Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Síða 44
44 MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Philip Michael Thomas varð hoppandi vondur fyrir utan upptökustaðinn á Miami einn daginn þegar Miami Vicetökum var að Ijúka. Einhver Ijúflingur- inn hafði sett límmiða á nýja glampandi béemmvaffinn hans - og þar stóð á risaletri - Ég elska Don Johnson! Thomas * fannst þetta lítiðfyndið og dun- daði froðufellandi næstu tutt- ugu mínúturnar við að kroppa skreytinguna af kerrunni. Robert DeNiro er ekki broshýr um þessar > mundir. Hann fékk mata- reitrun í Rómaborg og af hans eðla skrokki hrundu í einum grænum hvorki meira né minna en fimm dýrmæt kílógrömm. Þetta var ekki alveg eftir bókinni því DeN- iro var á staðnum til þess eins að úða í sig ítölsku spaghettíi og pasta í ýkju- skömmtum svo hann mætti sem allra fyrst fá fjörutíu aukakíló á kroppinn - því ella var engin leið að túlka þann alræmda Al Capone. Teygður og togaður mafíu- foringi af píslarstærðinni myndi ekki hljóta mikla að- dáun kvikmyndahúsagesta ef að líkum lætur. Don Johnson langaði að fá popparann Bonnie Raitt til þess að sperra upp augun af krafti. Því brá sparilöggan sér í þyrlu þangað sem vinurinn var að halda hljómleika, lenti snyrtilega aftast í aðdáenda- röðinni og braut sér leið upp á sviðið. Þar krækti Don hljóðnemanum af Bonnie, smellti út tveimur númerum og hvarf síðan sem leið lá í þyrlunni upp í himinblám- ann. Hljómleikarnir héldu Þáfram eins og ekkert hefði í skorist - með glaðvakandi sjóbisnessstjörnu í brenni- deplinum. París og Róm: Vor- og sumar- tískan Tískukóngar í París og Róm sýna nú allt hvað af tekur vor- og sumartískuna það herrans ár áttatíu og sjö. Haute Couturesýningarnar standa yfir í frönsku háborg- inni og þar er beðið með eftirvæntingu rúsínunnar í pylsuendanum - línunnar frá hendi Yves Saint Laurent sem er ókrýndur kóngur kóng- anna. Þessar Reutermyndir eru þær fyrstu sem berast af sýningunum að þessu sinni - sýningar Hermants, Barocco og Lancetti voru haldnar í lok síðustu viku en von er á fleiri fréttamyndum frá tískuborg- unum síðar. Kokkteilkjóll frá Parísarbúanum Lecoanet Hermant. Hermannablár meö útsaumuðum borðum og háum hönskum - það sem koma skal i háborg tískunnar þegar sumrar. I Rómaborg sýndi Rocco Barocco bláa silkisam- Sá ítalski Lancetti sló i gegn með þessum kvöldkjól stæðu með smágeröu blómamynstri. sem eflaust verður margstolinn og fjöHaldaður þegar sumrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.