Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Qupperneq 40
Frjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 14. MARS 1987. Tílraun með endurheimtur vilttra laxaseiða: Seiði skila sér miklu betur í heimaána en sleppi ratvísin erfðabundin í stofni Sto&blöndun með sleppingum seiða úr öðrum vatnakerfum í lax- veiðiár skilar oft litlum árangri þar sem seiðin skila sér illa til baka á sleppistöðina en betur i ána þar sem þau eru upprunnin. Þetta sýna nið- urstöður tilraunar sem Jón Kristj- ánsson, fiskifreeðingur hjá Veiðimálastofttun, hefur gert í sam- vinnu við fiskiræktarfulltrúa Reykjavikurborgar, meðmerkingum Elliðaárseiða og sleppingum þeirra í önnuj- vatnakerfi. Þessar niður- stöður koma fram i skýrslu sem Veiðimálastofhun gefur út. Tiiraunin sýnir að seiði, sem upp- runnin eru í Elliðaánum og ganga til sjávar þaðan, koma ekki fram annars staðar, en Elliðaárseiði sem sleppt var í aðrar ár villtust alltaf og komu frá 27% þeirra til 100% fram á öðrum stað en þeim var sleppt Hins vegar „villtust" öll seið- in til sama staðar, nefrúlega heima- stöðvanna sjálfra, Eiliðaánna. Þau seiði sem sleppt var í þessari tilraun eru villt seiði sem voru á leið til sjávar úr Elliðaánum, þar sem þau voru fædd og uppaiin. I hinu nýja umhverfi, þar sem seiðunum var sleppt, voru Önnur seíði úr heima- ■stofni viðkomandi ár á leið tíl sjávar. Þegar seiðin komu til baka sem full- vaxnir fiskar komu þau annaðhvort í sleppiána eða í Elliðaámar, þaðan sem þau voru ættuð. Ekkert seið- anna kom fram í öðrum ám eða hafbeitarstöðvum. í skýrslunni kemur fram að þessar niðurstöður falli að tilgátum sem Norðmaðurinn Hans Nordeng sctti fram árið 1977 um göngur laxfiska, þar sem fram kemur að ratvísi sé erfðabundin í laxastofhi hverrar lax- veiðiár. Samkvæmt kenningu Nordengs má skýra niðurstöðumar þannig að þegar seiðín koma á nýjan stað ganga þau inn í göngumynstur það sem fyrir er og fylgja því á með- an þau verða ekki fyrir áreiti sem er sterkara tryggðinni við hina nýju félaga. Þegar seiðin verða hins vegar fyTÍr sterkara áreiti - hitta sína eigin stofhfélaga - brestur trúnaðurinn við nýju félagana og þau fylgja sín- um eigin hópl Þessar niðurstöður styrkja hins vegar ekki tílgátur um að ratvísin sé bundin eftiasamsetningu árvatns- ins og ekki heldur að ratvísin grundvallist á ótíltekinni „laxa- lykt“, að þvi er fram kemur í skýrsl- unni. -Áí Kennaradeilan: Farið að dofna í manni hfjóðið - segir Kristján Thoriacius „Ég get ekki sagt annað en að það er farið að dofha í manni hljóðið þeg- ar spurt er hvort takist að semja fyrir mánudag þannig að ekki komi til verkfalls kennara," sagði Kristján Thorlacius, formaður Hins íslenska kennarafélags, í samtali við DV síð- degis í gær. í gærmorgun hittust tveir fulltrúar frá kennurum og tveir frá fjármála- ráðuneytinu og sagði Kristján að þar hefði komið fram að fjármálaráðu- neytið hefði endurskoðað fyrra tilboð sitt. Þrátt fyrir endurskoðun væri til- boðið ekki freistandi fyrir kennara. Enginn samningafundur hafði verið boðaður síðdegis í gær. Stjómir svæðafélaga kennara í Reykjavík og á Reykjanesi hafa boðað til stórfundar um stöðu samningamál- anna í Menntaskólanum við Hamra- hlíð kl. 15.00 á morgun. -S.dór 20000 LOKI Þá höfum við loksins eignast okkar græningja! hentu samþingmönnum gljávíöi í tilefni fjögurra ára afmælis Kvennalistans. Guðrún Helgadóttir þakkar þarna Kristinu Halldórsdóttur fyrir gjöfina. Geir Gunnarsson brosir að öllu saman. DV-mynd GVA Byggingarnienn: Maraþonfundur um samningana Þegar DV fór í prentun í gærkvöldi stóð enn yfir samningafundur í kjara- deilu byggingarmanna og viðsemjenda þeirra. Hafði fundurinn þá staðið yfir í vel á annan sólarhring. Karphúsið var lokað fréttamönnum í gær og fréttabann af fundinum. Samkvæmt heimildum DV mjakaðist verulega í samkomulagsátt fyrripart dagsins í gær en síðan hægði á ferðinni. Engin ákvörðun hafði verið tekin um það í gærkveldi hvort haldið yrði áfram fundi í nótt. -S.dór Sex bílar í árekstri Sex bílar lentu saman í árekstri síð- degis í gær, það er óku hver aftan á annan á Laugaveginum rétt hjá Heklu. Einn ökumannanna var fluttur á slysadeild en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Þegar slysið áttí sér stað var slæmt skyggni vegna snjó- komu. -FRI Fremur hæg breytileg átt verður um mestallt land. Léttskýjað verður suðaustanlands en dálítil él á við og dreif í öðrum landshlutum. Hiti verður nálægt frostmarki við sjóinn en 2 til 6 stiga frost inn til landsins. Horfur á sunnudag og mánudag: Hæg breytileg átt um mestaltt landið 62 • 25 • 25 FRÉTT ASKOTIP Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift ~ Dreifing: Sími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.