Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Qupperneq 16
16
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987.
Spumingin
Borðar þú þorramat?
Magnús Norðdal verkamaður: Já, ég
borða þónokkuð af þorramat, svona
af og til. Mér finnst hangikjötið best
en er minna fyrir súran þorramat.
Lárus Lúðvík Hilmarsson nemi: Ég
geri nú ekkert sérlega mikið af því
en maður lætur sig kannski hafa það
yfir þorrann að smakka á þessu. En
harðfiskur finnst mér langbestur og
ég borða mikið af honum.
Elín Bjarnadóttir bankastarfsmaður:
Já, og þá kannski helst yfir þorrann.
Þorramaturinn er mjög fjölbreyttur
og úr nógu að moða en ég kann best
við gamla góða hangikjötið.
Sigþrúður Sigurðardóttir tölvusetj-
ari: Já, þetta venjulega. Hangikjötið
stendur alltaf fyrir sínu en ég get
ekki sagt að ég sé eins hrifin af þess-
um súra þorramat.
Hulda Gunnarsdóttir bankastarfs-
maður: Já, ég ætla mér að bragða á
einhveiju. Hangikjötið er alltaf best
en ég er ekki eins mikið fyrir þetta
súra.
Guðlaug Jónsdóttir, vinnur hjá Pósti
og síma: Já, svo sannarlega, enda er
þorramaturinn algjört lostæti. Fjöl-
breytnin er einnig mjög mikil svo það
er úr nógu að velja og mér finnst
allt jafngott.
Lesendur
Óhæfur mennta-
málaráðherra
„Það er ekki nóg að vera maður athafna, það hlýtur líka að vera skilyröi
að þær séu réttar."
Ásgeir Ágeirsson skrifar:
Nú virðist um lítið annað rætt en
brottvikningu fræðslustjórans á
Norðurlandi eystra, Sturlu Kristj-
ánssonar. Ég ætla mér ekki að
setjast í dómarasætið og dæma einn
eða neinn heldur einungis segja álit
mitt á þessu.
Ég verð að segja alveg eins og er
að mér finnst mjög skrýtið þegar
fólk er að taka upp hanskann fyrir
Sverri og segja: þetta er sko maður
athafna, þetta er gott hjá honum,
það er kominn tími til að einhver
hafi kjark til að hreinsa aðeins til.
En málið er bara ekki svona einfalt,
við hljótum öll að vera sammála því
að það sé betra að vera aðgerðarlaus
og hreinlega gera ekki neitt í staðinn
fyrir að ffamkvæma „rangar athafh-
ir“ sem ég tel að Sverrir hafi gert
og því miður oftar en einu sinni.
Tökum sem dæmi lánasjóðinn, er
Sverrir rak framkvæmdastjóra lána-
sjóðsins. Kæru skattborgarar, við
þurftum að borga litla milljón vegna
þessara mistaka hæstvirts mennta-
málaráðherra. Hvað með þjóðskjala-
saihið? Það var búið að leigja
húsnæði undir það til tíu ára fyrir 2
milljónir á ári. Þá dettur Sverri
skyndilega í hug að kaupa Mjólk-
ursamsöluna undir þjóðskalasafhið
og hann hafði ekki einu sinni fengið
heimild til þessara kaupa. Þessi verk
sýna og sanna að Sturla Kristjáns-
son er ekki sá eini sem verða á
mistök, menntamálaráðherra virðist
sérfræðingur í þeim.
Mér finnst allt of mikið fjaðrafok
út af þessu en ástæðan er einfaldlega
sú að þessi aðgerð Sverris er einfald-
lega dropinn sem fyllir mælinn.
Ég hugsa því að niðurstaðan af
öllum vangaveltum sé sé sú að það
sé alltaf gott að hafa röggsaman
þingmann, mann athafna, en megin-
kjamin er náttúrúlega að athafnim-
ar séu réttar.
„Eg má til með að hrósa Steingrími Sigfússyni fyrir að hafa veitt Sverri Her-
mannssyni verðskuldaða gagnrýni á alþingi sem og hann átti skilið."
Sverrir frekur
og dónalegur
9036-^3417 skrifar:
Ég má til með að hrósa Steingrími
Sigfússyni fyrir að hafa veitt Sverri
Hermannssyni verðskuldaða gagmýni
á alþingi þann 20. þessa mánaðar sem
og hann átti skilið. Það er alveg ótrú-
legt hvað Sverrir kemst upp með mikla
frekju og dónaskap gagnvart alþingi
og almenningi. Til dæmis með því að
kalla forsætisráðherra okkar bama-
legan í máli, Sturlu Kristjánsson
yfirgangssegg, meginhluta kennara á
Norðurlandi eystra hyski og kennir
svo alþýðubandalagsmönnum um að
magna upp málið. Loks kórónar hann
málflutning sinn með því að segja: „En
við skulum spara stóm orðin þar til
rannsókn málsins er lokið.“
Mér sem námsmanneskju hrýs hug-
ur við þannig yfirmanni menntamála.
Utanbæjar-
menn hæfari ókumenn
6358-2514 skrifar:
Það er ekki nema von að Freyr Sig-
urðsson hafi verið hissa á að fá svör
við grein sinni þann 25. nóv. sl. Hann
hefur ekki átt von á því að utan-
bæjarmenn myndu svara þessari
vitleysu hans um aksturslag utan-
bæjarmanna og ekki er grein hans,
sem birtist 9. janúar sl., gáfulegri.
Af hverju er svona mikið um
árekstra í Reykjavík þegar hálka er?
Og hvers vegna er svona lítið um
árekstra og óhöpp úti á landi í hálku
eins og raun ber vitni, miðað við í
Reykjavík? Jú, einfaldlega vegna þess
að utanbæjarmenn kunna að bregðast
við hálku. En þið, Reykvíkingar, hald-
ið að aldrei komi hálka hjá ykkur og
akið því ávallt eins og á sumardegi.
Og hvað skeður þá ef hálka myndast
skyndilega? Nei, svona fréttir heyrast
ekki annars staðar frá, ekki einu sinni
frá Akureyri. Enda var ég ekki að
tala um að Akureyringar kynnu ekki
að aka almennilega. Ég átti eingöngu
við Reykvíkinga í því tilfelli. Sveita-
fólk, Akureyringar og íbúar annarra
þéttbýlisstaða en á Stór-Reykjarvíkur-
svæðinu kunna að aka skikkanlega
og eftir aðstæðum. En ekki Reykvík-
ingar og aðrir á því svæði.
Svo margan utanbæjarmanninn hef
ég séð að ég get fullyrt að þeir sjá
ekkert verr með sínum augum en
Reykvíkingar. Ef þið sjáið svona vel,
Reykvíkingar, hvers vegna akið þið
þá svona oft á kyrrstæða bíla á bíla-
stæðum og eruð þar að auki svo
ósvífnir að hverfa af vettvangi án þess
að ræða við þann er hlut á að máli.
Nægir þar að nefha þær greinar sem
sífellt birtast á lesendasíðunni um að
vitni vanti að þess konar óhöppum
vegna þess að sökudólgurinn hefur
stungið af.
Að lokum hvet ég fleiri utan Stór-
Reykjarvíkursvæðis til að svara þess-
um manni sem ekkert virðist vita í
sinn haus um akstur.
Sveitafólk, Akureyringar og íbúar annarra þéttbýlisstaða en á Stór-Reykjavíkursvæðinu kunna að aka skikkanlega og
eftir aðstæðum - en ekki Reykvíkingar og aðrir á því svæði.
HRINGIÐ
í SÍMA
27022
MILLI
KLUKKAN
13 OG 15
EÐA SKRIFŒ)
Stappað á
Borginni
Vilborg Sverrisdóttir hringdi:
Mikið er ég sammála þeim sem skrif-
ar greinina á lesendasíðunni, „Yfir-
fullt á Borginni". Þetta eru svo
sannarlega orð í tíma töluð. Maður fer
nú ekki að skrifa í blöðin nema eitt-
hvað mikið sé að. Hvað er eigandinn
eða eftirlitið með vínveitingahúsunum
eiginlega að hugsa? Gróðasjónarmiðið
virðist algjörlega ráða því það er a.m.
k. helmingi fleira en á að vera í húsinu.
Ég vil bara endurtaka þá spumingu
er kom fram i greininni, hvað myndi
gerast ef það kviknaði í húsinu?
Að lokum skora ég á yfirvöld að
gera eitthvað í málinu því eftirlit vín-
veitingahúsanna gerir augljóslega
ekkert. Hvemig væri að lögreglan
teldi út einu sinni, öllum að óvörum?