Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987. Stjórmnál A hvaða stjómmálamanni hefur fólk mesta trú? Albert með vinninginn - Þorsteinn fast á eftir Albert Guðmundsson marði vinning- inn í skoðanakönnun DV þegar spurt var: Á hvaða stjómmálamanni hefur þú mesta trú? Af 600 manna úrtaki í könnun DV um síðustu helgi treystu 344 sér til að svara þessari spumingu. 69 nefndu Albert, eða 20,1 prósent þeirra, sem svömðu spumingunni. Þorsteinn Pálsson íylgdi fast á eftir með 63 eða 18,3 prósent. Segja má, að ekki sé marktækur munur á íylgi Al- berts og Þorsteins í þessari könnun miðað við skekkjumörk í skoðana- könnunum. Athuga skal, að DV- könnunin náði til alls landsins. Vinsældakönnun, sem birt var hjá Stöð tvö í fyrradag, náði aðeins til Reykjavíkur og Reykjaness. Steingrímur Hermannsson fylgir fast á eftir þeim Albert og Þorsteini í könn- un DV. Steingrím nefadu 56 eða 16,3 prósent. Jón Baldvin Hannibalsson kemur í humátt þar á eftir með 42 eða 12,2 prósent. Síðan kemur Halldór Ásgrímsson með 10,5 prósent. Þar á eftir em Svavar Gestsson, Sverrir Hermannsson, Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Röð stjómmálamanna kemur síðan með 5 atkvæði eða minna. - Sjá meðfylgjandi töflu um skoðanir landsmanna. -HH Ummæli fólks í könnuninni forystumaður. Önnur sagði, að Ásgrímason væri rólegur og yfirveg- byggðinni sagði, að sinn uppáhalds- Halldór Ásgrimsson kæmi aínum aður. Kona á Reykjavíkuravseðinu stjómmúlamaður væri Steingrímur hlutum í verk og engin hneyksli kvaðat nefiia Albert vegna samúðar Hermannsson. Kona sagöi, að sami væru kringum hann. Kona sagði, að með honum. rass væri undir öllum þeasum stjóm- Albert þyrði. önnur sagði, að Albert Karl á Vestfjörðum sagði, að að- mélamönnum. Kona á Suðumeajum væri málefhalegastur. Kona á eins væri unnt að trúa ó einn mann, sagðist treysta Albert best. Karl í Skagaströnd kvaðst hafa haldið upp Jesúm Krist. Annar sagði, að stjóm- Reykjavík kvaðat standa með Þor- á Albert en nú hefði hann heldur mólamenn væru mestu rugludallar. steini þrátt fyrir allt. Kona á Ólafe- betur fallið í áliti hjá aér. Kona á Enginn akaraði fram úr. Karl kvaðat firði sagði, að stjómmálamenn væru Akureyri kvaðst hafa haft mikla trú hafa langmesta trú á Steingrími upp til hópa hálfvitar. á Albertenhafanúorðiðfyriráfalli. Hermannsayni, sem væri verðugur -HH Karl á Akureyri sagði, að Halldór fbrsætisráðherra. Kona ó landa- Karl á Reykjavíkuravæðinu sagð- ist nefna Álbert, af því að hann væri duglegur og ajálfetæður. Annar sagðist ekki hafa mikla trú á stjóm- mólamönnum. Karl á Reykjavíkur- svæðinu sagði, að Svavar Gestseon væri samkvæmur ajálfúm sér. Kona á Reykjavfkursvæðiíiu sagði, að Al- bert væri hreinn og beinn í fram- komu. öimur kvaðst alveg ráðvillt Kona ó Reykjavíkursvæðinu sagði, að Þoreteinn væri góður og traustur Tuttugu prósent hafa mesta trú á Albert. Albert Guðmundsson Þorsteinn Pálsson Steingrímur Hermannsson Jón Baldvin Hannibalsson Halldór Ásgrímsson Svavar Gestsson Sverrir Hermannsson Davíð Oddsson Olafur Ragnar Grímsson Guðrún Agnarsdóttir Helgi Seljan Jóhanna Sigurðardóttir Karvel Pálmason Steingrímur Sigfússon Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Eggert Haukdal Kristín Halldórsdóttir Pálmi Jónsson 69 eða 20,1% 63 eöa 18,3% 56eða16,3% 42 eða 12,2% 36eöa 10,5% 14 11 9 8 5 4 3 3 3 2 2 2 2 Eftirtaldir stjórnmálamenn hlutu eitt atkvæði: Árni Gunnarsson, Árni Johnsen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Geir Gunnars- son, Geir Hallgrimsson, Halldór Blöndal, Jón Sigurðsson, Matthías Bjarnason, Ragnar Arnalds, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Þorsteinn Pálsson: Kemur næstur á eftir Albert. Steingrímur Hermannsson: í þriðja sæti. í dag mælir Dagfari Viðbrögð fulltrúa stjómmála- flokkanna við niðurstöðum skoð- anakannana eru ákaflega athyglis- verð. Allir tala um fylgi S listans en minna um sitt eigið fylgi. Þeir kunna fúll skil á því hvers vegna Borgara- flokkurinn er orðinn næststærsti flokkur þjóðarinnar en þeir hafa hins vegar enga hugmynd um það hvers vegna þeirra eigin flokkar fá minnkandi fylgi. Af þeim forystu- mönnum sem spurðir eru álits um úrslitin nefhir enginn þá skoðun að þau stafi af skynsemi fólks. Þess í stað er vísað til tilfinninga, glund- roða og samúðar. Er það í sjólfú sér afar athyglisvert að gamalreyndir stjómmálamenn skuli vera sam- dóma um að kjósendur lóti stjómast af öllu öðm heldur en skynseminni og vitinu. Þetta em, jú, sömu kjós- endumir og þeir ætlast til að fylki sér um þeirra eigin flokka svo að ekki hafa þeir mikið ólit á stuðnings- mönnunum eða þeim kjósendum sem flokkamir em að biðla til. Bæði formaður og varaformaður Sjálfetæðisflokksins setja fram þá kenningu að fylgi Borgaraflokksins byggist á samúð gagnvart Albert. Fylgið stafi af tilfinningum. Þá vaknar auðvitað sú spuming hvers- vegna fólk hafi samúð með Albert. Það skyldi þó ekki vera að þessu sama fólki finnist að forysta Sjálf- stæðisflokksins hafi farið illa með Albert? Em mennimir þá ekki að viðurkenna að þetta sé rétt álit og niðurstaða? Ef þeir sjálfir samþykkja að Borgaraflokkurinn fái fylgi út á samúð þá em þeir væntanlega að taka undir það almenningsálit að hann eigi samúðina skilda. Ennfremur er þeim báðum tíðrætt um tilfinningar. Þetta er tilfinninga- bylgja, segir formaður Sjólfstæðis- flokksins sem ætlar sér greinilega að veita Sjálfetæðisflokknum forystu án þess að blanda tilfinningum í það mál. Albert má hafa tilfinningamar, Sjálfstæðisflokkurinn ískalda rök- hyggjuna. Ef þetta er sú stefha sem ræður ferðinni í Sjálfstæðisflokkn- um er það auðvitað í samræmi við hana sem Sjálfetæðisflokkurinn hef- ur vísað Albert á bug enda er hann stöðugt að höfða til tilfinningasem- innar. Hann hefúr verið að sjá aumur á alls kyns fólki. Hann hefur stundum orðið reiður og líka glaður og svo hefur hann lamið ljósmynd- ara í bræði og látið tilfinningarnar bera sig ofurliði með því að vera bæði sár og leiður þegar Þorsteinn vísaði honum úr ríkisstjóm um alla eilífð. Svona tilfinningavella hentar ekki Sjálfetæðisflokknum og var kominn tími á Albert og alla þessa kjósendur sem hafa verið að plaga Sjálfstæðis- flokkinn með hvers kyns tilfinning- um í tíma og ótíma. í þeim stóra flokki lætur enginn undan tilfinn- ingum sínum og flokkurinn þarf að losa sig við fólk sem er þeim ann- mörkum háð. Enda hefur samstaðan aldrei verið meiri á þeim bæ en eftir að flokknum tókst að losa sig við þennan óþjóðalýð sem kýs sam- kvæmt tilfinningum. Það er einnig ljóst, sem hulduher- inn hefur ekki upplýst fram að þessu, að Guð stendur með Borgaraflokkn- um. Þegar Albert frétti af hinu mikla fylgi í skoðanakönnunum var hann mjög þreyttur en hafði þó rænu að þakka Guði fyrir niðurstöðuna. Ef Guð hefúr gengið til liðs við Borg- araflokkinn og róðið úrslitum í þessari skoðanakönnun er full ástæða fyrir guðföðurinn að þakka fyrir sig. Það er ekki ónýtt að hafa Guð nálægan þegar tilfinningar hafa hrakið menn út úr Sjálfstæðis- flokknum og þeir eiga ekki í önnur hús að venda en hús guðs. Úrslit þessarar skoðanakönnunar segja ekki endilega til um úrslit al- þingiskosninganna. Margt getur breyst. En viðbrögðin og skýring- amar, sem menn gefa á niðurstöð- unni, eru hins vegar marktækar. Annars vegar stendur tilfinninga- laus Sjálfetæðisflokkurinn og reyndar hinir gömlu flokkamir líka. Hins vegar Borgaraflokkurinn og fólkið sem þyrpist um hann af því að það hefur tilfinningar. Þetta auð- veldar kjósendum valið. Næst er fyrir það að skoða nú naflann á sér vel og athuga hvort tilfinningar eigi að ráða einhveiju í pólitík eða ekki. Og svo veit það hvaða flokki almæt- tið sjólft hefur ókveðið að fylgja. Dagfari Almættið í pólHíkina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.