Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 14. MARS 1987. Leikfélag Akureyrar 1917 - 1987 Danskurinn átti fyrsta leikinn Leiklist á Akureyri hófst árið 1860 fyrir forgöngu danska kaupmannsins Bernhards Steincke. Hann gekkst fyrir fyrstu leiksýningunni, sem var á leikritinu Intrigerne, og var frum- sýning 18. nóvember sama ár. Leikritið var sýnt til ágóða fyrir hina fátæku í bænum en bæjarbúar voru þá um 270 talsins. Akureyringar létu sig ekki vanta í leikhúsið og sáu 74 sýningar. Bernhard Steincke var sjálfur í aðalhlutverki. Hann þótti ákaflega röggsamur maður og lét mjög til sín taka í bæjarmálum. Stuðlaði hann að mörgum framfaramálum í bænum. Leikendur í þessu fyrsta leikriti voru danska og danskættaða fólkið á Akureyri. Það voru því Danir sem komu leiklistinni á legg á Akureyri. -JGH Leikið í skemmum Fram til ársins 1897 voru leikarar á Akureyri á miklum hrakhólum með húsnæði þar sem ekkert leikhús var í bænum. Segja má að á þessum árum hafi verið leikið alls staðar þar sem hægt var að leika, eða í vöruskemm- um, salthúsum, skólastofum og veitingastöðum. -JGH Ekkert sýnt fyrsta árið Ekkert var leikið á fyrsta ári Leik- félags Akureyrar árið 1917. Ástæðan var miklir kuldar og eldiviðarskort- ur á Akureyri. Það var ekki fyrr en vorið 1918 sem fyrsta leikritið fór á fjalirnar. Það var leikritið.Misskiln- ingur á misskilning ofan sem var einþáttungur. Enginn leikstjóri stýrði verkinu og var það aðeins sýnt einu sinni. -JGH Miðinn greiddur með smjöri og ull Leiklist á Akureyri hófst árið 1860. Lengi framan af var ekki leikið við burðugar aðstæður en áhuginn var ekkert síðri fyrir það. Og allt var gert til að fá fólk í leikhús líkt og núna. Þessi auglýsing birtist í tíma- ritinu Stefni 11. febrúar 1898: „Þeir sem ekki hafa peninga mega borga inngöngumiðann með íslensk- um vörum, svo sem prjónasaum, ull, smjöri og fleiru." -JGH Jónsmessunæturdraumur, 1966-77. Frá vinstri: Sæmundur Guðvinsson (nú blaðafulltrúi Flugleiða) og Björg Baldvinsdóttir. Leikendur i Skugga-Sveini, í janúar 1917. Frá vinstri: Páll Vatnsdal, Hallgrim- ur Sigtryggsson, Jóhann Kröyer, Ingimar Eydal, Sigtryggur Þorsteinsson, Konráð Jóhannsson (afi Kristjáns óperusöngvara) og Halldór Ólafsson. Fremri röð: Álfheiður Einarsdóttir, Jóhannes Jónasson og Eva Pálsdóttir. Á myndina vantar sjálfan Skugga-Svein, Jón Steingrímsson. Úr þessum leikhópi komu nokkrir helstu hvatamenn að stofnun LA 1917. Gullna hliðið, 1969-1970. Frá vinstri: Einar Rafn Haraldsson, Sigurveig Jóns- Ævintýri á gönguför, 1933-34. Frá vinstri: Jón Norðfjörð, Páll Bergsson frá dóttir og Þórhalla Þorsteinsdóttir. Hrisey, Ásta Jónsson og Helga Jónsdóttir. Byrjuðu á Frum- kvöðlamir... Frumkvöðlarnir hjá Leikfélagi Akureyrar, sem leikarar og leikstjór- ar, voru þau Haraldur Björnsson, Ágúst Kvaran, Jón Norðfjörð, Svava Jónsdóttir og Sigurjóna Jakobsdótt- ir. Var Haraldur allt í öllu fyrsta áratuginn, síðar þau Svava, Gísli R. Magnússon, Ágúst, Jón og Sigurjóna um 40 ára skeið. Á 70 ára afmæli leikfélagsins er þeirra minnst sem frumkvöðlanna á fjölunum. -JGH Havsteen var fyrsti formaðurinn Fyrsti formaður Leikfélags Akur- eyrar var sýslumaðurinn kunni á Húsavík, Július Havsteen. Hann bjó árið 1917 á Akureyri en fluttist síðar til Húsavíkur. Júlíus þótti skemmtilegur og hnyttinn maður. Af mörgum sögum um Júlíus Havsteen er ein um það þegar hann, sem sýslumaður og unnandi leiklistarinnar á Húsavík, brá sér til Reykjavíkur að sjá leikritið Skugga-Svein. Ekki var Havsteen ánægður. „Ég held að mér sé nú óhætt að koma með mína drengi suður eftir þetta,“ sagði hann að lokinni sýn- ingu. -JGH Júlíus Havsteen sýslumaður var ekkert að skafa utan af hlutunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.