Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 14. MARS 1987.
15
Leikfélag Akureyrar 1917 - 1987
Þau stóðu að Edith Piaf, 1985. Það er eitt af alvinsælustu leikritum sem Þið munið hann Jörund, 1969 til 1970. Arnar Jónsson og Þráinn Karlsson.
Leikfélag Akureyrar hefur sýnt frá upphafi. Fyrir miðju Edda (Piaf) Þórarins-
dóttir.
Skugga-Sveini
Templarar
byggðu bæði
leikhúsin
Góðtemplarar byggðu bæði þau
leikhús sem byggð hafa verið á
Akureyri. Það fyrra var byggt árið
1897 rétt norðaustan við núverandi
leikhús, Samkomuhúsið. Þetta
leikhús brann árið 1952. Templarar
byggðu Samkomuhúsið eftir alda-
mótin og var það vígt 23. desember
árið 1906. Saga þess er því áttræð.
Fyrsta leiksýningin í húsinu var
Ævintýri á gönguför sem sýnd var
20. janúar 1907. Þar með hófst
glæsileg og ævintýraleg ganga
leiklistarinnar í þessu húsi. Og 80
ára Samkomuhúsið stendur enn
fyrir sínu eins og gestir munu sjá
á afmælissýningunni á Kabarett í
kvöld. ' -JGH
Skugga Sveinn
og fallbyssu-
skotin
Fallbyssukúlum var skotið þegar
leikhúsgestum var tilkynnt að sýn-
ing Skugga-Sveins.væri að hefjast.
Drunurnar glumdu og sýningin
byrjaði. Þetta var árið 1877 og not-
uð var sama fallbvssan og lét
bæjarbúa jafnan vita þegar síld var
komin inn á fjörðinn. -JGH
Haraldur Sigurösson skráir sögu
Leikfélags Akureyrar. Verkinu
hyggst hann Ijúka í haust. Hér er
hann á heimavigstöóvum, í úr-
klippusafninu i kjallaranum heima
hjá sér. DV-mynd JGH
Haraldur
Sigurðsson
Haraldur Sigurðsson. leikari hjá
Leikfélagi Akureyrar í mörg ár.
vinnur nú að því að skrá sögu Leik-
félags Akurevrar. Haraldur er
rnikill safnari og í fórurn hans er
að finna dýrmætar heimildir um
leikfélagið. Hann starfar í Útvegs-
bankanum og segist fara beint úr
víxlunum í úrklippusafnið sitt. All-
ar rnvndir og upplýsingar um
Leikfélag Akurevrar hér á síðunni
eru fengnar hjá Haraldi og þökkurn
við honum kærlega fvrir aðstoðina.
-JGH
Eldhuginn
Hallgrimur Valdimarsson, sá sem
ieikfélagið á hvað mest að þakka.
Eldhuginn hjá Leikfélagi Akur-
eyrar, og aðaláhugamaðurinn um
leiklist á Akureyri í áratugi, var
Hallgrímur Valdimarsson verslun-
armaður. Hann er af öllum talinn
maðurinn á bak við það að leik-
félagið komst á laggirnar og hélt
það út. Hallgrímur sat i fyrstu
stjórn félagsins með þeim Júlíusi
Havsteen, Sigurði E. Hliðar og
Jóhannesi Jónassyni.
-JGH
...svo
komu þau
Þau sem voru mest í sviðsljósinu á
fjölunum hjá leikfélaginu á árunum
1940 til 1960 voru Jóhann Ögmunds-
son, Guðmundur Gunnarsson, Júlíus
Oddsson, Jón Kristinsson, Árni
Jónsson, Björg Baldvinsdóttir, Þór-
halla Þorsteinsdóttir, Brynhildur
Steingrímsdóttir og Sigríður P. Jóns-
dóttir og gamanleikarnir Kjartan
Ölafsson og Jón Ingimarsson. Einnig
þær Kristjana Jónsdóttir og Guðlaug
Hermannsdóttir. Auðvitað væri
hægt að nefna enn fleiri leikara en
að flestra mati voru það þau sem
báru hitann og þungann og þóttu
mest áberandi.
-JGH
Jóhann Ögmundsson. Guðm. Gunnarsson. Július Oddsson.
Jón Kristinsson,
Björg Baldvinsdóttir. Þórhalla Þorsteinsdóttir.