Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Síða 22
22
LAUGARDAGUR 14. MARS 1987.
Handknattleikur imglinga
Margrét H. Einarsdóttir.
Margrét H. Einarsdóttir, fyrirliði Víkings:
„Raunhæft að stefha á
4.-6. sestið í úrslitunum“
Við stefrium á að gera okkar besta
í úrslitunum en ætli 4.-6. sætið sé
ekki raunhæft markmið. Liðin, sem
spila í fyrstu deild, eru mjög góð en
ég tel að baráttan um íslandsmeist-
aratitilinn komi til með að standa á
milli Fram og Selfoss. í þeirri bar-
áttu hef ég meiri trú á liði Selfoss.
Ég hef æft handknattleik undanfarin
tvö ár og finnst hann mjög skemmti-
legur. Þetta er eina íþróttin sem ég
stunda. Mér finnst vel staðið að
málefnum yngri flokkanna hér á
landi ef undan er skilin dómgæslan,
hún er léleg,“ sagði Margrét H. Ein-
arsdóttir, fyrirliði Víkings í 4. flokki
kvenna. Margrét var að vonum án-
ægð með árangur liðs síns um
síðustu helgi en þær stelpumar í
Víkingi unnu 2. deild 4. flokks
kvenna.
Úr leik Stjörnunnar og Reynis S. í 4. flokki kvenna. Hvorugu þessara liða
tókst aö komast í A-úrslitakeppnina í ár.
Þessi lið hafa tiyggt sér sæti í A-úrslitum
íslandsmóts yngri flokkanna í handknattleik
2. flokkur karla:
Víkingur, Stjaman, KR, Grótta, UM-
FA, FH, HK, Valur, Fram og lið að
-'Aiorðan.
2. flokkur kvenna:
Stjaman, Grótta, Víkingur, ÍBV, KR,
FH, UBK, Fram, Haukar og UMFA.
4. flokkur karla:
Fram, Valur, Týr V., KR, Fylkir,
Þróttur, ÍR, UMFA, Stjaman og lið
að norðan.
4. flokkur kvenna:
Fram, Grindavík, Selfoss, Víkingur
UBK, Njarðvík, KR, ÍBK, Grótta og
lið að norðan.
Deildakeppnin, 2. flokkur karla, 3. umferð
Víkingar með „hattrick“
í keppni fyrstu deildar
Hið geysisterka lið Víkings náði
þeim frábæra árangri um sl. helgi að
vinna 1. deildar keppni 2. flokks karla
í þriðja skiptið í vetur. Víkingar em
því með fullt hús í deildakeppninni og
em svo sannarlega vel að þessum ár-
angri komnir. „Við unnum öll liðin
nema Gróttu að þessu sinni en hugar-
far andstæðinga okkar í keppninni var
ekki til fyrirmyndar," sagði Ásgeir
Sveinsson, fyrirliði Víkings, eftir mó-
tið á sunnudaginn var. Greinilegt var
að lið KR og FH tóku leiki sína ekki
ýkja alvarlega að þessu sinni og verð-
ur að segjast að það setti svip sinn á
keppnina. Lið Gróttu er á mikilli upp-
leið og gæti komið á óvart í úrslitun-
um. Stjaman tapaði öllum leikjum
sínum en með litlum mun; þetta var
einfaldlega ekki hennar dagur, eins
og sagt er.
Leikið var í KR-húsinu og sáu KR-
ingar um framkvæmd keppninnar. Var
mjög vel að málum staðið og viðkom-
andi aðilum til sóma.
Úrslit leikja urðu:
VíkingiuFH 39-15
Víkingur-Stjaman 21-19
Víkingur-Grótta 20-20
Víkingur-KR 19-17
KR-FH 21-23
KR-Grótta 16-24
KR-Stjaman 24-23
Stjaman-FH 23-25
Stjaman-Grótta 21-22
FH-Grótta 17-20
Lokastaðan: stig
1. Víkingur 7 99-71
2. Grótta 7 86-74
3. FH 4 80-103
4. KR 2 78-89
5. Stjaman 0 86-92
2. deild
Strákamir í HK úr Kópavogi sigr-
uðu með miklum yfirburðum í keppni
2. deildar 2. flokks karla um sl. helgi.
Lið HK vann alla andstæðinga sína
og fékk þvi fullt hús stiga út úr keppn-
inni. Baráttan um annað sætið í
deildinni var hins vegar geysispenn-
andi milli Selfoss, Aftureldingar og
ÍBV. Selfoss vann Aftureldingu, Aftur-
elding vann ÍBV og ÍBV lagði Selfoss.
Lið ÍBV missti síðan af möguleikanum
á öðm sætinu þegar það gerði jafn-
tefli við lið ÍBK. Þetta varð til þess
að Selfoss hreppti annað sætið í deild-
inni vegna sigurs í leik sínum gegn
Aftureldingu.
Það kom nokkuð á óvart að liði
Aftureldingar skyldi ekki ganga betur
á heimavelli en raun bar vitni.
ÍBK vermdi botnsætið að þessu sinni
en með því að gera jafntefli við IBV
hafði liðið mikil áhrif á lokastöðima
ídeildinni.
Úrslit leikja urðu:
Selfoss-HK 17-20
Selfoss-ÍBV 18-22
Selfoss-ÍBK 36-17
Selfoss-UMFA 21-19
ÍBV-ÍBK 16-16
ÍBV-UMFA 12-18
ÍBV-HK 17-18
UMFA-ÍBK 22-17
UMFA-IíK 24-27
HK-ÍBK 28-19
Lokastaðan: stig
1. HK 8 93-77
2. Selfoss 4 93-78
3. UMFA 4 83-77
4. ÍBV 3 67-70
5. ÍBK 1 69-102
3. deild, leikstaður Njarðvik
ÍR-ingar ráku af sér slyðraorðið í 2.
flokki karla um síðustu helgi með því
að vinna glæstan sigur í 3. deild. Ekk-
ert lið átti möguleika gegn sterkum
ÍR-ingum að þessu sinni og hlutu þeir
fullt hús stiga í deildinni. Reykjavík-
urrisamir, Valur og Fram, börðust
jafnri baráttu um annað sæti. Inn-
byrðis viðureign þeirra lauk með
jafntefli, 20-20, og þar sem bæði liðin
töpuðu fyrir ÍR en unnu leiki sína
gegn Njarðvík og Fylki urðu þau jöfh
að stigum. Það þurfti því markamis-
mun úr keppninni í heild til að
ákvarða hvort félagið hreppti annað
sætið í deildinni. Valsmenn vora með
mun hagstæðari markatölu og lentu
þvi í öðra sæti. Njarðvík og Fylkir
stóðu hinum liðunum i deildinni all-
langt að baki að þessu sinni. Njarðvík
lagði Fylki í innbyrðis viðureign þess-
ara liða og hlaut þar með 4. sætið í
keppninni.
Úrslit leikja urðu:
Fram-Valur 20-20
Fram-Fylkir 33-25
Fram-ÍR 25-26
Fram-Njarðvík 29-23
Fylkir-Valur 14-38
Fylkir-Njarðvík 25-29
Fylkir-ÍR 12-35
Njarðvík-Valur 12-38
Njarðvík-ÍR 17-21
Valur-ÍR 22-25
Lokastaðan: stig
1. ÍR 8 107-76
2. Valur 5 118-71
3. Fram 5 107-94
4. Njarðvík 2 81-113
5. Fylkir 0 76-135
4. deild, leikstaður Fellaskóli
Lið Þróttar mætti ekki til leiks og
því kepptu aðeins þrjú lið í 4. deild
2. flokks karla að þessu sinni. Keppn-
in var jöfh og spennandi, liðin unnu
sinn leikinn hvert og fengu því öll tvö
stig. Þegar þannig ber undir er borinn
saman markamunur í innbyrðis leikj-
um. Armann og Haukar era með eitt
mark í plús en UBK er með tvö mörk
í mínus. Þar sem Haukar unnu Ár-
mann hrepptu þeir fyrsta sætið.
Úrslit leikja urðu:
Armann-Haukar 22-24
Armann-Þróttur Þróttur mætti ekki
Armann-UBK 21-18
Haukar-Þróttur Þróttur mætti ekki
Haukar-UBK 17-18
Þróttur-UBK Þróttur mætti ekki
Lokastaðan: stig
1. Haukar 2 41-40
2. Ármann 2 43-42
3. UBK 2 36-38
Fyriikomulag deildakeppninnar gerir það að verkum að það getur borgað sig að tapa leikjum!
Óhætt er að fullyrða að almennt.
ríki mikil ánægja með deildafyrir-
komulagið sem notað hefur verið í
keppni á Islandsmóti yngri flok-
kanna í vetur. Komið hafa þó fram
tveir stórir gallar sem þarf að ráða
bót á fyrir næsta keppnistímabil.
í fyrsta lagi er ekki æskilegt að
þau lið sem eiga sæti í fyrstu deild
í lokaumferð deildakeppninnar hafi
að engu að keppa í lokaumferðinni.
Meðan ástandið er þannig verður
lokaumferð deildakeppninnar hálf-
gerður skrípaleikur og því miður
varð maður var við slíkt um síðustu
helgi.
í öðru lagi ræður endanleg röð liða
í deildakeppninni því í hvaða riðli
þau lenda í úrslitunum. Þetta fyrir-
komulag býður upp á að liðin sem
spila í fyrstu deild, geta tapað leikj-
um viljandi til að lenda í „hagstæð-
um“ riðli í úrslitunum. Það verður
því miður að segjast eins og er að
sum úrslit leikja um sl. helgi benda
tíl að lið hafi einmitt stundað þetta.
Augljóslega verður slíkt athæfi
hvorki leikmönnum né íþróttinni til
framdráttar og því verður að breyta
þessu fyrirkomulagi fyrir næsta vet-
ur.
TTT
MARSTILBOÐ
Þrjár geröir ITT hljómflutningstækja.
Verö frá 18.480 kr.
Hátalarapör frá 3.990 kr.
ITT FYLGIR EKKI TÆKNINNI -
IIT LEIÐIR TÆKNINA.
ITT HO myndbandstæki m/fjarstýringu, allir eigin-
leikar + Scarttengi.
Verö 39.550,- kr.
20" ITT litasjónvarpstæki.
Frábært verð, 33.780 ,- kr.
Umboðsmenn um land allt.
Skipholti 7 - Símar 20080 og 26800.