Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Síða 7
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987.
7
DV
Ekkja
Palmes
veitir
viðtöku
friðarverð-
launum
Lisbeth Palme, ekkja hins myrta
forsætisráðherra Svíþjóðar, Oloís
Palme, mun á ferðalögum sínum
til Indlands og Tanzaníu núna í
vikunni veita viðtöku alþjóðlegum
friðarverðlaunum fyrir hönd
mannsins síns sáluga.
í Nýju Delhí mun hún á morgun
taka. við Nehrú-verðlaununum úr
hendi Rajiv Gandhi forsætisráð-
herra. í Tanzaníu mun hún 2.
febrúar veita viðtöku Kilimanj-
aro-kyndlinum úr hendi Nyerere,
fyrrum forseta Tanzaníu, en hann
var náinn vinur Palmes.
Ringulreið
í síma-
þjónustu
Það er hlaupin snurða á þráðinn
hjá Bretum og ringulreið í síma-
og fjarskiptakerfinu vegna verk-
falls símvirkja sem hófst á
miðnætti í nótt. Verður ekki gert
við neinar bilanir sem upp kunna
að koma á meðan verkfallið stend-
ur og örlar ekki á neinum samn-
ingum í bili.
Það er ekki óalgengt að í London
verði allt að 25 þúsund bilanir í
símakerfinu á einum degi svo að
eftir vikuverkfall gæti verið komin
snurða á 250 þúsund línur.
Vilja ekki
aka með
sneypuna
Lögreglan í Eistlandi býður
þeim, sem gerst hafa sekir um ölv-
vrn við akstur, upp á tvo kosti.
Annar er að missa ökuréttindin
og hinn er að aka bifreiðum sínum
eitthvert ákveðið tímabil sérstak-
lega merktum með sneypunúmera-
spjöldum. Hið síðara auðkennir þá
öðrum til vamaðar um að þar sé
á ferð ökumaður sem hættulegur
sé sjálfúm sér og öðrum í umferð-
inni.
Útlönd
Selurinn Stanley kemur upp á yfirborðið til þess að ná í súrefnisgeymi. Stan-
ley hefur verið þjálfaður til björgunarstarfa ásamt tveimur öðrum selum.
Simamynd Reuter
Björgunarselir
Sjávarlífsstofhun í Bandaríkjun-
um hefúr kennt þremur selum að finna
og sækja byssur, verkfæri og aðra
hluti. Nú er verið að æfa selina í að
finna fólk sem hefur drukknað og að
afhenda köfúrum súrefnisgeyma.
Að því er vitað er er þetta í fyrsta
skipti sem selir eru notaðir til slíkra
hluta. Kennaramir er stoltir yfir ár-
angrinum og segja að þegar selur er
sendur eftir byssu komi hann ekki með
hníf eða hjólbarða heldur byssu.
Selimir geta farið með súrefnis-
geyma til kafara sem lent hafa í
sjálfheldu og segja kennamir að eftir
tuttugu og fimm ár verði jafnvel hægt
að nota seli sem lífverði.
Thatcher spáð
stórsigri næst
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, er spáð stórsigri í
næstu þingkosningum samkvæmt nið-
urstöðu nýjustu skoðanakönnunar.
Samkvæmt fylgiskönnun Harris-
stofnunarinnar meðal 1093 Breta víðs
vegar um land mundu 44% kjósenda
greiða Thatcher og íhaldsflokknum
atkvæði, 36% mundu styðja Verka-
mannaflokkinn og aðeins 18%
Bandalag frjálslyndra og jafnaðar-
manna.
Er þetta mesta forskotið, sem Thatc-
her hefúr notið í fylgiskönnunum að.
undanfömu, en margir ætla að hún
hafi í huga að boða til kosninga á
þessu ári.
ALLT I EINNI FERÐ
Hallarmúla 2 Sími 83211
Eg vel menn,
ekki málefni
Ég undimtaður Drabert stóll, sérhannaður íyrir
notkun við tölvur og tœknibúnað, lýsi hér með yfir
íullum stuðningi við hvern þann sem í mig sest. Ég
leyíi að birt sé mynd aí mér með þessari yíirlýsingu.
Ergó data er sannanlega besti skrifstofustóllinn á markaðnum. Þetta er
sérhannaður tölvustóll sem veitir mjög góðan stuðning við hryggsúlu og
mjóhrygg. Hann dregur úr streitu í öxlum og kemur í veg fyrir að þú sitjir
hokinn. Ergo data er með hœðarstillingu og bakstillingu sem er stillt saman
við setuna.
Metbíllinn er til afgreiðslu með
stuttum fyrirvara.
Hagstæðir greiðsluskilmálar.
Lada Samara 4 gíra: 247.000,-
Lada Samara 5 gíra: 265.000,-