Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Page 8
8
LAUGARDAGUR 14. MARS 1987.
Ferðamál
í heimsókn hjá
frúnni í Hamborg
Þótt Hamborg standi um 100 km
inni í landinu er hún ein af stærstu
hafriarborgum heims. Borgin stend-
ur við ána Elbu sem er skipgeng
bæði frá náttúrunnar hendi og einn-
ig heftir mannshöndin hjálpað þar
til.
Það tekur um það bil sex klukku-
stundir fyrir skip að sigla frá strönd-
inni til Hamborgar.
til útlanda fer þeim ugglaust oft eins
og undirrituðum að finnast að þar
sé eilíft sumar. Það kemur manni
hálfvegis á óvart, þegar komið er til
erlendrar stórborgar um miðjan vet-
ur, að þar sé bæði kalt og allur
gróður lífvana. Að þessu sinni vildi
einnig svoleiðis til að hlýrra var á
íslandi en annars staðar í Evrópu,
eins og verið hefur raunar í allan
vetur.
Vetur konungur var við völdin í
Hamborg á dögunum, en viðmót
fólksins var hlýtt og enginn kuldi
þar. Á meðan á dvölinni stóð voru
blaðamenn í umsjá sérlega elskulegs
fararstjóra, frú Helgu Haas, sem
uppíyllti minnstu óskir og vék varla
frá okkur á meðan á heimsókninni
stóð.
Það hljómaði kunnuglega íyrir
eyrum íslendinganna þegar verið
var að hálfafsaka leiðindaveður.
Helga trúði því heldur varla að okk-
ur íslendingunum brygði nokkuð við
að koma frá íslandi!
Menningarleg heimsókn
Heimsóknin til Hamborgar á dög-
unum var með mjög menningarlegu
ívafi. Boðið var upp á dásamlega
orgeltónleika í einni af stærstu og
Höfnin frá fornu fari
Sögu hafnarinnar í Hamborg má
rekja allt til ársins 1188 að Adolf
hinn m„ greifi af Holstein-Storman
setti á stofri nýja borg sem skyldi
verða verslunar- og hafnarborg.
Þetta er talið vera á þeim stað sem
núverandi höfh er.
Borgin Hamborg eða elsti hluti
hennar er talinn vera frá byrjun
níundu aldar. Þá komu franskir sig-
urvegarar yfir ána Elbu með Karl
mikla í fararbroddi. Byggðu þeir
kastala og trúboðsstöð sem þeir köll-
uðu „Hamma-borg“, sem þýðir á
hæðinni. Kastali þessi er talinn hafa
verið skammt frá þar sem ein af
kirkjum Hamborgar, Péturskirkjan,
stendur í dag í hjarta borgarinnar
við aðalverslunargötuna, Möncke-
bergsstrasse. Sonur Karls mikla,
Lúðvík hinn guðhræddi, stofnaði
biskupssetur í Hamborg á árunum
831-34.
Árið 1216 voru þessar tvær borgir
sameinaðar og Hamborg fór að
teygja sig yfir engjalöndin meðfram
Alsteránni og niður með Elbu. Brýr
voru nauðsynlegar í þá daga og eru
raunar enn í dag. í Hamborg er að
finna fleiri brýr .en í nokkurri ann-
arri borg í Evrópu, 2100 talsins. Þar
af em eitt þúsund yfir ár eða vötn.
í Hamborg em tvö stöðuvötn, Alst-
ervötnin. Byggðin hefur verið
skipulögð á fagurlegan hátt í kring-
um þau. Þessi vötn em upphaflega
gerð af mannavöldum. Þau vom
gerð með tveimur stíflum, sú fyrri
var gerð árið 1190 og hin síðari 1235.
Virðuleg borg
f dag er Hamborg miðstöð við-
skipta og samgangna í Norður-
Evrópu, en mjög góðar samgöngur
em frá borginni í allar áttir. Ekki
síst til Norðurlandanna. fslendingar
eiga mikil viðskipti við Hamborg og
íslensk skip sigla um höfhina í Ham-
borg nærri daglega.
Á dögunum, er undirritaður átti
þess kost að gista þessa gömlu borg
í boði Amarflugs og ferðamálaráðs
Hamborgar, sáum við einmitt eitt
af skipum Eimskips líða um höfhina
er miðdegisverður var snæddur í
einu af fínustu veitingahúsunum á
hafiiarsvæðinu sem heitir Ubersee-
brúcke.
Ekki eilíft sumar í útlöndum
Þegar íslenskir ferðamenn koma
Aðaljárnbrautarstööin, þaðan er hægt að komast um alla borgina, bæði
ofanjaröar og neðanjarðar.
Skreyting úr Schiffer Borse veitingastaönum sem getið er um í greininni. Þarna hangir haganlega gert skipslíkan niður úr loftinu. Stöngin, sem sér á
til vinstri á myndinni, er hluti af akkerinu stóra sem þarna var verið að koma fyrir. DV-myndir A.Bj.
elstu kirkjum borgarinnar, St. Mic-
haelis. Þetta er ein af stærstu barok
kirkjum í Evrópu, þótt bygging
hennar hafi hafist í byrjun 17. aldar
er núverandi bygging síðan i byrjun
þessarar aldar.
Tvisvar sinnum eyddist kirkjan
gjörsamlega. Árið 1750 sló eldingu
niður f hana og hún hrundi. En end-
urbygging hófst strax og var lokið
1786. Svo var það árið 1906, á sól-
björtum sumardegi, að eldur kom
upp í kirkjunni og hún eyðilagðist.
íbúar borgarinnar voru harmi slegn-
ir en endurreistu kirkjuna í sinni
fyrri mynd og var hún vígð 19. októ-
ber 1912.
Kirkjan varð fyrir miklum skaða
vegna loftárása í stríðinu og var
dregið i efa að möguleiki væri á að
endurreisa hana. Það var þó gert og
19. október árið 1952 var kirkjan
vígð í þriðja sinn við hátíðlega at-
höfh.
Allir sjá predikunarstólinn
Altarið er 20 metra hátt, úr marm-
ara, og altaristaflan úr glermosaík
og sýnir upprisu Krists. Predikunar-
stóllinn er gífurlega mikill, úr
marmara. Kirkjusætunum er þannig
komið fyrir að predikunarstóllinn
sést hvaðan sem setið er í kirkj-
unni. Hún rúmar 2550 kirkjugesti
og eru þá ekki talin með sætin á
svölunum fyrir framan stærsta orge-
lið. í kirkjunni er að finna þrjú
orgel, sem notuð eru eftir því hvaða
athöfn fer fram. Stærsta orgelið hef-
ur 6665 pípur og ftmm hljómborð.
Það er síðan 1962 en elsta orgelið,
sem eyðilagðist í eldinum árið 1906,
var með 12.173 pípur og var eitt af
stærstu kirkjuorgelum í heimi.
Eitt kvöldið var hópnum boðið í
ríkisóperuna til þess að sjá ballettinn
Gisellu eftir Adams. Það var dásam-
leg sýning og dansaramir stórkost-
legir. Vel til fundið að bjóða
útlendingum upp á ballettsýningu
þar sem tungumálið verður ekki
þrándur í götu.
líki, og hvarf svo út í þokuna.
Þama var okkur boðið upp á grat-
ineraða smálúðu, eins góða og hún
hefði verið í Reykjavík.
Við leyfum okkur einnig að mæla
með veitingastað sem heitir Schiffer
Börse, Kirchenalle 46, rétt við hlið-
ina á Europáischer Hof sem hýsti
gestina. Schiffer Börse er mjög
skemmtilega innréttaður staður þar
sem allt minnir á hafið og sjó-
mennsku. Þar em skipslíkön og
ýmsir munir sem bjargað hefur verið
úr greipum hafsins eins og risastórt
akkeri.
Veislumatur á hóflegu verði
Maturinn á þeim veitingastöðum,
sem hópurinn heimsótti, var á hæfi-
legu verði, kjötréttur kostaði frá
17-18 mörkum upp í 35 mörk
(340-700 ísl. kr.) Sérríglas kostar 6,50
(130 ísl. kr.), bjórinn um 5 mörk 'A
1 (100 kr. ísl.) glas af frönsku koníaki
kostaði 7,50 (150 ísl. kr.).
En Hamborg er ekki bara fræg
fyrir siðsamlega orgeltónleika, bal-
lett og góða matsölustaði. Hún hefur
löngum verið fræg fyrir skemmti-
hverfið við höfhina þar sem hægt er
að fá allar langanir sínar uppfylltar.
1 Hamborg er vændi einnig löglegur
atvinnuvegur og þeir sem hann
stunda em undir eftirliti heilbrigðis-
yfirvalda. Það mun kosta um 500
mörk (10 þús. kr.) að eiga viðskipti
við fyrsta flokks vændiskonu.
Ekki er hægt að skilja svo við
skemmtanalífið í Hamborg að ekki
sé minnst á jassklúbbinn Cotton
Club sem hópurinn heimsótti eitt
kvöldið. Það var stórkostleg upplif-
un og þar leikin ekta fín New
Orleans hljómlist af tíu manna
hljómsveit. Þetta er elsti jassklúbbur
Hamborgar og þangað koma jafnan
heimsfrægir jassleikarar til þess að
leika listir sínar. Cotton Club er á
Grosneumarkt 50 og ráðleggjum við
öllum sem til borgarinnar koma að
heimsækja þennan bráðskemmtilega
stað. -A.BJ.
Veislumatur í hvert mál
Ferðahópnum var boðið á nokkra
veitingastaði þar sem bragðað var á
kræsingum þýðverskra matreiðslu-
manna. Eitt kvöldið var farið á
Fleetenkieker, sem er sagður dæmi-
gerður veitingastaður fyrir Ham-
borg. Þar var allt skreytt með því
sem við köllum „jólaskraut", en til-
Enginn Hamborgarfari má missa
af því að heimsækja Cotton Club.
heyrði föstuinnganginum. Tveir
hljómlistarmenn, Willy og Ove,
komnir yfir miðjan aldur, léku og
sungu dæmigerða sjóaramúsík við
góðar undirtektir áheyrendanna.
Boðið var upp á síld og dæmigerðan
þýskan rauðgraut með rjóma. Hann
féll að vísu ekki eins vel í smekk
gestanna og ís með ferskum ávöxtum
sem sló allt út sem íslenskir kunn-
áttumenn höfðu áður kynnst.
í annan stað var boðið upp á fisk-
máltíð á Uberseebrúcke á hafnar-
svæðinu. Það er mjög fínn veitinga-
staður með góðu útsýni yfir höfnina,
sem því miður var ekki fyrir hendi
daginn sem hópurinn var á ferðinni.
Þá var svo mikil þoka að ekki sá
handa skO. Nema hvað allt í einu
kom einn af fossum Eimskips líðandi
út úr þokunni eins og eitthvert fer-