Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 14. MARS 1987. 11 Kosið um foringja Stjórnmálamennirnir em oft sjálf- um sér verstir. Þá niðurstöðu má draga af ákvörð- unum ríkisstjómar og alþingis um kjördag. Auðvitað er það almenna áhuga- leysi sem ríkir á stjómmálum, þar á meðal væntanlegum kosningum, í takt við tíðarandann. Sjálfshrífning- arkynslóðirnar hafa lítinn áhuga á svo ómerkilegum athöfnum sem pól- itík. En stjómmálamennimir hafa sið- ur en svo reynt að glæða áhuga á stjórnmálaumræðu með vali sínu á kosningadegi. Þvert á móti. Sú á- kvörðun þeirra að láta kjósa 25. apríl kemur í veg fyrir heillega kosninga- baráttu. Páskavikan aðskilur bai'- áttu flokkanna um hylli kjósenda frá sjálfum kosningunum. Einn vinur minn, sem er sérlega makkiavellskui' í hugsun, segir hins vegar að þetta sé allt með ráðum gert hjá stóm strákunum í pólit- íkinni. Þeir viti sem er að því minna sem kjósendur sjái og heyri í fram- bjóðendunum þeim mun fleiri atkvæði skili sér i réttan kassa. Hugurinn við annað Það er auðvitað ljóst að hugur almennings er við flest annað þessa stundina en pólitík. Einkum að njóta veraldlegra gæða. Fjölmiðlamir verða sífellt fyrir- ferðarmeiri í daglegu Iífi fólks. Þótt Stöð tvö kosti nokkurn pening hafa aukin fjárráð mikils hluta þjóðar- innar sennilega lítið með aukna neyslu á þessu sviði að gera. Fram- boðið, fjölbreytnin, hefui' einfaldlega aukist án þess að neytendur verði mikið varir við kostnaðinn sem því fylgir. Þau útgjöld dreifast nefnilega á marga aðila þegar þau koma að lokum fram í hærra vömverði þeirra sem mest auglýsa í nýjum miðlum. Eftir metinnkaup á nýjum biffeið- um á nýliðnu ári stefnir í lslandsmet í ferðalögum til útlanda á komandi sumri. Þannig mætti áfram rekja dæmi um ríkjandi lífsstíl aukinnar og fjöl- breyttari neyslu á flestum sviðum. Fólk er semsé einkum með hugann við hin efnalegu gæði lífsins. Hug- sjónabarátta, gmndvallarátök um þjóðfélagsstefnur, slíkt er gamal- dags. Umgerðin skiptir meira máli en innihaldið. Veraldleg lífsnautn er stíll samtimans. Stund milli stríða Eftir þá jarðskjálfta í lífsstíl, sem einkenndu síðari hluta sjöunda ára- tugarins og fyrri hluta þess áttunda. er engin furða að nýjar kvnslóðir horfi nú til annarra útta. Það er eðli hinna yngri að snúast gegn því sem var, fara eigin leiðir. Á sama hátt og 68-kynslóðin gerði til- raun til að bvlta ríkjandi lífsstíl. þannig leitar ungt fólk i dag lífs- fyllingar í þeim gæðum sem foreldrar þeiiTa risu gegn um hríð. Ekki er að efa að eftir einn til tvo áratugi snýst dæmið við á ný. hring- rásin heldur áfram. Það er því nú eins konar stund milli stríða, logn milli storma. Menn, ekki málefni Það er í samræmi við tíðarandann að formið, umgjörðin, í stjórnmálun- um skiptir nú meira máli en oftast áður. Þannig er mikilvægara fyrir stjórnmálaflokk að hafa leiðtoga sem sýnir af sér góðan þokka, nær til fólksins. eins og það heitir. en ítarlega stefnuskrá. Kosningamar núna munu þannig snúast meira um persónur en stefnu- mál. Það verður í ríkari mæli en áður kosið um menn en ekki endi- lega múlefni. Þetta sést greinilega ef litið er til fylgisþróunar flokkanna samkvæmt skoðanakönnunum undanfarin misseri. Alþýðuflokkurinn, sem var að dauða kominn - enn einu sinni - fyrir fáeinum missemm, hefur risið úr öskustónni án þess að til hafi komið grundvallarbreyting á stefnu. Það sem breyttist var einfaldlega að flokkurinn fékk nýjan formann sem náði með leikrænum tilþrifum til fólks. Á sama hátt og fólk kaus Bandalag jafnaðarmanna í síðustu þingkosningrmi vegna þess að það var að „kjósa Vilmund" hefur veru- legur. hluti kjósenda dregist að Alþýðuflokknum vegna þess að það vill styðja Jón Baldvin. eða í það minnsta gefa honum tækifæri til að sýna hvað hann getur. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hafði dalað í skoðanakönnunum, náði sér þá fyrst á strik þegar Þorsteinn Páls- son setti Parísarsýninguna á svið. Það var persónan. og sá stíll sem var á gerðum Þorsteins. sem leiddi til fylgisaukningar. en ekki efnis- atriði þess máls sem deilt var um né stefnubrevting hjá flokknum. Það eru sem sagt foringjamir sem skipta meira máli en stefnumálin. í samræmi við þetta hefur Fram- sóknarflokkurinn fært formann sinn frá V estfiörðum suður í þéttbýlið þar sem flokkm-inn hefur verið að tapa vemlegu fylgi undanfarin ár. Stein- giimm- Hermannsson er sem stendm' Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri langvinsælastur framsóknarforingj- anna samkvæmt skoðanakönnun- um. Herstjóramir í framsóknarvirk- inu hvggjast nota þessar persónulegu vinsældir formannsins til þess að ná til kjósenda sem að öðru jöfnu mvndu ekki stvðja Fram- sóknarflokkinn. Flokkum fjölgar Framboð verða nú fleiri en oftast áður. Auk þeima fimm stjórnmála- samtaka, sem nú hafa menn á þingi. stefnir í þrjú framboð til viðbótar í öllum kjördæmum ef marka má gefnar yfirlýsingar. Þar koma til leif- arnar af Bandalag jafnaðarmanna, Flokkur mannsins og Þjóðarflokk- urinn sem nýlega var stofnaður. Þessir flokkar munu ekki fá mikið brautai'gengi í kosningunum. Það er ljóst þegar af þeirri ástæðu að þeir hafa ekki foringja sem eru lík- legir til að sópa að sér fylgi. Þegai' er komin nokkur reynsla á framboð Flokks mannsins. Það unga fólk sem í honum starfar sýnir afar mikinn áhuga og dugnað. En það er ekki nóg til að ná árangri í þing- kosningum. Bandalag jafnaðarmanna andaðist þegar þingmenn þess flokks flýðu skip í ósæmilegu hasti. En það er ljóslega ekki öllum gefið að gera gi-einarmun á lifandi flokki og dauð- um. Nýi flokkurinn virðist heldur ekki líklegur til þess að ná manni á þing. Þó er mest óvissa ríkjandi um hann af smáflokkunum vegna þess hversu skammt er síðan flokkurinn var stofnaðm' og enn óljóst um helstu frambjóðendur. Það er sem sagt skoðun mín að þetta vor verði engin uppskemhátíð fyrir smáflokka. Litlar breytingar Skoðanakannanir benda vissulega til þess að fylgi flokkanna og þing- styrkur verði með nokkuð öðrum hætti eftir þingkosningarnar 25. apríl en verið hefúr þetta kjörtíma- bil. Líklega verða þó minnstar brevtingar hlutfallslega hjá Sjálf- stæðisflokki. Alþýðubandalagi og Samtökiun mn kvennalista. Flest bendir til þess að Framsóknaiflokk- urinn tapi en Alþýðuflokkurinn vinni á - allt miðað við úrslit síð- ustu þingkosninga. En trú mín er sú að þrátt fy’rir nokkrar tilfæringar á fydgi flokk- anna verði ekki um mikilvægar breytingar að ræða í stjórnmálum landsins vegna þessara kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn mun vafalít- ið halda sinni stöðu. Þorsteinn Pálsson verður þai- með næsti for- sætisráðherra landsins. Það verður hans að velja sér sam- starfsflokk. Þar koma aðeins tveir flokkar til greina. Framsóknarflokk- urinn og Alþýðuflökkurinn. Þrátt fyrir einhverjar áherslu- breytingar er ástæðulaust að reikna með því að ríkisstjórn Þorsteins taki í meginatriðum á múlum á annan hátt en núverandi ríkisstjórn hefúr gert. Þar skiptir í raun og vem ekki máli hvort Þorsteinn verður með Framsóknarflokkinn innanborðs eða Alþýðuflokkinn. Ef kratarnir verða leiddir í ráð- hen-astólana mun Jón Sigurðsson verða þeiira valdamestm- innan rík- isstjómarinnar. Áhiifa hans hefur gætt á stjórn íslenskra efnahagsmála fjöldamörg undanfarin ár. Fram- sóknarmennimir í Sjálfstæðis- flc’.knum munu svo sjá til þess að halda í horfinu fyrir ríkjandi kerfi ef Jón Baldvin gerist æstur til unv bóta. Eftir kosningar mun landinn svo flýta sér til útlanda til að njóta góð- ærisins í suðrænni sól. Skuggahlióar Umræðan í fjölmiðlmn og manna á meðal hefúr að undanfórnu öðiu fi'emur beinst að ýmsum skuggahlið- vmi þjóðlifsins. Þær fi'ásagnir sem birst hafa um afbrot gegn börnum hafa vakið óhug og háværar kröfm- um strangar refs- ingar. Þióðfélag sem getur ekki verndað böm sin fy'rir ofbeldi hefur að sjálf- sögðu brugðist fn.miskyldum sínum. Mikilvægt er að vernda börn gegn ofbeldismönnum. Ekki bara kvn- ferðisglæpamönnum heldur einnig öðnmi þeim sem valda uppvaxandi kynslóðimi ómælanlegu tjóni. Þar eru framarlega i flokki þeir menn sem stunda innflutning og sölu eit- urefna af ýmsu tagi. Margir eru fullir efasemda um að dóms- og refsikerfið sé i stakk búið að taka á þessum málum með þeim hætti sem nauðsynlegt er. Sú á- kvörðun hæstaréttar að minnka verulega refsingu sem undirréttur dæmdi fy'rir innflutning á hættuleg- imi fíkniefnum hefur vakið furðu. Viðhorf kerfisins til kvnferðisaf- brotamanna hefur einnig verið umdeilt. Þjóðfélagið hefur einkum tvenns konar skvldum að gegna í málum sem þessum. Að taka þá sem hættu- legir eru umhveifi sínu úr umferð og að reyna að betriunbæta þá svo meðan á refsivist stendur að þeir verði öðrum hættulausir þegar þeir koma á ný inn í samfélagið. Takist þetta ekki hefur vamar- kerfi þjóðfélagsins brugðist. Elias Snæland Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.