Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 26. JANUAR 1987. 15 Kvenkostir „Engan skyldi undra að sótt skuli að Kvennalistanum í upphafi kosningabaráttu. Og svo sem vænta mátti þurfti ekki endilega að búast við málefnalegri umræðu um stefnu listans i þjóðmálum." Kvennalistinn hefiir markað sér sérstöðu í íslenskum stjómmálum. Skýrari sérstöðu en þekkst hefur í stöðnuðum og oft steingeldum stjómmálum fyrri ára þar sem blæ- brigði em í besta falli tvö skref til hægri og tvö skref til vinstri, en enda auðvitað alltaf með klappi- klappiklappi fyrir þeim sem em „vinir“ þá stundina. Reynsla eða tengsl Kvennalistinn hefur á (jórum árum náð fótfestu og þess vegna em konur allt í einu orðnar ógnum við þauisætna atvirmustjómmálamenn sem vilja fyrir alla muni sitja og sitja í krafti reynslu sinnar á þingi. Með hverju ári verða þeir reyndari í þing- mennsku og á endanum kunna þeir auðvitað ekkert til annarra verka, hafa slitnað úr tengslum við sam- félagið. Málglaðir ungir menn em teknir í þjálfun líkt og íþróttamenn stórveldanna og flokkamir dunda sér glaðir við að bæta árangur þeirra á áróðurssviðinu en hirða minna um að sleppa þeim út í samfélagið. Enda gætu þeir hirt þar upp einhveijar sjálfsúeðar hugmyndir og haggað því notalega ja&vægi sem. allir kappkosta að halda. Hvaða möguleika á venjulegt fólk á að komast að þessum kjömu fúll- trúum sínum? Sífellt minni. Stjóm- málamenn em einangraðir og það veit almenningur og er ósáttur við. Hann sættir sig ekki við að lög, og þar með örlög, séu ráðin af fólki sem þekkir ekki lífið sem lifað er í landinu. Hann sættir sig ekki enda- laust við gleiðgosana. Og sumir taka víst heilshugar imdir með mætum útvarpsmanni sem sagði að ekki vantaði húmorista á þing heldur menn sem tækju stjómmál alvar- lega. Klaufaleg aðför Kvennalistinn er orðinn ógnun við þá sem héldu að þeir fengju enda- laust að semja leikreglumar og túlka þær. Kvennalistinn býður trú- mennsku við stefiiu sína og hrein- skilni við kjósendur. Engan skyldi undra að sótt skuli að Kvennahstan- um í upphafi kosningabaráttu. Og svo sem vænta mátti þurfti ekki endilega að búast við málefiialegi umræðu um stefnu listans f þjóðmál- um. Fyrsta hrinan, sem á listanum skellur nú, hefur verið ósköp klaufa- leg. í heilagri hneykslan er reynt að gera valddreifingarstefhu að lög- broti. Og litið alvarlegum augum, mikil ósköp, þótt ekki sé hægt ,að neita því að frómustu löglærða menn greinir á um hvort yfírleitt sé um nokkurt (fyrirhugað) brot að ræða. Almenningur kærir sig kollóttan og fagnar stefhu Kvennalistans - man kannski merrn sem sitja eftir að flokkurinn þeirra er horfinn eða aðra sem fara af þingi einungis vegna þess að betur býðst annars staðar. Hláleg umræða frammi fyrir þjóð sem á undanfomum árum hefur orðið vitni að alvarlegri siðblindu ráðamanna í fjármálum, stjómar- farsmálum og fleiri málum er varða Alþingi og þar með þjóðina. Hversdagsamstrið strax á þing En hvers vegna þetta ofurkapp á að halda tengslum við daglegt líf þjóðarinnar? Hvaða erindi á hvers- dagsamstur eiginlega á þing? KjaUaiiim Anna Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðingur Heilmikið. En kannski er von að spurt sé, svo margir em búnir að gleyma því. Konur þekkja manna best hvar biýnast er að bera niður nú þegar. Þær fylla ekki hátekjuhópana sem nú em í óða önn að njóta góðæris- ins. Ekki með eigin launatekjum. Þær fylla þvert á móti lágtekjuhóp- ana og það vita þær. Umræða kvenna, ekki síst Kvennalista- kvenna, hefur vakið rækilega athygli á kjörum kvenna. Ekki ein- ungis lágum tekjum þeirra heldur einnig starfsaðstæðum, lágmarks- réttindum, svo sem bættu fæðingar- orlofi, jafhrétti til náms og þar með mannsæmandi námslána. Við höfum kynnst aðferð karl- anna í miðju góðærinu er hagur margra fjölskyldna hræðilegur, fjölskyldna sem þurfa að lifa á lágmarkslaunum, fyrirvinnan oft ein, móðir með böm. Fjölskyldna sem horfa á eftir hús- næði, sjálfsvirðingu, jafhvel lífi sínu, vegna þess að skuldimar hækka og hækka en kaupið tæpast neitt. Ör- birgð og örvænting em sannarlega til hér á landi en karlaveldið á Al- þingi kannast varla við það. Verk- efhalistinn er langur, mörgu hefur nú þegar verið hreyft en sóknin er rétt að hefjast. Og okkur veitir ekki af að virkja konur til að vinna alla þá óunnu sigra, konur sem sjálfar marka stefnuna. Við höfum þegar kynnst aðferð karlanna. Hún hefur ekki dugað. Skyldi það vera tilvilj- un? Hvers vegna Kvennalistakon- ur? Því miður hefur viljað brenna við að konum sé stillt upp á listum karlaframboðanna eins og sýnis- homum af tegundinni, kynningar- eintaki, fremur en að þeim sé ætlað að hafa nokkur áhrif og þaðan af síður að móta stefhu. Um þær konur sem telja að engu skipti hvort þær em konur eða karl- ar þarf ekki að fjölyrða. Ef þær þekkja ekki muninn á aðstöðu kvenna og karla í samfélaginu munu þær seint geta bætt aðstöðu kyn- systra sinna. Umræðan um kjör íslenskra kvenna er lifandi á öllu landinu. Við megum ekki láta hana sofna í þing- inu. Anna Ólafsdóttir Björnsson. „Og okkur veitir ekki af að virkja konur til að vinna alla þá óunnu sigra, konur sem sjálfar marka stefnuna. Við höfum þegar kynnst aðferð karlanna. Hún hefur ekki dugað.“ I takt við timann „Skrýtilegra og skrýtilegra," var Lísa litla í Undralandi alltaf að hrópa á hverri blaðsíðu. Það var nú þá, og það er nú langt síðan, og svo skeði það allt í bók, og engum datt í hug að það gæti komið fyrir í daglega lífinu. Það var nefnilega ekki fyrr en miklu seinna að Alþingi Islendinga komst al- mennilega í kippinn, og éf Lísa litla væri uppi í dag er eins víst að hún héldi að Alþingi væri framhald af bókinni. Trufluð útsending Við urðum vitni að því í sjón- varpinu sl. þriðjudagskvöld að menntamálaráðherrann minn má ekki reka menn í friði fyrir illa upp- öldum dreifbýlisþingmönnum og frekum kvennalistakonum og alls konar hyski bæði fyrir norðan og sunnan. Og þjóðin sat fyrir framan sjón- varpstækin sín á svipinn eins og Lísa litla og veltist um af kæti. Semsé: Þau rifust öll þama í dynj- andi galsa alveg eins og á laugar- Kjallaiiim Konráð Pétursson verkamaður dagskvöldi og enginn nennti að stilla til friðar. Að vísu reyndi forsætisráð- herrann minn að bera klæði á vopnin en nennti svo allt í einu ekki að skipta sér meira af þessu og sett- ist. Þar sat formaðurinn minn í verka- lýðsfélaginu út við vegg og glotti. Ekki datt honum í hug að stilla til fiiðar, enda þekktur fyrir annað en dugnað og auk þess þreyttur eftir síðustu samninga. Ég dáðist mikið að klöguskjóðunni minni sem sat þegjandi allan tímann og bærði ekki á sér, aldrei þessu vant, hvað þá að hann blakaði við nokkrum manni. Þó var það nú ekki svo gott að maður fengi að skemmta sér við þetta í friði. Það voru nefnilega allt- af að koma ljót andlit á skerminn sem skyggðu á skemmtiatriðin. Það voru mest landsbyggðarþing- menn, en það komu líka þéttbýlis- þingmenn á skjáinn og létu gamminn geisa. Og aumingja fólkið, sem sat heima í stofu, skildi ekki neitt- í því af hverju mennimir voru alltaf að æða fyrir myndavélamar og trufla út- sendinguna. Og á meðan hélt hyskið áfram að skamma menntamálaráðherrann minn, en Útvegsbankamálið og tötralegu óafgreiddu fjárlögin, al- næmishættan, kennarauppreisnin á Norðurlandi, skattalögin, reiðhöllin, heimildarákvæðin og graðhestahú- sið fyrir innan Elliðaár liðu eins og skuggamyndir á tjaldi fyrir utan gluggann, en í fjarska sáust okrar- amir sitja með sigurbros á vör inni í bankahöllum sínum. Of lítið aðhald Hvemig skyldi nú standa á því að það er áhyggjusvipur á mörgum eftir svona ágæta skemmtun? Jú, það á nefhilega að fara að kjósa þetta hyski á þing aftur eftir 3 mán- uði. Það er óhugnanleg tilhugsun . Það væri ekki lítil kjarabót fyrir launafólk á íslandi ef það bæri gæfu til að losna við af þingi alla þá sem sáust á sjónvarpsskerminum sl. þriðjudagskvöld og nokkra í viðbót. Lífskjör okkar hljóta að standa okk- ur nær hjarta en svo að við viljum fóma þeim fyrir ánægjuna af því að sjá þessa framagosa verða sér til skammar í sjónvarpinu. Því miður er alltof lítið um það að kjósendur sýni þingmönnum sin- um og ráðherrum aðhald. Því fer sem fer, þeim hættir of mörgum til að hugsa og hegða sér í Loðvíks 16. stíl. Ástæðan fyrir því að ráðherrar og þingmenn leyfa sér að hugsa svona og hegða sér er sú að þeir treysta því að kjósendur kjósi eins og þeir kusu síðast en ekki eftir mönnum og málefhum, aðstæðum og útliti hveiju sinni. Það er nú sannarlega kominn tími til að kjósendur fari að fylgjast gaumgæfilega með frambjóðendum og málflutningi þeirra og hafi það ofarlega í huga að lískjör þeirra næstu 4 árin eða meira geta að mörgu leyti ráðist af því að hæfir menn og konur veljist til þing- mennsku. Konráð Pétursson „Við urðum vitni að þvi i sjónvarpinu sl. þriðjudagskvöld að menntamála- ráðherrann minn má ekki reka menn i friði fyrir illa uppöldum dreifbýlis- þingmönnum og frekum kvennalistakonum og alls konar hyski bæði fyrir norðan og sunnan.“ „Ástæðan fyrir því að ráðherrar og þing- menn leyfa sér að hugsa svona og hegða sér er sú að þeir treysta því að kjósendur kjósi eins og þeir kusu síðast en ekki eftir mönnum, málefnum, aðstæðum og útliti hverju sinni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.