Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987. Reykjavík á tímamótum Reykjavík stendur á vissum tíma- mótum um þessar mundir. Innan skamms verður tekið í notkun risa- stórt hús sem líkist helst yfirbyggðri götu, Hagkaupshúsið í Kringlunni. Mér skilst að verslunarplássið, sem þar bætist við á höfuðborgarsvæð- inu, sé álíka mikið og allt verslunar- rými við Laugaveg frá Hlemmi og niður úr. Þetta hlýtur að hafa tölu- verð áhrif á verslunarvenjur í Reykjavík og staðfestir í raun að meginþungi verslunarinnar í höfuð- borginni hefur færst austur á bóginn. Það er því ekki að fiirða þó að marg- ir kaupmenn í gamla miðbænum séu uggandi um sinn hag og hafi stofnað félag til að efla verslun og aðra þjón- ustu þar. Og þá stöndum við frammi fyrir þeirri spumingu hvemig á að standa að endurreisn gamla bæjar- ins. Eða er kannski hlutverki hans sem þungamiðju Reykjavíkur lokið? Dauður og snauður sem Brasilía Ekki tel ég svo vera og er raunar ákaflega fylgjandi því að hinn gamli sögulegi miðkjami Reykjavíkur fái haldið reisn sinni. Ef hann deyr gætum við staðið frammi fyrir því að höfuðborgin eigi ekki lengur neinn almennilegan, líflegan miðbæ. Tilbúnir miðbæir hafa reynst misjaíhlega og fæsta þeirra mun hafa tekist að glæða því fjölskrúð- uga lífi sem flestir telja eftirsóknar- vert. Sjálfur vann ég um árabil i eins konar miðbæjarkjama í Síðumúla og Armúla, þar sem úir og grúir af verslunum og öðrum þjónustustofn- unum, en samt hefur þar um slóðir aldrei myndast sá þokki og það ið- andi mannlíf sem lokkar og laðar. Sama held ég að verði um Kringlu- mýrarmiðbæinn. Þó að verslun þar verði kannski mikil fer fólk aldrei þangað til að njóta götulífs. Hann verður álíka dauður og snauður og » mér skilst að Brasilía, hin tilbúna höfuðborg samnefhds ríkis, sé. Kjallariim Guðjón Friðriksson sagnfræðingur Miðbæir gamalgróinna borga hafa nefhilega myndast smám saman fyrir margbreytilegar þarfir borgaranna. Þeir hafa yfirleitt ekki verið skipu- lagðir fyrirfram heldur mymdast í ákveðnu stjómleysi - eða við getum orðað það þannig að framboð og eft- irspum hafi ráðið gerð þeirra að töluverðu leyti. Þess vegna em þeir fjölbreytilegir og mannlegir. Hver kynslóð hefur lagt sinn skerf til verksins og þráðurinn verið ofinn jafnt og þétt. Til em að vísu gamlar borgir sem hafa orðið fyrir slysum af manna- eða náttúmvöldum. Ég kom einu sinni í sömu ferðinni til tveggja borga í Hollandi. Önnur heitir Rotterdam, hin Amsterdam. Hin fyrri varð fyrir miklum loftárás- um í stríðinu og miðbær hennar gjöreyddist. Hann hefur verið skipu- lagður og byggður upp á nýtt, glæsilegur miðbær með stórhýsum úr gleri, stáli og steypu. En það vant- ar eitthvað. Ferðamenn sækjast lítið eftir að skoða Rotterdam. Amster- dam slapp hins vegar í stríðinu og flestir vita hvemig hún er. Þröngar götur hlykkjast milli gamalla húsa sem mörg slúta, skökk og skæld, yfir síkin. Þangað koma ferðamenn í milljónatali á ári hveiju, þeir sækj- ast eftir þeim þokka sem borgin býr yfir. „Þetta er Holland," segja þeir. Lifandi borgir fara sína eigin leið Einn skipulagshönnuður eða tveir geta aldrei sett jafnfjölbreytilegt mark á eina borg, hversu snjallir sem þeir em, og hið iðandi mannlíf sjálft gerir í aldanna rás. Skipulagshönn- uðir hafa líka tilhneigingu til að beygja allt undir lögmál reglustrik- unnar og hins fullkomna jafiivægis - lifandi borgir fara sína eigin leið. Sjálfur bý ég í Þingholtunum þar sem bókstaflega ekkert er slétt og fellt. Þar gilda engar reglur um jafn- ar húsalínur og þar ægir saman hinum sundurgerðarlausustu hús- um, skúrum og görðum. Jafhvel götumar em ekki beinar. Samt býr þetta hverfi yfir jafhvægi, sínu eigin jafnvægi. Þama líður mér vel, um- hverfið er næring fyrir anda minn og hugmyndaflug. Ég tek líka eftir því á sumrin að erlendir túristar ganga þama um götur og horfa í allar áttir. Oftar en ekki þegar ég lít út um gluggann minn stari ég inn í myndavél sem er að taka mynd af þeim sama glugga. Og þá kem ég aftur að miðbænum. Nú gera Islendingar sér vonir um stóraukinn ferðamannastraum til landsins, ekki síst eftir leiðtogafund stórveldanna í fyrrahaust. Ég held að það sé keppikefli fyrir okkur Reykvíkinga að þessir útlendu ferðamenn staldri lengur við í Reykjavík en þeir hafa hingað til gert. Það em líka hagsmunir lands- ins í heild því að hin viðkvæma en eftirsótta náttiíra landsins þolir ekki öllu meiri átroðning. Og hvað hefur þá Reykjavík upp á að bjóða? Hún hefur hótel, söfn, menningarviðburði ýmiss konar, veitingastaði - og gamla bæinn. Reykjavík er Reykjavík Þungamiðja verslunar í Reykjavík hefur færst austur á bóginn, í gamla bænum em ekki stórmarkaðir, ekki húsgagnaverslanir, ekki bygginga- vömverslanir eða bílabúðir. Þar em miklu fremur fata- og tískuverslanir, litlar sérbúðir ýmiss konar og síðast en ekki síst túristabúðir. Sú á auð- vitað að vera ein helsta sérstaða miðbæjarins í framtíðinni, auk þess að vera athvarf og aðlaðandi val- kostur fyrir Reykvílánga sjálfa á hann að vera aðdráttarafl fyrir er- lenda ferðamenn: sjarmerandi lítill bær með séríslenskum einkennum. Og þessi séríslensku einkenni em fyrst og fremst gömlu bámjáms- húsin, oft með útflúri og skrauti. Við eigum að leggja áherslu á sérstöðu Reykjavíkur miðað við aðrar borgir í heiminum. Reykjavík er ekki París og ekki New York. Reykjavík er Reykjavík. Erlendir ferðamenn koma ekki hingað til þess að njóta steinsteypu og stáls. Af því hafa þeir nóg heima hjá sér. Þeir koma ömgglega ekki hingað til að versla í Kringlunni. Þess vegna held ég að það sé affara- sælast fyrir kaupmenn gamla bæjarins að þeir fari ekki að búa til nýja kringlu og keppi á þeim for- sendum við Kringluna í Kringlu- mýri. Þeim ber að leggja áherslu á að gamli bærinn sé allt öðmvísi og hafi upp á önnur gæði að bjóða. Það er engin tilviljun að hin blómlegu veitingahús, sem undanfarin ár hafa sprottið upp í Kvosinni, em nær öll í gömlun húsum. Og þau em eftir- sótt vegna þess að þau em í gömlum húsum. Það em húsin sem gefa þeim sjarma. Halda verður áfram að spinna vefinn Mér líst mjög vel á margt í hinum nýju skipulagstillögum um Kvosina, t.d. göngustígakerfið og aukinn trjá- gróður. En ég held að það sé misskilningur að ætla að rífa svo mörg hús sem gert er ráð fyrir. Það em þau sem gefa Kvosinni sál og auk þess em þau hluti af menningar- arfi okkar. Þau em kjami þess sem gerir Reykjavík að Reykjavík og ólíka öðrum borgum. Miklu nær væri fyrir borgaryfirvöld að þau hjálpuðu eigendum hinna gömlu húsa að gera þau upp á sama hátt og t.d. Bemhöftstorfiihúsin hafa ve- rið gerð upp. Að mínu viti verður gamli mið- bærinn í framtíðinni miðstöð túr- isma, safiia- og menningarstofnana, sérverslana og gisti-, kaffi- og veit- ingahúsa. Og þar mun Alþingi að sjálfsögðu sitja áfram og fleiri gam- algrónar stofnanir. Tjömin og höfnin verða að vera í eðlilegum og rólegum tengslum við svæðið og byggðin í samhengi við fortíðina og söguna. Halda verður áfram að spinna vefinn og bæta hann, ekki eyðileggja þann gamla og byrja á nýjum. Guðjón Friðriksson „Við eigum að leggja áherslu á sérstöðu Reykjavíkur miðað við aðrar borgir í heiminum. Reykjavík er ekki París og ekki New York. Reykjavík er Reykjavík.“ segir Timinn „Enn er það svo að stóru stjórnmálaflokkarnir mega sín einhvers í stjóm- málabaráttunni þannig að mark sé á takandi. í ritstjómargrein Tímans 12. mars, sem nefndist Atökin milli stjóm- málaflokkanna, standa þessi orð: „Enn er það svo að stóm stjóm- málaflokkamir mega sín einhvers í stjómmálabaráttunni þannig að mark sé á takandi. Hefðbundin flokkaskipun er traustasta vígi lýðræðis og þingraA- is og trygging gegn einræði og óskapnaði póhtískra sértrúarflokka og þröngsýnishópa eða einstaklinga sem ofineta svo sjálfa sig að þeir láta stofha utan um sig og persónu sína sérstakar framboðshreyfingar án þess að hafa neitt fram að færa nema ofmatið á sjálfum sér. Sem við er að búast einkennast persónuframboð af þessu tagi af mikilli málefnafá- tækt og skrumi sem frambjóðend- umir standa ekki undir. Þegar best lætur em þessi einkaframboð bros- leg en þau em lýðræðinu ekki til neinna þrifa.“ Já, það er nú svo. Þessir stóm stjómmálaflokkar vilja hafa einka- rétt á stjómmálum og þeir hafa sameinast um að breyta stjómarskrá og kosningalögum sér í hag til þess að ná því marki. En samt em ein- hverjir enn ósammála stóm flokkun- um og leyfa sér að leggja eitthvað til málanna og standa á eigin fótum. En það má skoða betur hverjir það em sem stóm flokkamir vilja vara menn við og hafa e.t.v. einhvem ótta af. Þar má fyrst nefiia Samtök um kvennalista. Þau hafa nú þrjá fu.ll- trúa á Alþingi og þeim mun að öllum líkindum takast að bijótast öðm sinni gegnum vamarmúrinn og halda stöðu sinni á Alþingi að kosn- ingum loknum. Málefiialegur grundvöllur er að vísu ekki mikill til að byggja á en þingmenn Samtak- Þetta KjaUarinn Guðmundur Jónsson bóndi á Kópsvatni anna hafa staðið sig allvel á Alþingi og borið fram ýmis nytsöm mál. Flokkur mannsins mun ekki ógna stóm flokkunum með miklu fylgi nú um sinn en hann stendur föstum fót- um og virðist ekki vera stundarfyrir- bæri. Liðsmenn hans em áhugasamir og taka hiklaust þátt í umræðum um ýmis mikilsverð mál. Þessi flokkur mun að öllum líkind- um eflast á næstu árum. Þjóðarflokkurinn er nýtt fyrirbæri og hann hefur stefiiuskrá, sem marg- ir geta stutt, en hann mun þó að flestra dómi ekki vinna stefhumál- unum mest gagn með þvi að leggja fram sérstök framboð heldur mun vænlegra til árangurs að styðja eða taka þátt í framboðum annarra flokka, innan eða utan stóru flok- kanna, og veita á þann hátt þeim frambjóðendum stuðning sem mest- an skilning sýna málefnum lands- byggðarinnar. Framboð Stefáns Valgeirssonar er mistök og skiptir ekki máli hver þar á helst sök og líklegt er að Stefáni takist ekki að nýta þau spil sem hann þó hefur á hendinni eftir að flokksstjóm Framsóknarflokksins hafriaði beiðni hans um BB. Svo er að lokum Bandalag jafhað- armanna sem átti fjóra þingmenn þar til nú í haust að þeir hlupu úr vistinni yfir í aðra flokka. Þeir höfðu þó verið mjög virkir á Alþingi og mótmæltu t.d. harðlega kosninga- lögunum nýju vorið 1984. En stóm flokkamir tóku þeim fegins hendi eins og þegar faðirinn endurheimti glataða soninn. Margir em líka fús- ir til að skrifa dánarvottorð Banda- lags jafiiaðarmanna en það undarlega gerðist að sumir em svo forhertir að neita að taka við því og leyfa sér jafnvel að bera fram nokk- ur mótmæli. Þannig standa málin nú þegar Alþingi hefur enn einu sinni lokið við að hræra í kosningalögunum með góðu samkomulagi innan stóm flokkanna. Samt fór nú svo að nokkrir þingmenn létu í ljós nokkrar efasemdir um þetta mál og má þar t.d nefria Ragnar Amalds sem sagði í efri deild 23. febrúar: „Það er t.d. nokkuð ljóst að þau nýju endurreikningsákvæði, sem komin em inn í frv. eftir meðferð málsins í nd„ gera það endanlega alveg útilokað fyrir hinn venjulega mann að reyna að reikna út hver úrslit hafa orðið í hveiju kjördæmi fyrir sig. Nógu erfitt var það nú áð- ur. En ég held að þessi nýja útreikn- ingsregla, sem felur í sér að stöðugt þarf að reikna upp tölumar í við- komandi kjördæmi, geri útslagið með að það er vonlaust fyrir hinn venjulega mann að botna nokkuð í þessari úthlutunaraðferð". Nú fa kjósendumir tækifæri til að mótmæla þessum nýju kosningalög- um með því að styðja einhvem þann framboðsaðila sem ekki ber ábyrgð á þeim. Guðmundur Jónsson skipar 8. sæti á framboðslista BJ í Reykjavík. „Þessir stóru stjómmálaflokkar vilja hafa einkarétt á stjómmálum og þeir hafa sam- einast um að breyta stjómarskrá og kosningalögum sér í hag til þess að ná því marki.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.