Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. APRlL 1987. Neytendur DV Jón. G. Haukssan, DV, Aknreyri: Verðlaunahafinn, Kristin Gunnarsdottir, meö heimasætuna á bænum, Tinnu Þorgilsdóttur, 2ja ára. DV myndir JGH Búnar til kökur. Þama er allt sem nota þarf i ostabuffið hennar Kristinar. Öllu er hrært saman, raspið látið út í kjötdeigið. Ostabuffið hennar Kristínar Gunnarsdóttur, 35 ára saumakonu á Akureyri, er verðlaunamatur. Það er tilvalinn sunnudagsmatur en hæf- ir líka óskaplega vel þegar gera á hvunndaginn að hátíðisdegi. Kristín fær verðlaun neytendasíðunnar fyrir ostabuffið sitt. Það eru góðar 2500 kr. í verðlaun sem að þessu sinni fara norður y& heiðar. Nauta-, kálfa-, eða lambahakk Uppskriftin að ostabuffinu sem Kristín sendi inn. er þessi: 400 g hakk (nauta-, kálfa- eða lamba-) 1 dl rasp 1 dl rifinn ostur salt og krydd eftir smekk Öllu er blandað saman, mótaðar buffkökur sem eru steiktar. Þá er komið að sósunni. Þeim málum er bjargað snarlega. 1 til 2 dl af rjóma er hellt út á buffið á pönnunni ásamt 1 dl af vatni og 5-6 msk af söxuðum lauk. Til við- bótar er slatta af tómatsósu (tómat- krafti) hellt út á buffið. Látið malla smástund. Með ostabuffinu segir Kristín að gott sé að nota ávaxtasultu, t.d. jarðaberjasultu, en sjálf sleppir hún sultunni en notar í þess stað mikið af hrísgijónum og hrásalti og ekki má gleyma kartöflunum. steiktar á pönnu i heitri feiti. Kjötkökurnar eru Kryddið Kryddið, sem Kristin notar, er Pro- vencale, Season all og hið þekkta Köd og grill krydderi. Þegar sósan er löguð er rjóminn látinn sjóða alveg niður en þá verð- ur hann eins og sósa. Tómatsósan gefur gott aukabragð í sósuna. Athygli vekur að raspinu er bland- að saman við hakkið en ekki utan á buffkökumar eins og margir kann- ast við að gert er. Ennfremur notar Kristín oft mun meira af osti en hún gefur upp í uppskriftinni. „Mikinn ost,“ segja þau í fjölskyld- unni. Og þar við stendur. „Hann gerir gæfumuninn.“ Þetta er alls ekki dýr matur. En hann stendur fyrir sínu. Ostabuffið er langvinsælasti sunnudagsmatur- inn á heimili Kristínar við Strand- götuna á Akureyri. Ostabuffið er tilbúið. Verði ykkur að góðu. -A.BJ. DV K i NN A R: Uppskríftaþeysa DV: Ostabuff frá Akureyri SPARIBANKIN N HF. 4000 W'VV y<v4 1114 vt\A V.U Vr»« V»A \H* VAA v«m >im mv vi>a \<ia viu \ vn* v« » v-v* viv> v»u >«« ví\a v:»» vk* VIM vi\a ttf/ vr»* v«* VA*Vf»n* \A' i: I|.,l>m viU trn »(»» V<V» V.UI \A ■ '>(*'♦ I, V‘|» ViU V .1» Vt\* V»A VB»li« < rVv v>AA »«» vtiA v.'VA 1« » J'jvJ vlv^pMMnáÖMMWN^* vlM oD/oo cy GOOD, JHBVJ Visakort. Ekki nauðsynlegt að skrifa upp á tryggingarvíxil Visa og tiyggingaivíxlar Margir hafa orðið varir við það að þegar þeir ætla að endumýja visakort- in sín þá hefur þeim verið gert að skrifa upp á tryggingarvíxil og jafnvel að greiða af honum stimpilgjald. Menn hafa sumir hveijir tekið þetta illa upp enda virðist þessi krafa ekki taka neitt tillit til þess hvort menn hafa átt áfallalaus viðskipti við Visa eður ei. Ekki frá Visa komið Við höfðum samband við Einar S. Einarsson, forstjóra Visa íslands, vegna þessa máls og spurðum hann hveiju þetta sætti. Hann svaraði því til að þetta væri ekki komið frá Visa, þetta væri eigið frumkvæði bankanna enda em það ekki allir Visa-bankar sem krefjast þessa af sínum viðskiptavinum. Ef fólk fær sendan slíkan víxil og vill ekki skrifa upp á hann, þá er að- eins um eitt að ræða, athuga hvaða bankar gera ekki þessa kröfu, og beina viðskiptum sínum þangað. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.