Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð I lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Utspil varaformanns Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði á fundi með flokkssystkinum sínum í vikunni, að vel gætu orðið kosningar fyrr en 25. apríl. Hann benti á málflutning framsóknarmanna um fræðslu- stjóramálið. Háttsettir framsóknarþingmenn standa á Alþingi að flutningi tillögu, sem er í raun tillaga um vantraust á Sverri Hermannsson menntamálaráðherra. Ekki er útséð, hvernig fer um tillöguna. Friðrik Sophus- son segir réttilega, að það gæti orðið tilefni til stjórnar- slita, ef framsóknarmenn bræða sig saman við stjórnarandstöðuna um slíkt vantraust. Vel má vera, að framsóknarmenn geri það ekki og tillögunni verði vísað frá. En Friðrik nefnir fleira, sem gæti orðið til þess, að kosið yrði fyrr en til stendur. Kjaradeilur opinberra starfsmanna gætu orðið harð- ar. Þetta á einkum við um samtökin BHMR. Leitað er verkfallsheimildar. Svartsýnir gera því skóna, að vel gætu orðið verkföll kennara í marzlok og BHMR-manna í heild í apríl. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins er þeirrar skoðunar, að ekki ætti að leyfa opinberum starfsmönnum að brjóta upp það samkomulag, sem orð- ið hefur á almennum vinnumarkaði með samþykkt ríkisstjórnarinnar. Eins og kunnugt er var samið um að bæta sérstaklega kjör hinna lægstlaunuðu í almennu samningunum. En hyggist BHM-menn eyðileggja þetta, til dæmis með því að fara í verkfall með 30 prósent kröfur, telja sumir, að ríkisstjórnin ætti að stöðva slíkt með lögum og efna til kosninga. Friðrik Sophusson er líklega í hópi þeirra, sem telja, að ríkisstjórnin ætti að grípa í taumana, kæmi þetta upp. Ekki er fráleitt að þetta mál sé rætt þessa daga, þeg- ar opinberir starfsmenn eru farnir að hóta verkföllum. Varaformanni Sjálfstæðisflokksins hefur þótt sjálfsagt að hvetja lið sitt til að halda vöku sinni. Sú þróun, sem hann nefnir, er ekki sérstaklega líkleg í bili en gæti orðið. Málgagn Framsóknarflokksins, Tíminn, bregzt ókvæða við í leiðara í gær. Þar segir: „Þingrofshug- myndir varaformanns Sjálfstæðisflokksins vegna samningaviðræðna, sem ekkert er farið að reyna á, eru ekki annað en vantraust á fjármálaráðherra og aðra ráðherra Sjálfstæðisflokksins.“ í leiðaranum er fjallað um, að fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, annist kjarasamninga við opinbera starfsmenn. Viðbrögð Tímans eru dæmi um kosningaskjálftann. En lítum nánar á, hvað gera skuli, færu BHMR-menn inn- an skamms í verkfall með til dæmis 30 prösent kröfur, meðan aðeins hinir lægstlaunuðu fengu teljandi kaup- hækkanir í almennu samningunum. Minnumst verkfalls opinberra starfsmanna haustið 1984. Niðurstaðan varð mikil kauphækkun, sem strax brann á verðbólgueldi. Þá hefði ríkisstjórnin átt að leggja fram áætlun um kjarabætur, sem mest hefðu verið í formi skattalækkana, og efna til kosninga um þá áætlun. Staðan er nú sú, að mikilvægur árangur hefur náðst í baráttu við verðbólgu, árangur sem verð- ur að verja. Gæti ríkisstjórnin þolað, að stjórnarand- stæðingar beittu opinberum starfsmönnum fyrir sig til að brjóta árangurinn niður? Svarið er enn, að ríkisstjórnin ætti þá, fremur en að beita lagaboði, að leggja fram áætlun um kjaramál og láta kjósa um hana. Árangurinn í efnahagsmálum yrði varðveittur. Haukur Helgason. „...á flokksþingi Alþýðuflokksins í Hveragerði sl. haust var ítrekuð áherslan á þriðja stjórnsýslustigið." Heimastjóm í Alþýðublaðinu þann 27. jan. sl. er viðtal við Askel Einarsson, fram- kvæmdastjóra Fjórðungssambands Morðlendinga. í viðtalinu gerir Askell að umræðuefni þá erfiðleika sem atvinnugreinar í dreifbýli eiga \dð að stríða, fábreytt atvinnuval og samdrátt í miðju góðæri. í lok við- talsins segir Áskell: „Það er ljóst, að það verður að gera uppstokkun í þessu þjóðfélagi, vald- auppstokkun. Það verður að byggja upp sterka landshluta, færa mikið af umsvifum ríkisins heim í lands- hlutann. Á eftir þessu verður að koma ábyrgðardreifing í fjármála- kerfinu. Það þýðir ekki að loka augum fyrir því að öllum bönkum landsins er miðstýrt úr Reykjavík. Það er reyndar mismunandi eftir bönkum hve þessi miðstýring er mik- il, en hún er og getur verið um smámuni hjá sumum.“ Þriðja stjórnsýslustigið Hér ræðir Áskell eitt af þeim við- fangsefnum sem ættu að vera í brennidepli þjóðmálaumræðunnar nú fyrir kosningar. Hann talar um nauðsyn á valdauppstokkun og færslu valds til sterkra landshluta. Byggðanefnd þingflokkanna, sem skilaði skýrslu í sumar, komst að sömu niðurstöðu. Þar segir að „til þess að auka svo nokkru nemi völd og áhrif landsmanna allra, óháð búsetu þeirra, þurfi að koma til þriðja stjómsýslustigið, sem taki við umtalsverðum verk- efnum og tekjum fyrst og fremst frá ríkinu“. Nefndin telur einnig að beinar kosningar eigi að verða til þessa stjórnstigs, t.d. í tengslum við sveit- arstjómarkosningar, því á þann hátt einan verði pólitískur styrkur sem næst í hlutfalli við fylgi kjósenda í hverju heimastjómarumdæmi hverju sinni. Hér kemur fram greini- legur vilji þeirra fulltrúa þingflok- kanna, sem nefhdina skipuðu, til að gera þá byltingu eða valdauppstokk- un sem Áskell Einarsson talaði um. Svör stjórnmálaflokkanna En hvað segja þingflokkamir og stjórnmálaflokkamir sjálfir um mál- ið? I skýrslunni eru birt svör þing- flokkanna við spumingu nefndar- innar: Hvað eiga stjómsýslustigin í landinu að vera mörg? Ólafur Einarsson segir í svari þingflokks Sjálfstæðisflokks: Sjálfstæðisflokkurinn hefur hafh- að hugmyndum um þriðja stjóm- sýslustigið og telur að tvö stig nægi. Kristján Benediktsson, ritari þing- flokks Framsóknar, vísar til frum- varps Alexanders Stefánssonar en þar var þriðj a stiginu í raun hafnað. Þingflokksformaður Kvennalist- KjáUaiinn -Guömundur / Einarsson alþingismaður ans telur í sínu bréfi að sennilega þurfi stigin ap vera þijú en slær úr og í með malið. Frá Alþýðubandalaginu barst nefndinni ekkert plagg en fulltrúi þess gerði nefndinni grein fyrir um- ræðum um málið í þingflokknum, að því er segir í skýrslunni. Þar hef- ur væntanlega komið fram að Alþýðubandalagið er biturlega klof- ið í málinu, eins og reyndar flestum málum sem sá flokkur fæst við þessi misserin. Frá tveimur þingflokkum bámst hins vegar afdráttarlaus svör. Stefán Benediktsson lagði hreinlega fram tillögu sem þingmenn BJ höfðu þá þegar flutt um gerð laga um fylkis- stjómir. Eiður Guðnason, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, skrifaði í sínu svari: „Þingflokkur Alþýðuflokksins er þeirrar skoðunar að stjórn- sýslustigin eigi að vera þrjú.“ I svari sinu vísaði Eiður Guðnason til flokkstjómarfundar Alþýðu- flokksins sem var haldinn 17. mars 1985. Jafnaðarmenn styðja valda- uppstokkun Þama sést að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur afneita sín- um mönnum í byggðanefndinni og hafha breytingum á miðstýring- unni. Alþýðubandalagið er klofið um málið og Kvennalistinn slær úr og í. Þeir einu sem af einurð styðja þessa valdauppstokkun em fulltrúar jafnaðarmanna. Þessi bréfaskipti em frá árinu 1985. Síðan hefur ekkert breyst í þessari stefhumörkun nema það að á flokksþingi Alþýðuflokksins í Hveragerði sl. haust var ítrekuð áherslan á þriðja stjómsýslustigið. Þannig var tekið endanlega af skar- ið í þessu stóra máli. Nú ættu allir að hugleiða það að 1) samtök um jafhrétti krefjast upp- stokkunar, 2) forystumenn eins og Áskell Ein- arsson krefjast uppstokkunar og 3) fólkið í öllum byggðum landsins krefst uppstokkunar. Engu að síður neita Framsókn og Sjálfstæðisflokkur að hlusta en slá skjaldborg um áð verja óbréytt ástand. Alþýðubandalagið er klofið og máttlaust eins og venjulega. Alþýðuflokkurinn hefur hins veg- ar einn flokka tekið hreina afstöðu með fólkinu í landinu og á móti miðstýringu og valdníðslu. Alþýðu- flokkurinn tekur undir kröfuna um þá valdauppstokkun, sem þúsund- imar í Samtökum um jafnrétti milli landshluta hafa fylkt sér um. Guðmundur Einarsson „Þarna sést að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur afneita sínum mönnum í byggðanefndinni og hafna breytingum á miðstýringunni. Alþýðubandalagið er klofið um málið og Kvennalistinn slær úr _ „ 66 og 1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.