Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Page 45
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987! 45 um gróðann Stefanía af Mónakó gefur lítið fyrir þá sem hafa horn í síðu hennar á ýmsan máta. Sú skelegga kvensa bendir á að hún sé eina kvenveran með blátt blóð í æðum í allri Evrópu sem þénar sína eigin aura. Hún virðist þar hafa nokkuð til. síns máls og er ekkert á því að láta aðra stjórna ferðinni í þeim efnum. Nú æðir yfir markaðinn í Parísarborg j akkalína prins- essunnar sem selst eins og heitar lummur og vegna hljóm- plötunnar skoppa daglega allnokkrar krónur í kassann. Stebba segist hvorki ætla að láta aðra ráða yfir sér né stjórna og stefnir ótrauð að nýrri tískulínu og annarri hljómplötu fljót- lega. Sviðsljós Fergie a far- alds- fæti Hertogaynjan af York - rauðtoppan Fergie - vakti athygli síðastliðinn miðviku- dag þar sem hún mætti stutt- klædd og með hárnet á höfði til opnunar á sýningunni The World of Drawings and Wat- ercolours. Þetta er talið eina sölusýning sinnar tegundar þar sem eingöngu eru á boð- stólum teikningar og vatn- slitamyndir en olíumálverk- um rækilega úthýst. Undir þrjú augu Til þess að geta gefið svar við hinum ýmsu lífsins gátum er á stundum nauðsynlegt að velta vandlega vöngum og það gerir einmitt önnur uglan á með- fylgjandi mynd. Hin dregur annað augað vandlega í pung. Annars býr þetta ágæta uglupar í dýragarð- inum í Regent’s Park í Lundúnaborg og hefiir auga með gestum og gangandi dagana langa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.