Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Side 9
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987. 9 Útlönd Verkfall hjá ILO Sjö ráðherrar hætta vegna hneykslismála Guðrún Hjartardóttir, DV, Ottawa: Það hafa verið erfiðir tímar að und- anfömu hjá Brian Mulroney, forsæt- isráðherra Kanada, og ríkisstjóm hans. Hvert 'hneykslismálið hefur rekið annað í hinum ýmsu ráðuneyt- um með uppsögnum starfsfólks og afsögnum manna í hærri embættum. I gær sagði framkvæmdaráðherr- ann, Roch la Falle, af sér. Hann er þá sjöundi ráðherrann sem vegna hneykslismáls víkur írá embætti í rúmlega tveggja ára stjómartíð þessarar ríkisstjómar íhaldsflokks- ins. Ástæðumar fyrir afsögn Roch la Falles vom tvær. I janúar síðastliðn- um þurfti hann að segja upp tveimur háttsettum aðstoðarmönnum í ráðu- neyti sínu eftir að það uppgötvaðist að þeir vom báðir á sakaskrá vegna ýmissa afbrota í fortíðinni. En þeir höfðu aldrei farið í gegnum venju- lega öryggisrannsókn áður en þeir gerðust starfsmenn ráðherrans. Önnur ástæðan var sú að í júlí 1985 skipulagði einn þingmanna Ihaldsflokksins samkvæmi á heimili sínu þar sem um þijátíu kaupsýslu- menn vom samankomnir ásamt framkvæmdaráðherranum. Það sem var óvenjulegt við þetta samkvæmi var að hver þessara kaupsýslu- manna greiddi upphæð sem sam- svarar um það bil hundrað og fimmtíu þúsund íslenskum krónum fyrir það eitt að fá tækifæri til að vera í samkvæminu og hitta ráð- herrann. Þess má geta að ráðuneyti hans sér um að veita alla meiri hátt- ar verksamninga sem alríkisstjómin veitir. Strax í janúar á siðasta ári frétti Brian Mulroney forsætisráðherra af þessu samkvæmi og fyrirskipaði lög- reglurannsókn í málinu. Sú rann- sókn hefúr leitt til þess að í næsta mánuði munu fara fram réttarhöld í máli viðkomandi þingmanns, Mic- hell Gravels, vegna þessa máls og fjörutíu og níu annarra ákæmatriða gegn honum. Snúast þau meðal ann- ars um misnotkun á aðstöðu í embætti og mútuþægni. Þessi alda hneykslismála, sem gengið hefur yfir ríkisstjómina und- anfarið, hefur sannarlega ekki orðið til þess að auka vinsældir hennar Talið er að Brian Mulroney, forsæt- isráðherra Kanada, hristi til í ríkis- stjórninni vegna fylgistaps flokks hans. meðal almennings. I gær vom birtar tölur úr skoðanakönnunum um fylgi stjómmálaflokkanna. Kom þar í ljós að stjómarflokkurinn hefur einung- is 22 prósent fylgi sem er enn minna en í janúar síðastliðnum. Aldrei fyrr í kanadískum stjómmálum hefur stjómarflokkur haft jafnlítið fylgi og nú. I skoðanakönnuninni kemur einnig fram að Frjálslyndi flokkur- inn hefur helmingi meira fylgi en Ihaldsflokkurinn eða 44 prósent og nýi Demókrataflokkurinn er með 32 prósent. Hvað af þessu leiðir er ekki ljóst á þessari stundu. Þingið fer í viku- langt frí í næstu viku og nota ráðamenn það væntanlega til að hugsa sinn gang. En þær raddir ger- ast nú æ háværari jafht innan flokksins sem utan hans að Brian Mulroney forsætisráðherra hristi rækilega upp í ríkisstjóminni og hreinsi til meðal pólitískra ráðgjafa ríkisstjómarinnar. Starfslið aðalstöðva alþjóða vinnu- málastofnunarinnar (ILÓ) í Genf, en það er sú stofhun Sameinuðu þjóð- anna vinnur að þvi að bæta kjör og starfeskilyrði verkalýðs víða um heim, hefur lýst yfir sólarhrings verkfalli í dag. Er það í mótmælaskyni við „óþof- andi lækkanir á eftirlaunum“ þess. Nýr eftirlaunataxti, sem samþykktur hefur verið af allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna - ásamt lækkunum frá því árið 1985 - mun lækka eftirlaun starfsliðs ILO um 25%. Þar á ofan bætist að taxtinn er mið- aður við Bandaríkjadali, en starfsliðið í Evrópu fær launin greidd í svissnesk- um frönkum, og gengi dollarans hefur verið fallandi. Um 2000 manns vinna við aðalskrif- stofur ILO í Genf. 150 ríki em aðilar að alþjóða vinnumálastofnuninni. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir Syriand reiðubúið til hemaðar- legra aðgerða Sýrlensk yfirvöld hafa tilkynnt að þau séu reiðubúin til að láta her- menn sína grípa inn í bardagana milli Amal shíta og vinstri sinnaðra samtaka í vesturhluta Beirút. Þrátt fyrir það var skothríðinni haldið áfram í nótt og íbúum borgarinnar varð ekki svefnsamt. Samkvæmt útvarpsfréttum hefur sýrlenskt herlið fengið skipun um að sameinast öryggissveitum sem í eru nokkur hundruð drúsar og shítar. I Damaskus hefur verið tilkynnt að Sýrland bíði eftir opinberri beiðni líbanskra yfirvalda áður en gripið verður til hernaðarlegra aðgerða. Átök síðustu daga geta orðið stjórninni í Libanon að falli. Forsæt- isráðherrann Rashid Karami, náinn bandamaður Sýrlands, og tveir aðrir aðalleiðtogar múslíma segjast munu segja af sér ef bardögunum linnir ekki. Vegna átakanna hefur ekki verið unnt að flytja matvæli og lyf til þeirra þúsunda Palestínumanna sem hafast við í flóttamannabúðum í Lí- banon. Einnig hafa tilraunir til að fá látna lausa tuttugu og sex gísla farið út um þúfur vegna bardaganna. Tveir Bandaríkjamenn, sem eru mú- slímar, flúðu frá vesturhluta Beirút í gær en þeir voru þangað komnir til að reyna að fá gíslana látna lausa. Voru þeir rændir og hótel þeirra skemmt af varðliðum. Sýrlenskir hermenn á verði á götu í vesturhluta Beirút. Simamynd Reuter Kommúnisti lætur skot ríða af í bardaga við Amal shíta. Alls hafa hundrað og fimmtíu manns falliö og þrjú hundruð særst i átökum siðustum daga. Simamynd Reuter I bardögunum, sem geisa i vesturhluta Beirút, hefur verið kveikt í byggingum og þær einnig eyðilagðar á annan hátt. Simamynd Reuter BLASTURS ELDAVÉLIN Gerð R-44 LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI: 50022 3 möguleikar: Yfir- og undirhiti. Blásturshiti. Grill — hitun. Tvöfalt gíer í hurð. Barnalæsing. Stillanlegur sökkull. Tvær hraösuöuhellur. Hitaskápur undir ofni. Fylgihlutir: Ofnskúffa, 4 bökunarplötur og rist. Aukahlutir: Klukkubak með eöa án steikarmælis, grillmótor og teinn. Fæst í 5 litum. Hagstætt verð. Góð kjör.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.