Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Síða 40
40
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987.
I gærkvöldi
Lárus Eyjólfsson lést 15. janúar sl.
Hann fæddist 12. ágúst 1907. Hann
lærði snemma húsgagnasmíði hjá
Björgvin Hermannssyni húsgagna-
smíðameistara og vann að iðn sinni
alla tíð síðan og síðustu 18 árin hjá
Gamla kompaníinu. Eftirlifandi
kona hans er Ragna Pétursdóttir.
Útför Lárusar verður gerð frá Bú-
staðakirkju í dag kl. 13.30.
Kolfinna Magnúsdóttir, Halld-
órsstöðum, Laxárdal, lést miðviku-
daginn 21. janúar.
Haukur Hvannberg lést 12. janúar
sl. í Landakotsspítala. Jarðarförin
hefur farið fram.
Snorri Stefánsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri, Hlíðarhúsi,
Siglufirði, andaðist á Sjúkrahúsi
Siglufjarðar föstudaginn 23. janúar.
Egill Pálsson, Grettisgötu 20c, lést
í Landakotsspítala fimmtudaginn 22.
janúar.
Prófessor John G. Allee andaðist
1. janúar sl. í Washington D.C.
Guðmundur Jökull Jensson lést
af slysförum 15. janúar sl. Jarðarför-
in hefur farið fram í kyrrþey.
Útför Ásmundar Vilhjálmssonar
múrarameistara fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
27. janúar kh 15.
Pálína Þorleifsdóttir lést 17. janúar
sl. Hún fæddist 8. nóvember 1903 í
Garðakoti í Svarfaðardal í Eyjafirði.
Foreldrar hennar voru Björg Jóns-
dóttir og Þorleifur Baldvinsson.
Pálína fluttist ung til Akureyrar og
síðar til Reykjavíkur þar sem hún
vann við ýmis störf en aðallega við
fatasaum. Hún giftist aldrei en árið
1970 húf hún sambúð með Ragnari
Veturliðasyni. Útför hennar verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag kl.
13.30.
THkyimingar
Ingibjörg Sóliún Gísladóttir borgarfúlltrúi:
Taka menninguna alltof hátíðlega
Ég hlusta lítið á úrvarp og horfi
enn minna á sjónvarp. Það er ekki
svo að skilja að það sé ásetningur
hjá mér heldur sambland af
gleymsku og tímaskorti. Hér á árum
áður lét ég útvarpið mala allan dag-
inn en nú finnst mér það orðið
heldur hávaðasamt. Það er helst um
helgar sem ég gef mér tíma til þess
að horfa á sjónvarp.
Á laugardaginn kveikti ég af
hreinni tilviljun á útvarpinu og
hlustaði þar á tvo þætti, Sinnu, sem
Þorgeir Ólafsson stjómaði, og Að
hlusta á tónlist í umsjá Atla Heimis
Sveinssonar. Báðir þessir þættir em
mjög vel gerðir auk þess sem mikill
metnaður er lagður í þá. Af sjón-
varpi þennan sama dag náði ég í
restina á Harry Belafonte syngja
kalypsólög. Þar rifjaðist upp fyrir
mér þegar ég var lítil stelpa og sat
í „lettanum" hans bróður míns. Þar
spilaði ég kalypsólög með Harry
Belafonte á gamla bflagrammófón-
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
inn. Maður er dauður í öllum æðum
ef maður fer ekki í létt skap við að
hlusta á slík lög. í lokin horfði ég á
Darraðardans þar sem Walter Matt-
hau fór á kostum í hlutverki upp-
gjafaleynilögreglumanns. Einnig er
langt síðan Glenda Jackson hefur
biret manni fyrir sjónum.
Á sunnudag byrjaði ég daginn með
því að hlusta á Vikuskammt Einars
Sig. Þeir þættir em mjög notalegir.
Þar gefst fólki tími til að tjá sig af-
slappað en ekki þessi sprengur sem
er yfirleitt. Hins vegar þegar hann
var búinn stökk ég til og slökkti á
Hemma Gunn. Að öðra leyti fór allt
fram hjá mér þann daginn því það
var bamaafmæli í gangi og orku-
tæming átti sér stað. Verst af öllu
var að ég skyldi missa af viðtalinu
við Birgi Sigurðsson í Geisla. Þeir
þættir em ágætir nema hvað mér
finnast menn taka menninguna allt-
of hátíðlega. Sem brothættan
skrautmun.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 76., 81. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Blikanesi 13, Garðakaupstað, þingl. eign Sigrúnar Gunnarsdóttur, fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað á eigninni sjálfri fimmtudag-
inn 29. jan. 1987 kl. 16.45.
____________Bæjarfógetinn i Garðakaupstað
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 76., 81. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Hegranesi 31, Garðakaupstað, þingl. eign Sigurðar Ólafssonar, fer fram
eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs og Gjaldheimtunnar i Garðakaupstað á eign-
inni sjálfri fimmtudaginn 29. jan. 1987 kl. 16.15.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað
Ný bílaþjónusta í Kópavogi
Opnuð hefur verið ný og glæsileg bílaþjón-
usta, K. Bergmanns, að Auðbrekku 9,
Kóapvogi, sími 46696. Boðið er upp á góða
þvotta- og bónaðstöðu. Þá tekur þjónustan
einnig að sér að þvo og bóna bíla ef óskað
er. Viðgerðaraðstaða og lyfta er á staðn-
um, kaffistofa og herbergi með bamaefni.
Væntanlegur er sprautuklefi , aðstaða til
undirvinnu, stillingar og ryðvarnar. Opið
er mánudaga til föstudaga kl. 13-23 og
laugardaga og sunnudaga kl. 11-23.30.
Jóga fyrir konur
Námskeið í jóga, sem ber yfirskriftina
styrkur, þroski, sjálfsþekking, hefst 2. fe-
brúar nk. Meðal efnis á námskeiðinu er
asanas (jóga líkamsæfmgar), leiðsögn í
hugleiðslu, litskyggnusýningar, mat-
reiðsla jurtafæðis og jógaheimspeki.
Námskeiðið er á ensku og er ætlað konum.
Þýðing á íslensku möguleg ef óskað er.
Námskeiðið er eitt kvöld i viku, 4 vikur
alls og hefst mánudagskvöldið 2. febrúar
kl. 20.30 að Þorragötu 1, Skerjafirði. Leið-
beinandi á námskeiðinu sem skipulagt er
af kvennahreyfmgu Ananda Marga er
þjálfaður kvennajógi og hugleiðslukenn-
ari Didi Susama Acarya. Námskeiðsgjald
er kr. 1.000. Uppiýsingar og innritun er í
síma 27050.
Fyrirlestur á vegum
Rannsóknar-
stofnunar uppeldismála
Þriðjudaginn 27. janúar flytur Guðjón
Ólafsson sérkennari fyrirlestur á vegum
Rannsóknarstofnunar uppeldismála er
nefnist: Sérkennsla í Reykjavík: Niður-
stöður könnunar. Fyrirlesturinn verður
haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufás-
veg og hefst kl. 16.30. Öllum heimill
aðgangur.
Minningarkort Áskirkju
Minningarkort Áskirkju hafa eftirtaldir
aðilar til sölu: Þuríður Agústsdóttir, Aust-
urbrún 37, sími 681742. Ragna Jónsdóttir,
Kambsvegi 17, sími 82775. Þjónustuíbúðir
aldraðra, Dalbraut 27, Helena Halldórs-
dóttir, Norðurbrún 1, Guðrún Jónsdóttir,
Kleifarvegi 5, sími 681984, Holtsapótek,
Langholtsvegi 84, Verslunin Kirkjuhúsið,
Klapparstíg 27. Þá gefst þeim, sem ekki
eiga heimangengt, kostur á að hringja í
Áskirkju, sími 84035, milli kl. 17 og 19 á
daginn og mun kirkjuvörður annast send-
ingu minningarkorta fyrir þá sem þess
óska.
Tapað-fundið
Gullarmband tapaðist
á Hótel Sögu 10. janúar sl. Finnandi vin-
samlegast hringi í síma 656154. Fundar-
laun.
Afrnæli
70 ára afinæli á í dag, 26. janúar,
Þórður Kárason, Sundlaugavegi
28, Reykjavík, fyrrum lögregluvarð-
stjóri í Reykjavíkurlögreglu. Þórður
og kona hans, Elín Gísladóttir, eru
um þessar mundir norður á Akur-
eyri, í Langholti 31 þar í bæ.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 76., 81. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Garðaflöt 23, Garðakaupstað, þingl. eign Kristbjörns Þórarinssonar, fer
fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands og Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað
á eigninni sjálfri fimmtudaginn 29. jan. 1987 kl. 14.00.
____________________Bæjarfógetinn í Garðakaupstað
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Móaflöt 11, Garðakaupstað, þingl. eign Árna
Gunnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 29. jan. 1987 kl. 13.30.
__________________Bæjarfógetinn í Garðakaupstað
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 93., 100. og 104. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á
eigninni Dvergholti 14, efri hæð, Mosfellshreppi, þingl. eign Ólafs Jóhanns-
sonar, fer fram eftir kröfu Borgarskrifetofu Reykjavíkur og Veðdeildar
Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 29. jan. 1987 kl. 14.30.
______________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 93., 100. og 104. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á
eigninni Víðiteigi 30, Mosfellshreppi, þingl. eign Guðna Þórarinssonar, fer
fram eftir kröfu Amar Höskuldssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 29.
jan. 1987 kl. 15.30.
_________________________Sýslumaðurinn I Kjósarsýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 93., 100. og 104. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á
eigninni Æsustöðum, Mosfellshreppi, þingl. eign Hlífar Ragnheiðar Heiðars-
dóttur, fer fram eftir kröfu Amar Hcékuldssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtu-
daginn 29. jan. 1987 kl. 16.30.
_________________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu
VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI
Reykjahlið Grænuhlið Garðabær
Barmahlíð Stigahlið 2-20 Espilund
• • Hörgslund
Síðumúla fsfSlhr^iit Grenilund
Suðurlandsbr. Sæbraut Heiðarlund
2-16. • • Hofslund
DV
AFGREIÐSLA
Þverholti 11 - Sími 27022
Léstaf
völdum
bílslyss
Maðurinn, sem lést af völdum bfl-
slyss á mótum Garðavegar og Helgu-
víkurafleggjara sl. föstudag, hét
Sigurður M. Guðmundsson. Hann var
búsettur að Gauksstöðum í Garði. Sig-
urður var rúmlega þrítugur að aldri.
Hann rak flutningafyrirtæki um
nokkurra ára skeið ásamt fiskvinnslu
í Garðinum en sneri sér alfarið að
þeim rekstri með útgerð í haust.
-emm