokk. Af þessu sjáið þið, góðir lesendur, að það er ekki ráð nema í tíma sé tekið hjá krökkunum í Breiðholtinu. Ég sé eiginlega mest eftir því að hafa ekki lagt til að viðbótarákvæði kæmi inn í grunnskólalögin þar sem nemendum væri gert skylt að hafa með sér smokka í skólann til að verj- ast smiti. Hvað skyldu þeir Hannibal og Eysteinn hafa sagt við því? Það er að minnsta kosti víst að smokk- amir eru praktískari 'nú til dags heldur en sálfræðingamir og þar að auki getur enginn verið þekktur fyr- ir að hafa á móti sérkennslu um notkim þeirra - ekki einu sinni Sverrir. Óg þannig hefði mátt afetýra þeirri hatrömmu rimmu sem nú geis- ar um veslings fræðslustjórann sem þurfti að taka pokann sinn vegna of mikillar sérkennslu um önnur og alls óskyld mál! Ellert B Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.