Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987.
31
• Charlie Nicholas hefur oft þurft að
moka snjó i vetur
Fer Nicholas
til Aston Villa?
Aston Villa hefur að undanfömu reynt
mikið að fá Charlie Nicholas í sínar raðir.
Billy McNeill, framkvæmdastjóri Aston
Villa, er reiðbúinn að borga vel fyrir Nichol-
as og einnig að láta Tony Dorigo í skiptum.
Gengi Aston Villa á keppnistímabilinu er
búið að vera afleitt og er liðið í hópi neðstu
liða. Liðinu veitir því ekkert af að hressa
svolítið upp á sóknarleikinn og er einn lið-
urinn í því að fá Nicholas keyptan til
félagsins.
Nicholas hefur h'tið fengið að spila með
Arsenal á þessu keppnistímabili en framan
af átti hann við meiðsli að striða. í síðasta
leik Arsenal var haim ekki einu sinni á
varamannabekk liðsins.
-JKS
Celtics sigraði
Sex leikir fóru fram í fyrrinótt í NBA
deildinni bandarísku í körföbolta og héldu
bæði stórliðin, Boston Celtics og Los Angel-
les Lakers, áfram sigurgöngu sinni. En
annars urðu úrslit í leikjunum þessi:
Cleveland-Sacramento......129-119
Indiana-Seattle......i.......105-88
76’ers-Golden State........114-103
Boston Celtica-Dallas.......113-96
Los Angeles Lakcrs Denver..128-122
Milwaukée-ÚtahJazz.........113-109
-JKS
Valsmenn
æfa í Belgíu
Krisýán Bemburg, DV, Belgíu:
íslenskir knattspymumenn em nú famir
að hugsa sér til hreyfings fyrir knattspyrnu-
vertíðina í sumar og hyggjast nokkur lið
fara út um páskana til æfinga og keppni.
Valsmenn fara til Hollands í æfingabúðir,
náhar tiltekið til Kempervennen, og er ætl-
unin að leika æfingaleik við belgíska 1.
deildar liðið Brúgge i þeirra ferð. Sævar
Jónsson, sem leikur með Val í sumar, lék
einmitt með Brúgge þegar hann var at-
vinnumaður í Belgíu.
Stjömiunenn verða með stóran hóp knatt-
spymumanna í Skotlandi um páskana og
er ætlunin að spila nokkra æfingaleiki.
2. flokkur Breiðabliks verður á ferð í Belg-
íu á sama tíma og leikur þar að minnsta
kosti við unglingalið Lokeren en unnið er
að þri að fá fleiri leiki.
Verður Olsen
áfram hjá Köln?
Forráðamenn FC Köln reyna nú allt hvað
þeir mega til þess að fá fyrirliða danska
landsliðsins, Morten Olsen, til að fram-
lengja samning sinn hjá liðinu um eitt ár.
Samningur Olsen, sem er nú 37 ára, rennur
út í vor en frammistaða hans er slík að lið-
ið getur ekki án hans verið.
Köln nýtti vetrarfríið til æfingarferða til
fsrael og S-Ameríku og lék þar nokkra æf-
ingarleiki og var Olsen óumræðilega besti
maður liðsins þar. -SMJ
íþróttir
„Úthaldið brást í
framlengingunni“
- sagði Pálmar Sigurðsson. UMFN vann Hauka, 113-103!
„Það var virkilega sárt að tapa þessu
því að við spiluðum mjög vel í 40 mín-
útur en framlengingin fór alveg með
þetta. Við erum búnir að spila 3 leiki
á einni viku og við höfðum einfaldlega
ekki nóg úthald í framlengingunni,“
sagði Pálmar Sigurðsson, eftir að
Njarðvíkingar höfðu sigrað Hauka í
úrvalsdeildinni í körfubolta í gær-
kvöldi. Leikur liðanna var æsispenn-
andi og stórskemmtilegur og að
loknum venjulegum leiktíma var stað-
an jöfri, 94-94. Þá varð að framlengja
leikinn í 5 mínútur og í framlenging-
unni reyndust Njarðvíkingar sterkari
og sigruðu, 113-103, en Haukamir
sátu eftir með sárt ennið eftir að hafa
haft undirtökin lengst af.
Haukamir byrjuðu mun betur og
sýndu stórgóðan leik fyrstu mínútum-
ar. Staðan 16-7 og 21-10 eftir 5 mín.
en þá fór aðeins að draga af heima-
mönnum og Njarðvíkingar jöfhuðu
metin um miðjan hálfleikinn. Jafhræði
var síðan með liðunum en í hálfleik
var staðan 54-50 Haukum í vil. Síðari
hálfleikur var stórgóður eins og sá
fyrri en Haukar höfðu nauma forystu
allt þar til á lokamínútunum að Njarð-
víkingar komust yfir, 91-90. Þegar 1
mín. var eftir var staðan 94-93 fyrir
Hauka en þá misstu Haukamir bolt-
ann og Njarðvíkingar fiskuðu tvö
vftaköst þegar 7 sekúndur vom eftir.
Teitur Örlygsson hitti aðeins úr einu
skoti og jafhaði. Haukar geystust í
sókn en Pálmari mistókst að skora og
framlenging því staðreynd. í henni
vom Njarðvíkingar miklu sterkari og
unnu ömggan sigur i lokin, 113-103.
Bæði lið léku þennan leik mjög vel
en eins og tölumar bera með sér var
sóknarleikurinn í fyrirrúmi. Hjá
Njarðvík vom þeir Jóhannes, Helgi,
Valencia býður
metupphæð
Sigurglaðir írar
fagna hér marki Marks Lawrenson sem hann skoraði á 17. mínútu leiks íra
og Skota á Hampden Park í fyrrakvöld. Það reyndist sigurmark leiksins og
eru írar nú með ágætis stöðu í riðlinum, með 4 stig eftir 3 leiki. í liði, sem
er hörkugott, voru eftirtaldir leikmenn: Bonner (Celtic), McGrath (Man.
United), Moran (Man. United), McCarty (Man. City), Hougton (Oxford),
Lawrenson (Liverpool), Whelan (Liverpool), Aldridge (Liverpool), Stapleton
(Man. United), Brady (AC Mílanó) en John Byrne (QPR) kom inn á fyrir
hann og Galvin (Tottenham). Símamynd/Reuter
Hreiðar og Valur í sérflokki en Teitur
stóð einnig fyrir sínu í leiknum. í liði
Hauka kom komungur nýliði, Tiyggvi
Jónsson, skemmtilega á óvart og stóð
sig mjög vel í sínum fyrsta leik í úr-
valsdeildinni. Pálmar var að vanda
mjög sterkur og reyndar stóð allt
Haukaliðið sig vel.
Stig Hauka: Pálmar 35, Ólafur 14,
Tryggvi 13, Henning 11, fvar 10, Reynir
10, Ingimar 8 og Sigurgeir 2. Stig UMFN:
Jóhannes 26, Helgi 23, Valur 22, Hreiðar
21, Teitur 12, Kristinn 6 og Ámi 3.
Dómarar voru Jón Otti Ólafsson og
Bergur Steingrímsson og áttu þeir fremur
slakan dag og högnuðust Njarðvíkingar
nokkuð á dómgæslu þeirra. -RR
• Pálmar Sigurðsson.
• Jón G. Bjamason.
Eriing og
Jón G. í KR
Knattspymumaðurinn Erling
Aðalsteinsson er nú að nýju geng-
inn í raðir KR-inga. Hann lék um
skeið með Gróttu en hefur nú
ákveðið að spila á ný með sínu
gamla félagi.
Þá er Jón G. Bjamason einnig
genginn í KR en hann hefúr æft
um hríð með ÍR-ingum. Jón hyggst
leika með fyrsta flokki KR á kom-
andi sumri.
„Ég er að byggja og hef því ekki
tíma aflögu í fótboltann," sagði
Jón í stuttu samtali við DV. „Ég
ætla að dútla með í sumar, - meir
af gamni en alvöru.“
Sigur hjá Þór
Þór sigraði úrvaldsdeildarlið
Fram á Akureyri í gærkvöldi með
86 stigum gegn 56. Var þetta fyrri
viðureign liðanna í 8 liða úrslitum
í bikarkeppni KKÍ.
Kytfingar
til Spánar
Golfleikurum gefst kærkomið
tækifæri að leika golf á frábærum
golfvelli, Santa Ponsa, um pásk-
ana. Ferðaskrifetofan Samvinnu-
ferðir-Landsýn verður með 30
manna ferð til Mallorca um pásk-
ana og verður farið utan 15. apríl
og komið aftur þann 29. apríl. Af
þessum 14 dögum eru 8 frídagar frá
vinnu. Margir kylfingar hafa þegar
skráð sig í þessa hagstæðu ferð en
þess má geta að fararstjóri verður
hinn eldhressi kylfingur, Kjartan
Lárus Pálsson. -SK
í Dana
Spænska liðið Valencia hefur boðið
danska liðinu Bröndby metupphæð
fyrir miðvallarleikmanninn Henrik
Jensen. Spánverjamir segjast vera til-
búnir að greiða 28 milljónir króna fyrir
hin 27 ára gamla Jensen. Þetta er
hærri upphæð en var greidd fyrir Mic-
hael Laudrup á sínum tíma.
„Bæði við í Bröndby og Henrik Jens-
en erum á þvi að taka þessu tilboði,11
sagði formaður Bröndby, Per Bjerre-
gaard. Formaðurinn vildi þó ekki gefa
upp hve mikið af upphæðinni rynni
til félagsins en það er auðvitað veru-
legur hluti. Atvinnumennskan ræður
nú ríkjum í dönsku knattspyrnunni
og sala eins og þessi ýtir auðvitað enn
frekar undir hana. Bröndby er nú í
8-liða úrslitum Evrópukeppninnar.
-SMJ
• Henrik Jensen.
BÍLAKJALLARINN
Fordhúsinu v/hlið Hagkaups.
Símar 685366 og 84370.
Chevrolet Blazer Silverado 4x4 dísil
Til sölu Blazer árg. '82, ekinn 57.000 km, með eftirtöldum aukabúnaði frá verksmiðju. Falleg-
ur bill, til sýnis hjá okkur:
• 6,2 lítra nýrri dísilvél • krómstálspeglum á báðum
O sjálfskiptingu með overdrive hliðum.
• aflstýri og bremsum • stereoútvarpi og kassettutæki
• krúskontroli • Söluverðmæti 1.300.000,-
• lituðu gleri