Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987.
13
Neytendur
Hægtaðfakók
og prins sent
heim í stofu
Heimsendingarþjónusta tekur
Nýstárleg þjónusta hefur hafið
starfsemi sína í höfuðborginni og ná-
grenni. Það er heimsendingarþjónusta
á ýmsum neysluvörum sem hægt er
að kaupa hjá þjónustunni í gegnum
síma. Ef keypt er fyrir 250 kr. fær við-
komandi pöntunina heimsenda fyrir
70 kr. aukalega. Það er Baldur Bald-
ursson sem rekur þetta nýja fyrirtæki.
Heimsendingarþjónustan starfar á
Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Kók og prins
Nú er ekkert lengur til fyrirstöðu
ef þú situr fyrir framan sjónvarpiðeða
videoið þitt og langar í kók og prins
póló og nennir ekki út í sjoppu eða
ef búið er að loka þar. Þú getur hringt
til starfa á höfuðborgarsvæðinu
í heimsendingarþjónustuna og fengið
þetta heimsent. Virka daga er opið frá
kl. 10 á morgnana til kl. 2 eftir mið-
nætti. Um helgar er opnað kl. 10 fyrir
hádegi og opið til 5 næsta morgun!
Baldur er með sex vöruflokka, sæl-
gæti, snarlvörur og ídýfur, samlokur
og pizzur, gosdrykki, aðeins í plast-
flöskum og dósum, kex og ýmiss konar
morgunverðarmat, pylsur og niður-
suðuvörur, pakkasúpur ýmiss konar,
ís og G-vörur, hreinlætisvörur, þai-
með taldar bleiur og dömubindi, tóbak
og verjur.
Verið er að dreifa pöntunarlista með
leiðbeiningum og símanúmeri heim-
sendingarþjónustunnar sem er 74477.
-A.BJ.
DV-mynd GVA
Baldur Baldursson sýnir okkur vörulista nýja fyrirtækisins.
50% hækkun
á bjúgum?
Til okkar hringdi neytandi og
benti á að mikil hækkun hefði
átt sér stað á kindabjúgum í Hó-
lagarði. Bjúgun hefðu kostað kr.
198 nú um áramót en kostuðu nú
kr. 298, eða 100 krónum meira.
Við höfðum samband við Hóla-
garð og fengum staðfestingu á því
að þetta myndi rétt vera. Ástæða
þessarar hækkunar er sú að
kindabjúgu hafa um alllangt
skeið verið á tilboðsverði í Hóla-
garði. Var tilboð þetta vegna þess
að verslunin tók að vinna gamalt
hráefni í bjúgu. Nú er það er á
þrotum eru bjúgun unnin úr nýju
hráefni sem er mun dýrara.
Við höfðum samband við aðrar
verslanir og kosta bjúgu almennt
um 300 krónur kílóið. -PLP
ÚTSALA
Teg. 005,
nr. 36-40.
Áður kr. 3.870,-
Nú kr. 2.395
Teg. 142,
nr. 41-45.
Áður kr. 2.995,-
Nú kr. 1.995
Teg. kuldastigvéi,
nr. 30-41.
Áður kr. 980,-
Nú kr. 495,-
Teg. 902,
nr. 43-45.
Áður kr. 3.975,-
Nú kr. 2.395
Skóverslun Þórðar Péturssonar
Laugavegi 95, sími 13570 ogKirkjustræti 8, sími 14181