Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Síða 5
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987. 5 Fréttir Pólitískur lottó- kassi á Hvammstanga - kaupfélagið fékk sitt fram með einstæðri samþykkt „Þetta er búið að vera erfitt og við- kvæmt mál og ég vil ekkert segja' um það opinberlega á þessu stigi," sagði Þórður Þorkelsson, formaður ís- lenskrar getspár. Málið er það að lottóstjómin hefur með einstæðri sam- þykkt fallist á beiðni Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga um lottókassa, en Verslun Sigurðar Pálmasonar hf. hafði áður fengið kassa á staðinn. „Þetta er nú ekki nema 700 manna staður og 1400 manna hérað svo að þessi ráðstöfun er ákaflega einkenni- leg,“ sagði Karl Sigurgeirsson fram- kvæmdastjóri. „Ég sótti fyrstur eftir þessu hér, síðan komu kaupfélagið og söluskáli á staðnum með beiðnir. Hjá mér hefur verið opin videoleiga um helgar og lottóið hentaði því vel Blýlaust bensín verði fáanlegt „Alþingi ályktar að fela ríkisstjóm- inni að beita sér fyrir því að blýlaust bensín verði fáanlegt hér á landi og að vinna að því að það verði sam- keppnisfært við bensfn með blýi,“ segir í þingsályktunartillögu þriggja al- þýðubandalagsmanna, Guðrúnar Helgadóttur, Skúla Alexanderssonar og Steingríms J. Sigfussonar. í greinargerð segja þeir ljóst að inn- an tíðar verði bifreiðar þannig búnar að þær gangi einungis fyrir blýlausu bensíni. Svíar hafi þegar lögfest að frá árinu 1989 verði ekki framleiddar aðr- ar bifreiðar en þær sem ganga fyrir blýlausu eldsneyti. í Noregi verði notkun þess lögskyld í janúar 1989. Þjóðir innan Efnahagsbandalagsins hafi ályktað um að almenn notkun verði hafin á blýlausu bensíni frá 1. október 1989. f Bandaríkjunum og Japan séu nýjar bifreiðar þegar búnar tækjum sem hreinsi útblástur eitur- efna, en sá búnaður krefjist notkunar blýlauss bensíns. -KMU Spurt um kostnað við kísilmálm Fréttir DV um kostnað við und- irbúning kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði hafa leitt til sérstakrar fyrirspumar á Alþingi um málið. Geir Gunnarsson, Alþýðubanda- lagi, óskar eftir skriflegu svari frá iðnaðarráðherra við þessari spum- ingu: Hver hefur kostnaður orðið vegna samninganefhda um stór- iðju og vegna stóriðjunefndar frá 14. júní 1983, svo og undimefnda eða sérstakra nefhda sem unnið hafa að samningum um stækkun álversins við Straumsvík og bygg- ingu kísilmálmverksmiðju við Reyðarflörð? Geir vill fá kostnaðinn ítarlega sundurliðaðan. -KMU með. Við löguðum okkur að óskum lottómanna og gerðum við þá samning 18. desember. Þá var því lýst yfir af þeirra hálfu að ekki kæmi annar lottó- kassi á staðinn í bráð.“ Lottóið mun nú ná til um 90% þjóð- arinnar, að sögn Þórðar Þorkelssonar. Kaupfélagskassinn á Hvammstanga er sá eini sem stjóm íslenskrar getspár hefur tekið ákvörðun um. Staðir fyrir aðra kassa hafa verið valdir af starfs- mönnum. „Það er af þessu pólitísk lykt, þótt ótrúlegt sé,“ sagði Karl Sig- urgeirsson, „það litur út fyrir að varðliði Framsóknarflokksins, Alfreð Þorsteinsson, sem situr í stjóm lottós- ins, að ég hélt fyrir íþróttasamtökin, sé farinn að reka erindi kaupfélaganna í stjóminni.'1 -HERB I.OL-U-VI NI5SAN Nfilc \9*1 W* nk. lauaardai verður til sýnis á Akranesi, og í Reykjavík laugardag og sunnudag. Sýningin á AKRANESI verður við BÍLASÖLUNA BÍLÁS kl. 14-17 laugardaginn 14/2. Sýningin í BORGARNESI verður við BÍLASÖLU VESTUR- LANDS kl. 14-17 sunnudaginn 15/2. Sýningin í REYKJAVÍK verður auðvitað í sýningarsal okk- ar að MELAVÖLLUM við RAUÐAGERÐI, laugardag og sunnudag kl. 14-17 báða dagana. NISSAIM SUNNY Bíll ársins 1987 IMISSAN SUNNY Dómnefnd 54ra bílagagnrýn- enda í Japan kaus NISSAN SUNNY bíl ársins 1987. Til úrslita kepptu 45 bílar af öllum stærðum og gerðum. Sigur- vegarinn var NISSAN SUNNY. rrr J L INGVAR HELGASON HF. Rauðagerði, sími 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.