Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Síða 22
22
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987.
Auglýsing um próf fyrir
skjalþýðendur og dómtúlka.
Þeir sem öðlast vilja réttindi sem skjalþýðendur og
dómtúlkar eiga þess kost að gangast undir próf er
haldin verða í mars-apríl ef þátttaka verður nægjanleg.
Umsóknirskal senda dóms- og kirkjumálaráðuneytinu
fyrir 13. febrúar 1987 á sérstökum eyðublöðum sem
þar fást.
Við innritun í próf greiði próftaki gjald, kr. 1.775, sem
er helmingur gjalds fyrir löggildingu til að verða dóm-
túlkur og skjalþýðandi. Gjaldið er óafturkræft þótt
próftaki komi ekki til prófs eða standist það ekki.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 23. janúar 1987.
Þvottur,
tjöruþvottur
og þurrkun
390 kr,
Eiimig bjóðum við að sjálfsögðu:
• Gufuþvott á vélum
• Djúphreinsim á sætum og tepp
• Sprautun á felgum
• Við bónum aðeins með hinu
níðsterka Mjallarvaxbóni
BON- & ÞVQTTASTÖÐIN
Klöpp - Sími 20370
BÓN- & ÞVOTTASTÖÐIN
v/Umferðarmiðstöðina - Sími 13380
HÖFÐABÓN
Höfðatúni 4 - Sími 27772
RÍKISSPÍTALAR
LAUSAR STÖÐUR
Yfirlæknir óskast viö röntgendeild Landspítalans. A sérsviöi yfir-
læknis þessa er forstaða, stjórnun og þróun sérhæfðra myndgerðar-
rannsókna í hjarta- og æðakerfi. Ennfremur þátttaka í stjórnunar-
störfum deildarinnar samkvæmt erindisbréfi.
Umsækjandi skal hafa staðgóða sérfræðimenntun í almennri rönt-
gen- og myndgreiningu, en auk þess sérhæfða menntun, reynslu
og starfsþjálfun í röntgen- og öðrum myndgerðarrannsóknum á
hjarta- og æðakerfi.
Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðulæknir deildarinnar, Ás-
mundur Brekkan prófessor.
Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna skulu sendar stjórnar-
nefnd ríkisspítala fyrir 27. febrúar 1987.
Aöstoðarlæknar óskast við kvennadeild Landspítalans. Um 4 stöð-
ur er að ræða. Ein eins árs staða veitist frá 15. mars nk. Tvær
ársstöður veitast frá 1. júní nk. og ein 6 mánaða staða veitist frá 1.
júlí nk.
Umsóknir á umsóknareyðublöðum fyrir lækna sendist skrifstofu rík-
isspítala fyrir 25. febrúar nk.
Upplýsingar veita yfirlæknar kvennadeildar í síma 29000.
Hjúkrunarfræðingar óskast við Vistheimilið Vífilsstöðum, einkum á
kvöldvaktir og um helgar. Sveigjanlegur vinnutími mögulegur
Starfsfólk óskast við Vistheimilið Vífilsstöðum sem er meðferðar-
deild fyrir vímuefnaneytendur.
Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir hjúkrunarstjóri Vistheim-
ilisins Vífilsstöðum í síma 656570.
Hjúkrunarfræðingar óskast við blóðskilunardeild Landspítalans
(gervinýra) nú þegar eða eftir samkomulagi. Unnið er á dagvökt-
um. Boðið er upp á aðlögun og þjálfun á staðnum.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast á lyflækningadeild 3
(hjartadeild). Boðið er upp á aðlögup.
Upplýsingar um stöður þessar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri
lyflækningadeildar í síma 29000-485 eða 487.
Fóstra óskast nú þegar til afleysinga í hlutastarf við dagheimili rík-
isspítala á Vtfilsstöðum.
Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 42800.
Starfsmaður óskast á skóladagheimili ríkisspítala, Litluhlið, í hálfa
vinnu frá kl. 15-19 á virkum dögum.
Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 29000-667.
Reykjavík, 26. janúar 1987.
DV
Iþróttir
Svíinn Stefan Edberg kyssir hér bikarinn sem hann vann annað árið í röð.
Símamynd/Reuter
- og sigraði á opna ástralska meistaramótinu annað árið í röð
Meistaramótinu í tennis lauk nú um
helgina. í einliðaleik í karlaflokki
sigraði Svíinn Stefan Edberg Ástral-
íubúann Pat Cash í tvísýnum úrslita-
leik, 6-3, 6-4, 3-6, 5-7 og 6-3. Þetta
er annað árið í röð sem Edberg ber
sigur úr býtum í þessari þekktu tenni-
skeppni.
Edberg vann emnig í tvíbðaleik
ásamt landa sínum, Ánders Jarryd.
Þeir sigruðu Ástraliumennina, Laurie
Warder og Peter Doohan, 6-4, 6-4 og
7-6. Eftir þessa sigra sagði Edberg að
Svíar hefðu nú komið fram hefndum
á Ástaralíubúum eftir slæmt tap í
Davis Cup á dögunum.
Goðsögnin lögð að velli
í einliðaleik kvenna sigraði tékk-
neska tenniskonan, Hana Mand-
likova, Martinu Navratilovu, sem
leikur fyrir Bandaríkin, 7-5 og 7-6.
„Að sigra Navratilovu er ems og að
leggja goðsögn að velli,“ sagði Mand-
likova eftir leikinn sem þótti geysilega
spennandi.
Sigur í tvíliðakeppni var þó sárabót
fyrir Navratilovu. Hún lék þar ásamt
Pam Shriver, Bandaríkjunum. Þær
sigruðu Zinu Garrison og Lobi McNeil
mjög auðveldlega, 6-1 og 64). Þær
Garrison og McNeil hafa einnig
bandarískt ríkisfang. í tvenndar-
keppni sigrað Garrison hins vegar
ásamt landa sínum, Sherwood Stew-
art. Þau lögðu Andrew Castle og Anne
Hobbs að velh, 3-6, 7-6 og 6-3.
-JÖG.
Edberg sigraði Cash
eftir 4 tíma leik
Islandsmótið innanhúss:
Fram og KR meistarar
Úrslit á íslandsmótinu í innanhúss-
knattspymu fóru fram í Laugardals-
höll í gærkvöldi. Fram varð
Islandsmeistari í karlaflokki en KR í
kvennaflokki.
I karlaflokki léku til úrslita Fram
og Selfoss og var leikurinn um tíma
bæði tvísýnn og spennandi. Selfyssing-
amir komu óneitanlega á óvart, þeir
börðust vel og léku skemmtilega sam-
an. Þá eiga þeir ágæta skotmenn og
vakti Páll Guðmundsson sérstaka at>
hygli fjölmargra áhorfenda fyrir góð
tilþrif.
Framarar em greinilega á gullaldar-
tímabili. Þeir hafa nú unnið fjóra titla
í knattspymu á stuttum tíma. Þeir
urðu Reykjavíkurmeistarar í vor og
jafnframt sigurvegarar í meistara-
keppni KSÍ. Þá urðu þeir íslands-
meistarar í haust og kom víst fæstum
á óvart. Sigur Framara var þó naumur
í gærkvöldi en leiknum lauk með 6
mörkum gegn 4.
Mörkin skomðu þessir leikmenn:
• Fram: Guðmundur Steinsson: 2,
Kristinn Jónsson 2, Viðar Þorkelsson
1 og Amljótur 1.
•Selfoss: Gylfi Sigurjónsson 1, Elías
Guðmundsson 1, Páll Guðmundsson 1
og Halldór Róbertsson 1.
Hörkuleikir í kvennaboltanum
KR-stúlkumar lögðu stöllur sínar
af Skaganum í mjög spennandi úr-
slitaleik með 5 mörkum gegn 4 eftir
framlengingu. Kvennaboltinn er
afar fjömgur og jafnvel ánægjulegri
fyrir augað en knattspyman í karla-
flokki. Líkamsstyrkur er oft settur
ofar léttleikanum í karlaflokki, jafn-
vel á fjölum Hallarinnar þar sem
rými er takmarkað. Stelpumar hafa
einnig meira frelsi og leika ekki jafn
kerfisbundið.
Ama Steinsen lék mjög vel í úr-
slitaleiknum og skoraði sigurmark
KR-inganna. Laufey Sigurðardóttir
lék hins vegar kvenna best í Skaga-
liðinu.
Þessar skomðu mörkin:
• KR: Ama Steinsen 2, Helena
Ólafsdóttir 1, Jóna Kristjánsdóttir 1
og Kristrún Heimisdóttir 1.
• ÍA: Laufey Sigurðardóttir 2, Jón-
ína Víglundsdóttir 1 og Vanda
Sigurgeirsdóttir 1.
• Úrslit í karlaflokki:
Fram-KR 7-5
Selfoss-Fylkir 7 5
Fram-Selfoss
• Úrslit í kvennaflokki:
3-1
fA-KA
KR-íA
-JÖG.
• Fram hefur nú á síöastliðnu ári unniö til flestra þeirra verðlauna sem eitt knattspymulið getur unnið til hér á landi.