Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Page 24
24
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987.
FIRMAKEPPNI
KnattspyrnudeiIdar Ármanns
verður haldin 31.1 -1.2.1987. Þáttaka tilkynnist í síma
83751, Sveinn, eða 687087/83590, Rúnar. Þátttöku-
gjald kr. 4.500.
Gaseldavélar,
allar stærðir og gerðir,
stuttur afqreiðslutími.
Siöumúla 22, 108 Reykjavík.
Simi 688720.
h/fT
-rj_
©
. •■ j,-
W ;
• Hli
.. : i
é é 0 $tr r :
I ■■« prl;
I 4/
Íéí-L.
VIKAN
er ekki sérrit
heldur fjölbreytt
og víölesið heimilisblað
og býður hagstæðasta auglýsingaverð
allra íslenskra tímarita
VIKAN
nær til allra stétta og allra aldursstiga. Aug-
lýsing í Vikunni nær því til fjöldans en ekki
aðeins takmarkaðra starfs- eða áhugahópa.
VIKAN
hefur komið út í hverri viku í næstum 50 ár
og jafnan tekið breytingum í takt við tímann,
bæði hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er
Vikan svona Qölbreytt og þess vegna er les-
endahópurinn svona stór og fjölbreyttur.
VIKAN
selst jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli.
Þess vegna geta auglýsendur treyst því að
auglýsing í Vikunni skilar sér.
VIKAN
er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni
óviðkomandi. Þess vegna er Vikan svo vinsæl
og víðlesin sem raun ber vitni.
VIKAN
veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsam-
legu verði og hver auglýsing nær til allra
lesenda Vikunnar.
VIKAN
hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar.
Upplýsingar um auglýsingaverð Vikunnar
eiga við hana eina og þær fást hjá auglýsinga-
deild Vikunnar í síma 27022.
Iþróttir
Islenska liðið
gerði fá mistök
- sagði sovéski þjáHarinn
SteBn Kristjánssan, DV, Rostodc
„Ég get sagt að það er mikill árang-
ur hjá íslenska liðinu að ná jafntefli
gegn okkur. Mér fannst jafnteíli vera
sanngjöm úrslit en íslendingamir
vom mjög góðir og er mikill agi og
yfirvegun í leik liðsins," sagði Anatoli
Jewtuschenko, þjálfari Sovétmanna,
eftir leikinn. „íslenska liðið gerði fá
mistök í leiknum og enn einu sinni
sannaði íslenska liðið að það var eng-
in tilviljun að það keppir á ólympíu-
leikunum.
Mínir menn héldu að þetta yrði mjög
auðveldur leikur vegna þess að við
höfum unnið auðvelda sigra á íslenska
liðinu í tveim síðustu leikjum. Þess
vegna gerðu mínir menn mörg sál-
fræðileg mistök í leiknum. Vissulega
er hægt að líta á jafhtefli í þessum
leik sem sigur fyrir sovéska liði vegna
þess að í jöfhum leik sem þessum er
alltaf mögulegt að tapa. Að lokum
langar mig til að óska íslenska liðinu
til hamingju með árangurinn."
-SMJ
Geir Sveinsson
er mikið efiii
- sagði AJfreð Gíslason
SteBn Kristjánssan, DV, Rostodc
„Þetta voru sanngjöm úrslit, með
smáheppni hefðum við getað unnið.
Dómaranir vom slakir og ekki hlut-
lausir,“ sagði Alfi-eð Gíslason sem lék
sinn 100. landsleik gegn Sovétmönn-
um. „Ég er ánægður með mína
frammistöðu hér í Rostock. Ég hef
reynt að leggja mig allan fram hér.
Þá tel ég að frammistaða íslenska liðs-
ins lofi góðu. Ég hef mikið álit á þeim
ungu mönnum sem nú em að koma
inn í liðið. Sérstaklega vill ég nefria
Geir Sveinsson en á honum hef ég
geysilegt álit. Hann er einn albesti
miðjumaður í vöm sem hefur komið
fram lengi og hann á ömgglega eftir
að fylla skarð Þorbjamar Jenssonar,"
sagði Alfreð en hann og Geir léku nú
í fyrsta skipti saman á Baltic Cup.
-SMJ
Stefán Kristjáns-
son, blaðamaður
DV, skrifar frá
Rostock
Þorbjöm verður
líklega með í Seoul
- 80% líkur á því, segir Þorbjöm Jensson
Stefin Kristjánsson, DV, Rostocfc
Þorbjöm Jensson hefur ekki
ákveðið hvort hann ætlar að gefa
kost á sér með landsliðinu fyrir und-
irbúninginn fyrir Seoul. Viðræður
um þetta hafa farið ffarn hér í
Rostock.
Þorbjöm kemur heim í landsleik-
ina gegn Júgóslavíu í síðari hluta
febrúar og ætlar hann að æfa með
landsliðinu í sumar. Að sögn Þor-
bjöms em 80% líkur á því að hann
verði með á ólympíuleikunum. Þor-
bjöm sagðist aldrei hafa haft betra
tækifæri til að æfa handbolta en í
vetur og líklega hefði hann aldrei
verið í betri æfingu. Þess vegna
væri erfitt að hætta núna.
Þorbjöm mun líklega leika með
Malmö áfram næsta vetur en hann
hefur leikið frábærlega með liðinu
að undanfomu. í íslendingaslag lið-
anna Malmö og Olympía á fimmtu-
dagskvöldið sigraði Malmö
ömgglega, 32-27, og skoraði Þor-
bjöm 10 mörk í leiknum. Þorbjöm
er nú orðinn vítaskytta liðsins og
hefur hann ekki misnotað neitt af
þeim fjórtán vítaköstum sem hann
hefúr tekið.
-SMJ
Leikurínn i tölum
Leikurinn gegn Sovétmönnum í
tölum:
•Kristján Arason: 14 skot, 9 mörk,
1 víti, 4 skot varin, 1 ffamhjá, 1 bolti
tapaður, 4 línusendingar.
•Alfreð Gíslason: 8 skot, 5 mörk,
skot varin, 1 bolti unninn, 2 línusend-
ingar, 1 fiskað víti.
• Þorgils Óttar: 5 skot, 4 mörk, 1
bolti unninn, 1 fiskað víti.
•Bjami Guðmundsson: 6 skot, 4
mörk, 1 varið og 1 ffamhjá, 1 bolti
unnin.
•Páll Ólafsson: 3 skot, 1 mark, 2
varin, 1 bolti unninn, 2 tapað.
•Sigurður Sveinsson: 1 skot, 1 víti
varið.
Sóknamýting: ísland: 42/23 = 54,3
%. USSR: 40/23 = 57,5 %.
Brottrekstrar vom í 6 mínútur hjá
báðum liðum.
Brynjar Kvaran varði 7 skot og
Guðmundur Hrafhkelsson gegndi gff-
urlega mikilvægu hlutverki því hann
fór í markið þrisvar þegar Sovétmenn
áttu víti og mistókust þau öll. Eitt
varði Guðmundur en einu sinni var
skotið í stöng og einu sinni í slá.
-SMJ
• Kristján Arason átti frábæran leik gegn
28 mörk.
Rússn
skalf
- jafntefli, 23-23, ge
Stefán Kristjánsson, DV, Rostodc
„Það er ekki á hverjum degi sem við
höfum tækifæri til að vinna Sovétmenn
og ég er mjög ánægður með leik íslenska
liðsins," sagði Bogdan eftir hinn ffábæra
leik íslands gegn Sovétmönnum.
Fyrirfram hafa fæstir átt von á að Is-
lendingum tækist að standa í rússneska
biminum enda hafa fyrri viðureignir ekki
ýtt undir þannig vonir. Aðeins einu sinni
hefur tekist að leggja Sovétmenn að velli,
í Laugardalshöllinni 1973. Á Baltic Cup
í fyrra töpuðu íslendingar fyrir Sovét-
mönnum með 15 marka mun.
Það var fyrst og ffemst stórleikur
Kristjáns Arasonar, Alfreðs Gíslasonar
og Þorgils Óttars sem lagði grunninn að
góðum leik íslands. Sérstaklega var stór-
kostlegt að sjá til Kristjáns sem lék alveg
ótrúlega vel.
Það var Páll Ólafcson sem skoraði
fyrsta markið en Sovétmenn svömðu með
3 mörkum, 1-3. Síðan gekk hálfleikurinn
þannig fyrir sig: 2-4, 2-5, 3-5, 3-6, 4-6,
4-7,5-7,6-7,6 8,6-9,7-9,7-10,8-10,8-11,
9-11, 10-11, 10-12,11-12, 11-13, 12-13,
13-13.
Ótrúlegt mark hjá Alfreð
Jöfnunarmark fslendinga fyrir leikhlé
verður lengi í minnum haft en það kom
beint úr aukakasti. Bogdan beitti þar
snjallri leikbrellu. Hann setti Sigga
Sveins inn á í fyrsta skipti og héldu auð-
vitað allir að hann ætti að skjóta. I stað
þess flutti hann Alfreð þau boð að hann
ætti að skjóta. Alfreð henti sér ffamhjá
vamarvegg Sovétmanna og skoraði með
þrumuskoti. Áhorfendur, sem allir vom á
bandi íslendinga, trylltust.
Frábær leikur Kristjáns
Seinni hálfleiks verður sjálfeagt lengst
minnst fyrir ffábæran leik Kristjáns Ara-
sonar sem skoraði 7 af 10 mörkum íslend-
inga. Sovétmenn skomðu fyrsta markið,
13-14. Rristján jafnar, 14-14. Bjarni kem-