Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987. 7 DV Saltfiskverkun sett upp á Fellsströnd Það má telja til tíðinda að sett hefur verið upp saltfiskverkun á bænum Hnúki á Fellsströnd í Dalasýslu og nefnist hún Hnúkanaust hf. Það eru hjónin Bjamey Friðriksdóttir og Hö- skuldur Davíðsson, ásamt Þórði Halldórssyni, bróður hans og móður sem stofnað hafa hlutafélagið. Bjamey og Þórður vinna við verkunina. Hö- skuldur rær og aflar fiskjar við annan mann á 5 tonna trillu, Sóma 800. „Þetta er nú allt í burðarliðnum hjá okkur og varla hægt að segja að þetta sé komið í gang. Höskuldur leggur aflann upp í Grundarfirði og síðan er honum ekið á bíl hingað til okkar, en Hnúkur er 60 km frá Búðardal. Það væri svo sem hægt að leggja bátnum hér til að landa en þetta er plastbátur og sjóinn leggur oft hér fyrir frarnan í frostum og plastbátar em ekki heppi- legir ísbrjótar," sagði Bjamey í samtali við DV. Frá Gmndarfirði og inn Hvamsfjörð að Hnúki er 2ja tíma sigling en það er rúmlega 2ja tíma keyrsla á bíl svo þetta skiptir ekki svo miklu máli, að sögn Bjarneyjar. Hún sagði að þau ætluðu bæði að verka tandurfisk og sömuleiðis væri meiningin að salta flök. Þetta er ekki fysta fiskverkunin sem sett er upp á sveitabæ því í Staðar- sveit er rekið frystihús. Á Hnúki em engar skepnur en þau Bjamey og Höskuldur keyptu jörðina i fyrra með það fyrir augum að setja þar upp fisk- verkun og stunda grásleppuveiðar. -S.dór Samdráttur verður i loðnuveiðum á næstu vertíð. Næsta vertíð: Minni loðnuveiði „Það er alveg ljóst að um minni veiði á loðnu verður að ræða á næstu vertíð. Árgangamir frá 1984 og 1985 em báðir heldur lélegir en þeir verða uppistaða veiðanna á næstu vertíð. Niðurstaða rannsóknanna nú er að- eins staðfesting á því sem við höfðum áður spáð eftir ungloðnurannsóknir í fyrra og ætti því ekki að koma á óvart,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur í samtali við DV en hann er nýkominn úr loðnurannsókn- arleiðangri. Hjálmar var spurður hvort hann væri að tala um umtalsverðan sam- drátt í loðnuveiðunum, hvort um annað hmn stofnsins væri að ræða. „Eg get ekkert fullyrt um það enn hve mikill samdrátturinn verður. við eigum eftir að vinna betur úr gögnun- um. Ég get þó fullvrt að kvótinn verður ekki núll á næstu vertíð eins og var þegar stofhinn hmndi.“ sagði Hjálmar. Hann benti einnig á að í leið- angrinum á dögunum hefði hafís hamlað rannsóknunum nokkuð og þvi þyrfti að kanna svæðið betur. -S.dór TVeir aukafarmar af loðnu á hvert skip Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að leyfa hverju loðnuveiði- skipi að fara tvær fullfermisveiðiferðir umfram þann kvóta sem því hafði ve- rið úthlutað á vertíðinni. Þetta er gert í tvennum tilgangi. í fyrsta lagi til að tryggja næga loðnu til frystingar og hrognatöku þannig að hægt verði að standa við gerða sölusamninga. í öðm lagi til að tryggja að veitt verði það loðnumagn sem lagt hefur verið til að veitt verði á þessari loðnuvertíð. Eins og skýrt hefur verið frá í DV er útilokað að hægt verði að veiða leyfilegt aflamagn nema leyfa þeim skipiun sem þegar eru búin með kvóta sinn að veiða meira. Það sem vekur furðu við þetta er hins vegar sú ákvörðun ráðunevtisins að þessir tveir aukafarmar skuli dregnir frá kvóta skipanna á næstu loðnuvertíð. Sú loðna sem nú er verið að veiða kemur ekki aftur á næstu vertíð vegna þess að hún drepst eftir hrygningu í vor og ljóst er að levfilegt aflamark næst ekki að þessu sinni nema með því að leyfa þessa aukaf- arma og raunar óvíst að það dugi til. -S.dór Búfræðingar eru reiðir Búfræðikandidatar em mjög reiðir um þessar mundir vegna þess að Bún- aðarsamband Suðurlands hefur ráðið garðyrkjufræðing í starf fram- kvæmdastjóra Búnaðarsambandsins. Segja þeir í ályktun að hér sé um lög- brot að ræða og beri Búnaðarsam- bandinu því að auglýsa stöðuna aftur og ráða búfræðing til starfans en því hefur sambandið ekki fengist til að lofa og viðurkennir ekki að ráðningin sé ólögleg. Þetta kalla búfræðingar einstrengingslega afstöðu og skiln- ingsleysi, lögbrot og vanvirðu við búfræðinga. -S.dór Atvinnumál j . S :-V 3 v ^ s Mikið hefur verið um útflútning á gámafiski frá Vestmannaeyjum að undanförnu, enda fór þriðjungur af öllum bolfiskafla, sem landað var i Eyjum á siðustu vertíð, i gáma. Á myndinni er verið að setja í gáma úr Breka VE. DV-mynd Ómar »*»*»*»*»*»*»*» • »*» »*» »'»»»»»»»I»'|’»,Í»»»,»'»»» »»»»»< •}v »Sv •}V •}v *}v »}v •}v •}v •}v *}v« •}v •Jv« »}v :p :: »}v $ :p »}v *}v »}v •}v •}v •}v •}v *}v« :: :li: .«• •}i* .}{. .}{• •}\. •}\« :i: :U*. :U: :p :;: *}v •}v •}v ■}v *}v »}v :r. :i: :;: •}v •}v *}v *}v« *}v *}v •}v« •}v •}\« »}v »}v« •}v *}v »}v *}v »}v •}v »}v ■}v *}v ■}v •}v« •J\« •}V •Jv *»}• •Jv« *}v »}v »}v« •}v« *}v- •}v •}\« •}\» »}v »}v *}v *}v •}v *}v »}v • »>** *vv •\\- •Jv« »\\- »}v *}\- *\\- •\\- »\\- »\\* *\\- »\\- »\\- •}\- *\\- *\\« •\\- •\\- •\\- •\\- ■\\- ■\\- •\\* »\\- •}\- »\\- »\\- Bíla- Aukahlutir - Varahlutir - Sérpantanir 19ANCHO MW5U5PENSION GUMBO MUDDER ★ $ hefur lækkað ’P VORUM AÐ FÁ Á FRÁBÆRU VERÐI: ★ Jeppa- jafnt sem fólksbílafelgur. Breiddir 6-14 tommur. ★ Hin víðförlu GUMBO MUÐDER dekk. Stærðir 30-44 tommur. ★ Rancho fjaðrir, demparar og upphækkunarsett. ★ Warn driflokur og rafmagnsspil. ★ Flækjur í flestar tegundir jeppa- og fólksbíla. ★ Einnig höfum við á lager mikið magn af vélahlutum jafnt sem auka- hlutum í ameríska bíla. ★ Síðast en ekki síst pöntum við alla aukahluti og varahluti í amerísk farartæki. —Bílabú5 Benna ■ I VAGl VAGNHJ0LIÐ Vagnhöföa 23 1-10 Reykjavík Sími 685825 ^ BÍLVIRKI s/f, Fjölnisgötu 6, 600 Akureyri. Sími 96-23213. *}V •}\- •}v *}v •}\« »}v *}v •}v •}\« •}v »}v •}v •}v »}v •}v »}\- :i: :«í :i: •}v *}v *}v *}v •}v •}\« •}v •}v •}\« •}\« *}v •}\- •}\« *}v »}v •}v •}\« »}v •}v •}v •}v •}v *}v •}v *}v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.