Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987.'
43
Sviðsljós
Aiduóperan frumsýnd
Óperan Aida var
frumsýnd í Gamla
bíói - íslensku ópe-
runni - fyrir skömmu
og vakti mikla hrifn-
ingu gesta og gagn-
rýnenda. A staðinn
mættu að sjálfsögðu
eðla gestir í sínu fín-
asta pússi og skiptust
á skoðunum um
ágæti verksins 1 leik-
hléi. Meðfylgjandi
DV-myndir tók BG
af gestum í þessu
eina íslenska óperu-
húsi umrætt kvöld.
Haukur Gröndal, Jón Ottar Ragnarsson og Elfa Gísladóttir á tali i forsalnum.
Enn
á
lífi
Þórskabarettinn er
árviss viðburður í
skemmtanalífmu og
er nú kominn til
skj alanna aftur með
nýrri dagskrá í
Þórscafé. Liðsmenn
eru Ragnar Bj ama-
son, Þuríður Sigurð-
ardóttir, Ómar
Ragnarsson og Her-
mann Gunnarsson.
Gestur þeirra er svo
Tommy Hunt sem
nýkominn er frá Lido
í Amsterdam og
skimarkappinn
grannt eftir þeim ís-
lenskum andlitum
sem brugðið hefur
fyrir á hans heima-
slóðum. Meðfylgj-
andi myndir gefa
væntanlega ein-
hverjamyndaf
stemmningunni á
staðnum um síðustu
helgi og mun kaba-
rettinn verða samur
við sig þá næstu.
Ómar Ragnarsson biðlar til gestanna og við ágætar undirtektir.
Gestimir tóku fúslega undir með félögunum á gólfinu.
DV-myndir BG
Ólyginn
sagði...
Elton John
er óður út í bróður sinn sem
nú verður huggulega
geymdur bak við lás og slá
næstu fjögur árin. Dóminn
fékk hann fyrir að ræna tvo
engilsaxneska borgara í
gamla landinu og segir Elton
að gaurinn sé ættleri hinn
mesti - sjálfum sér og öðrum
til háborinnar skammar. Það c
er þó huggun harmi gegn
að kappinn verður nú ekki
að flækjast fyrir gestum og
gangandi á heimili Eltons
og annarra góðborgara á
næstunni heldur situr vænt-
anlega eins og engill, maular
brauð og sýpur á vatni innan
fjögurra veggja fangelsisins.
Soffía Loren
á bágt með að gleyma rán-
inu sem varð á Manhattan
fyrir nokkrum árum. Þar réð-
ust tveir grímuklæddir menn
inn í hótelherbergið hennar
og hirtu vandlega hverja
skartgripatutlu sem bomban
hafði meðferðis - nokkur
húsverð sem skiptu þar snar:
lega um eigendur. í
Hollívúdd á dögunum komu
arkandi sárasaklausir pípu-
lagningamenn með tæki sín
og tól - þeirra erinda að lag-
færa sírennsli í hótelíbúð
Soffíu. Sú munnstóra gal-
opnaði allt niður í afturenda
og linnti ekki orgunum fyrr
en hótelstjórinn kom sjálfur
á vettvang ásamt flokki ör-
yggisvarða. Misskilningur-
inn var leiðréttur og þegar
stjarnan hafði náð vörunum
saman aftur var fyrsta skrefið
að bjóða skelfingu lostnum
iðnaðarmönnunum út að
borða þar sem hún hvíslaði
blíðlega yfir borðið allt
kvöldið.