Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Síða 3
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987. 3 Fréttir Smokkaball nemenda Fjölbrautaskólans í Breiöholti virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Myndin sýnir ungar stúlkur í skólanum með aðgöngumiða og smokka. DV-mynd S Afleiðingar smokkaballsins í Breiðholti: Nemendum bönn- uð afhot af hátíðarsal skólans Guðmundur Sveinsson, skólameist- ari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, hélt fund á föstudaginn með formanni nemendafélagsins, formanni menning- armálanefndar, skemmtinefhd og einum nemanda úr nemendaráði þar sem hann bannaði afnot nemendafé- lagsins af hátíðarsal skólans, hótaði að fella niður sæludaga í skólanum og að reka skemmtinefnd úr starfi sínu. Aðgerðir skólameistarans koma í kjölfar þess að á dansleik i skólanum í síðustu viku fylgdu smokkar með ballmiðum. „Honum hlýtur að hafa brugðið svona við þetta,“ sagði Sigþór Sigurðs- son, formaður nemendafélagsins, aðspurður um álit hans á viðbrögðum skólameistarans. „Hann óttaðist af- leiðingamar og sagðist ekki vilja að skólinn yrði stimplaður smokkaskóli. Auk þess var hann hræddur um að þetta mundi fæla nýja nemendur frá næsta haust,“ bætti Sigþór við. Afleiðingar aðgerða skólameistar- ans koma í ljós strax í dag en búið var að skipuleggja fræðslufúnd um eyðni í hátíðarsal skólans en vegna banns skólameistarans verður fundur- inn í Undirheimum, sem tekur aðeins um 150 manns en hátíðarsalurinn tek- ur um 350 manns. Sigþór sagði að ljóst væri að nem- endur mundu grípa til róttækra mótaðgerða ef skólameistari ætlaði að setja höft á félagslíf þeirra. „Við höfúm aðeins fengið jákvæð viðbrögð við smokkadreifingunni og höfum hugsað okkur að halda áfram á sömu braut. Við lítum á smokka- dreifinguna sem okkar framlag til að vekja athygli á þessum skelfilega sjúk- dómi,“ sagði Sigþór. Á þriðjudag verður annar fundur forkólfa nemendafélagsins með skóla- meistaranum en þangað til ætla nemendur að bíða átekta. DV hafði samband við skólameistara í gær en hann sagðist ekkert hafa um þetta mál að segja. -SJ Lottó: Sex fengu rúm- lega 400 þúsund Það urðu sex einstaklingar 412.901 tölur réttar gáfu nú 198 krónur og fá krónu ríkari þegar dregið var í lottó- 8701 þá upphæð. inu sl. laugardag en þeir voru með Tölumar, sem komu upp sl. laugar- allar tölumar réttar. Önnur verðlaun, dag, vom 1, 4, 17, 24 og 32. fyrir fjóra rétta, skiptust milli 320 að- -SJ ila og fær hver 2.316 krónur. Þijár * - • v ■ m ■: • • •- . > GII1Sdlt<rGTI5 AUKIN SNERPA, BETRIAFKOST Ef þú sefur illa og ert úrillur ó morgnana, lœtur umferðina fara í taugarnar ú þér, ótt ertitt með að einbeita þér að verkefnum dagsins, skaltu líta við í Heilsuhúsinu. Við leiðum þig í allon sannleikann um cmsoíKiGns ðh eilsuhúsið Skólavörðustíg 1 Sími: 22966 101 Reykjavík. Wagoneer riAMCiJeep. Cherokee EGILL VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símár 77200 - 77202 Söluumboð Akureyri: Þórshamar hf. - sími 22700 ÞVI AÐ VELJA ANNAÐ EN ÞAÐ BESTA! Ný, öflug, spameytin, 6 cyl. vél, 50% aukning á vélarafli. Þróaðasta fjórhjóladrifið, Selec Trac. Fullkomin 4 gíra sjálfskipting með sérstökum sparnaðarrofa sem eyk- ur afl og sparar bensín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.