Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Side 10
10 LAUGARDAGUR 14. MARS 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Þversum með sæmd Ánægjulegt er, að íslandi hefur tekizt að losna undan norrænum grillum einhliða yfirlýsinga um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum. Þær grillur hafa stuðlað að trú Sovétstjórnarinnar á, að hún fái vestræn- ar eftirgjafir ókeypis, án þess að gefa eftir á móti. Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra hefur verið í eldlínuninni í þessu máli, bæði gagnvart öðrum utan- ríkisráðherrum á Norðurlöndum og gagnvart nytsömum sakleysingjum og friðardúfum á Alþingi heima fyrir. Festa hans í þessu máli hefur verið íslandi mikils virði. Einnig skiptir miklu, að stjórnarandstöðuflokkurinn, sem virðist hafa mest fylgi um þessar mundir, Alþýðu- flokkurinn, hefur gengið í berhögg við stefnu hliðstæðra flokka á Norðurlöndum. Hann hefur eindregið skipað sér í fylkingu vestræns varnarsamstarfs. Kaldhæðnislegt er, að norrænir ráðherrar og þing- menn skuli liggja í dómgreindarrugli á hliðarspori, meðan fulltrúar heimsveldanna sjálfra eru að ræða skynsamlegar hugmyndir um virkt eftirlit með áþreifan- legum samdrætti vígbúnaðar á ýmsum sviðum. Afstaða ríkisstjórnarinnar og bakstuðningur Al- þýðuflokksins hefur leitt til, að ekki hefur náðst norrænt samkomulag um skipun embættismannanefnd- ar til að kanna möguleika á kjarnavopnalausu svæði á Norðurlöndum. Við stöndum þar þversum með sæmd. Hinn nýi utanríkisráðherra Noregs er sagður vinna að frestun fundar norræns utanríkisráðherrafundar, sem vera á í Reykjavík 25. marz. Hann vill nota tím- ann, sem vinnst, til að leita orðalags, er íslendingar sætti sig við. Frestun getur leitt til skárra orðalags. Hugsanlegt er, að á endanum verði embættismönnun- um falið að undirbúa víðari skilgreiningu, þannig að talað verði um nyrsta hluta allrar Evrópu, allt frá ís- landi til Úralfjalla. Þar með yrðu víghreiðrin á Kola- skaga og við Eystrasalt réttilega inni í myndinni. Vígbúnaður á Norðurlöndum er lítilfjörlegur og felur hvorki í sér ógnun við heimsfrið, né við frið á norður- slóðum. Vígbúnaður Sovétstjórnarinnar á þessum slóðum, þar með talin kjarnorkuvopn, er hins vegar alvarleg ógnun við heimsfrið og við frið á norðurslóðum. Verið getur, að Sovétstjórnin vilji ekki ræða slík mál við fulltrúa smáríkja á Norðurlöndum. En sú afstaða er ekki gagnslaus, því að hún mundi leiða til raunsærri viðhorfa á Norðurlöndum í stað óskhyggjunnar, sem tröllríður friðardúfum og sakleysingjum svæðisins. Hitt er ekki óhugsandi, að Sovétstjórnin telji sér nauðsynlegt, til dæmis af efnahagsástæðum, að sætta sig við núverandi valdajafnvægi, í stað fyrri stefnu heimsyfirráða. Þá gæti einörð og sáttfús afstaða Norð- urlanda stuðlað að eftirgjöfum Sovétstjórnarinnar. Mestu máli skiptir, að nytsamir sakleysingjar á Norð- urlöndum verði kveðnir í kútinn og að ekki verði gefnar út einhliða yfirlýsingar, sem Sovétstjórnin mun fyrir- líta. ísland á norrænu hlutverki að gegna á þessu sviði, þar sem sjónarmiðin eru raunsærri hér á landi. Einmitt vegna þess á Sjálfstæðisflokkurinn að láta af andstöðu við þátttöku í ráðstefnum þeim, sem danski stjórnmálamaðurinn Anker Jörgensen hefur staðið fyr- ir. Þar eiga menn einmitt að mæta fjölmennir til að gera markvisst grín að einfeldni frænda vorra. Skandinavar, þar á meðal ráðherrar og þingmenn, eiga að læra af íslendingum og leggja niður þann ósið að láta yfirgang Sovétstjórnarinnar taka sig á taugum. Jónas Kristjánsson að Eitt er það sem við íslendingar höfum aldrei lært til fulls, það er sú list að kunna að loka dyrum hávaða- laust, eins og siðað fólk gerir sem heíúr búið í íbúðarhúsum um langan aldur. Ég veit ekki hvort klaufaskapur- inn við dyrnar stafar beinlínis af ólægni, eða hvort þetta er ein af þeim ógurlegu erfðum sem íþyngja manninum, ganga með honum í arf til kynslóðanna. Hvað um það, að mínu viti og heyrn minni held ég að við skellum hurðum fremur en við lokum dyrum. Einhvem veginn umgöngumst við dyr, jafnvel á nýtísku húsum, eins og þær væru á fjárhúsum. Nú kann vel að vera að þið hafið ekki tekið eftir þessu beinlínis, en kannski hafið þið hrokkið oft í kút á heimilum ykkar við hurðaskelli. Þeir tíðkast mikið frammi á göngum. En þeir heyrast líka inni í íbúðum, ef dyrum þar er á annað borð lokað. Ein merkasta lausnin á látlausum hurðaskellum er sú alkunna í bygg- ingalist að hafa næstum engar dyr í íbúðum. Allt er opið út í gegn, nema að sjálfsögðu eru útidyr. Við lifúm ekki enn fyrir opnum tjöldum. Hurðaskellimir hafa ekki rekið okk- ur til algerlega opins lífs. Þegar þið hlustið eftir hurðaskell- unum í húsinu þar sem þið búið, finnst ykkur þeir bara vera venjuleg- ir skellir. Samt er það ekki svo. í sérhverjum skell er arfleifð kynslóð- anna. Venjulega eru skellimir þannig að hurðin slæst í dyrustafinn, og ef dymar em á gangi, til að mynda stigahúsi, eins og það heitir núna, berst dynurinn upp um alla ganga og hamast síðan í loftinu efst uppi eins og þruma, einslags innanhúss- þruma. Stundum er eins og barið sé að dyrum, og dæmi em til að við einn hurðaskell hafi allir íbúar fjölbýlis- húss farið út í dyr að gá hver væri kominn. En þeim mætti örlítill vind- strókur. Aðalerfðimar í íslenskum hurða- skellum er hægt að rekja til fjósdyra, Listin loka dyrum I talfæri Guðbergur Bergsson hesthúsdyra eða dyra á útihúsum yfirleitt. Samt eru sumir hurðaskell- ir nátengdir því þegar bæjardyrum var skellt, þegar hurðin féll ekki al- mennilega í, hafði bólgnað, þomað og dregist saman eða hreinlega skekkst. Svo em til skellir sem líkjast því þegar snjór var í falsi, og í stað þess að hreinsa hann djöflaðist fólk á dyrunum, þangað til að krapið spýtt- ist í allar áttir. Fólk nennti ekki að beygja sig til að bora snjókrapinu burt. Athugið nú, hvort þið heyrið ekki nið aldanna í hurðaskellunum heima hjá ykkur, annað hvort hjá nágrönn- unum eða börnunum ykkar. Þeim sem hafa ekki einu sinni komið í gamaldags fjós. Samt hafa þau erft siðinn. Það er afar fróðlegt að koma á elliheimili og athuga hurðabúnað þar. Á flestum elliheimilum em eng- ir þröskuldar, þannig að það stendur gustur undir dymar inn á gamla fólkið, til að minna það á foma tíð, þegar gólfkuldinn og dragsúgur vom ríkjandi. Húsasmíðameistarar og arkitektar gera þetta ekki af illgimi, heldur em hér erfðir að verki. Og ekki er þetta það versta. Það hriktir í öllum dyrum á elliheimilum, einkum þeim nýjustu. Á tímabili týndust niður erfðimar, en núna skýtur þeim upp brjálað hjá bömum fólksins sem gerði byltingu gegn erfðunum og - öllu þessu gamla drasli. Um daginn var ég staddur á einu slíkra elliheimila og það hrikti í öll- um dyrum, eins og hurðimar væru munnur á manni með flog eða skjálfta. Þær skulfu eins og þegar skellur í tönnum. - Það er alltaf draugur í þessu húsi, sagði gamla konan. Hann djöfl- ast á dyrunum hjá mér allar nætur. Svo ég hélt að arkitektinn hefði hurðirnar þannig til að viðhalda draugatrú, sökum góðsemi við síð- ustu kynslóðina sem átti huldufólk að vinum og barðist við „raunveru- lega“ drauga sem voru í náttúmnni en ekki í heilabúinu. Litlu seinna heimsótti ég gamlan mann á elliheimili. Hann heyrði þennan rokna hurðaskell og sagði: - Nú held ég að Guðrún sé að koma úr fjósinu, meg sinn djöfúl- gang. Hvers vegna heldurðu það? spurði ég. - Og ætli ég þekki hana ekki á bölvuðum hurðaskellunum. Það er eins og hún ætli aldrei að geta kom- ið fjósdyrunum aftur, hún böðlast svo á hurðinni. Mér þótti þetta vera fram úr hófi fróðlegt. Samt sagði ég ekkert. Því að hugsandi maður segir aldrei neitt á meðan hann er að hugsa. Þá sagði gamli maðurinn: - En það skrýtna við hana Guðr- únu er orðið það, að hún kemur aldrei inn með mjólkina. Það gera víst fjósdyrnar. Hún er alveg bundin við þær. Enda vill hún verða lista- kona í þvi að loka dyrum. Ráðið til að forðast hurðaskelli er að hafa engar hurðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.