Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Page 16
16
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987.
Sælkerasíðan
Fjallalambið er sérlega gott með rauðvíni.
Rauðvínslamb
Nú er ekkert lambakjöt á boð-
stólum nema það sem búið er að
liggja í frystigeymslum síðan frá
sláturtíð. Kjötið er því líklegast
farið að þorna. Eins og flestir vita
er íslenskt lambakjöt ekki látið
hanga áður en það er sett í frysti
- því miður. Neytandinn verður því
að hafa töluvert fyrir lambakjötinu
áður en það er komið á matborðið.
En þrátt fyrir allt er lambakjötið
okkar úrvalsvara sé það meðhöndl-
að rétt. Fyrsta reglan er auðvitað
sú að láta kjötið þiðna í ísskápnum.
Svo má krydda það á ótal vegu.
Þær kryddtegundir sem passa vel
með lambakjöti eru t.d. timjan og
rósmarin, þá má ekki gleyma hvít-
lauknum og rauðvíninu.
Það er kannski hæpið að tala um
rauðvín sem krydd en vínið gefur
lambakjötinu sérlega gott bragð.
Rauðvín er ekki dýrt krydd. Tékk-
neska rauðvínið Klástorné kostar
250 kr. flaskan en þetta er ágætt
matarvín. Prófið t.d. að láta lamba-
steik eða kótelettur liggja í rauð-
víni yfir nótt. Eða þá blandið
saman matarolíu, rauðvíni, timjan,
muldu lárviðarlaufi og gróft hökk-
uðum hvítlauk. Penslið lambalærið
vel með þessum legi.
UMSJÓISI:
SIGMAR B.
HAUKSSON
Setjið í plastpoka og geymið það í
neðstu hillunni í ísskápnum í þrjá
sólarhringa. Útkoman er ljómandi.
Þá er góð rauðvínssósa alltaf góð
með lambakjötinu. Hér kemur upp-
skrift að franskri rauðvínssósu sem
auðvitað heitir Sauce Bourguign-
onne og það sem þarf er:
2 stk. chalottulaukar
7 1/2 dl rauðvín
1 tsk. timjan
1/4 láryiðarlauf
góður steinseljukvistur
50 g sveppir
3 1/2 msk. smjör
2 1/2 msk. hveiti
pipar og salt
Afhýðið laukinn og skerið í skíf-
ur. Rauðvínið er sett í pott. Þegar
suðan kemur upp er laukurinn,
timjan, lárviðarlauf, steinseljan og
helmingurinn af sveppunum (sem
áður hafa verið þvegnir og skornir
í sneiðar) sett í pottinn með rauð-
vininu. Rauðvínið er nú látið sjóða
þar til helmingurinn af því hefur
gufað upp. Á meðan er smjörið og
hveitið hnoðað vel saman. Þegar
helmingurinn af rauðvíninu hefur
gufað upp er það síað yfir í annan
pott. Smjör og hveitiblandan er nú
hrærð saman við rauðvínið. Það
sem eftir er af sveppunum er nú
grófhakkað og blandað saman við
sósuna. Hún er svo bragðbætt með
salti og pipar eftir smekk. Ágætt
er svo að bragðbæta sósuna með
gráðosti. Svo þarf ekki að taka það
fram að glas af rauðvíni er unaðs-
lega gott með góðu lambakjöti.
Skál!
Síld
og snaps
S
1
Lúxemborg
Þeir Islendingar, sem um Lúxem-
borg fara, heimsækja líklegast vel
flestir The Cockpit-Inn. Hægt er að
fá danskt smurbrauð og ýmsa aðra
rétti eins og graflax og síld. Þá eru
á boðstólum Ijómandi kjötréttir eins
og piparsteik og ekta Prime Rip.
Síldin hjá þeim á Cockpit-Inn er
alveg sérlega ljúffeng. Islenskir síld-
arframleiðendur ættu að fá upp-
skriftina. Nú - með síldinni og
smurbrauðinu drekka menn svo auð-
vitað snaps, hvítvín eða Black
Death, svartadauða, en þetta ágæta
brennivín framleiðir Valgeir sjálfur
sem kunnugt er.
Cockpit-Inn er mjög vinsæll staður
og heimsækja fjölmargir útlendingar
sem starfa í Lúxemborg staðinn. I
Lúxemborg eru ýmsar alþjóðastofn-
anir sem kunnugt er. Væri nú ekki
tilvalið fyrir íslensk útflutningsfyrir-
tæki að hefja samvinnu við Valgeir
og nýta hina miklu þekkingu hans.
Varla er hægt að hugsa sér heppi-
legri stað en Cockpit-Inn og
Lúxemborg til að kynna íslensk mat-
væli.
Valgeir, veitingamaður i Lúxemborg og deildarstjóri „Black Deatti", pakkar
hér svartadauoanum i likkistur.
Baunir og linsur er hægt að fá í náttúruvöruverslunum. I Heilsuhúsinu
á Skólavörðustíg er gott úrval af baunum.
Hoppin John
Á síðustu sælkerasíðu var fjall-
að nokkuð um baunir. Nokkrir
aðilar hafa haft samband við Sæl-
kerasíðuna vegna þessa greinar-
korns. Meðal annars var beðið um
uppskrift að baunarétti frá Suður-
ríkjum Bandaríkjana sem nefnist
Hoppin John. Þessi réttur ku víst
vera allvinsæll í Suðurríkjunum.
Uppskriftin fannst að lokum eftir
nokkra leit í bókinni „Bean Feast“
eftir Valerie Turvey.
I þessa uppskrift eru notaðar
svartangabaunir. Þær fást helst í
náttúrulækningaverslunum, t.d.
Heilsuhúsinu á Skólavörðustíg. I
réttinn þarf sem sagt:
225 g svartangabaunir sem legið
hafa í bleyti í sólarhring
225 g hrísgrjón
1 tsk. salt
1 stk. hakkaðan lauk
4 stk. hakkaða niðursoðna tóm-
ata
Vi tsk. spænskan pipar (cay-
ennepipar)
nokkur korn svartur pipar.
Baunirnar eru soðnar í 40 mínútur
í saltvatni. Þá eru hrísgrjónin sett
í baunapottinn og allt látið sjóða
við vægan hita. Laukurinn er svo
steiktur í olíu á pönnu þar til hann
er orðinn mjúkur. Þá er tómötun-
um, saltinu, spænska piparnum og
þeim svarta blandað saman við
laukinn á pönnunni. Innihaldi
pönnunnar er svo hrært varlega
saman við baunirnar og hrísgrjón-
in í pottinum. Rétturinn er svo
látinn sjóða við vægan hita í 15
mínútur eða þar til allur vökvi er
horfmn úr pottinum.
Suðuríkjamenn snæða þennan rétt
yfirleitt með pylsum eða svínakjöti
en það má svo sannarlega borða
réttinn einan sér. Þá er gott að strá
yfir hann hráum laukhringjum og
steinselju. Gangi ykkur vel.
Jón Gústafsson um sjónvarpið • Nýja hótelið hjá Laufdal •
Samúel á Bahamaeyjum • Raddirnar á Rás 2 • Nýju útvarps- og
sjónvarpsstöðvarnar • Nýju ári fagnað um allan bæ •
Reynsluakstur um Bretland á Peugeot 206 GTI • Nýja Þórskaffi •
Upplýsinganet framtíðarinnar
TA BLAÐSOLUSTOÐUM
l