Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987. DV Leðurjakki tekinn í misgripum Vala hiingdi: Það vildi svo leiðinlega til að ég tók leðurjakka, sem ég taldi vera minn, í misgripum á veitingastað. Þetta gerð- ist á laugardaginn var í A.-Hansen í Haínarfirði. Leðurjakkinn minn er svartur eins og jakkinn sem ég tók. Vil ég biðja manneskjuna sem fékk öfugan jakka af þessum orsökum vin- samlegast að hringja í síma 52900 og þá mun þessi misskilningur verða leið- réttur. „Albert tættur í sundur“ Eggert E. Laxdal skrifar: Ég get ekki orða bundist vegna þeirrar meðferðar sem Albert Guð- mundsson, íyrrum ráðherra, hefur orðið að þola. Mér kemur í hug í þessu sambandi „Óhræsið", eftir Jónas Hallgrímsson. Albert er tættur í sundur af flokks- bræðrum sínum, án þess að hafa unnið nokkuð til saka. Upphæðin, sem um er að ræða, jafngildir því að verkamanni hafi láðst að telja fram 1000 kr., miðað við veltu fyrir- tækisins sem um að ræða og það sem verkafólkið greiðir í skatta. Þetta var ekki vísvitandi gert hjá Albert og ekki frá hans hendi heldur var stjóm fyrirtækis hans í höndum annars manns. Ég er hræddur um að margir þurfi að fara að athuga sinn gang hvað viðvíkur skattafram- tölum ef menn eiga að eiga það á hættu að missa æruna vegna smá- peninga sem þeir gleyma að telja fram, en það er eins og skrifað stend- ur um hina óguðlegu: „Fráir em fætur þeirra, til þess að úthella sak- lausu bióði.“ ■ I í - ^ l _ * 7 tátk., ' „Mér finnst að lagið sem lenti i 2. sæti, Lífið er lag, sem hljómsveitin Model flutti, hefði átt að vinna enda langflottast." Söngvakeppnin: Lífið er lag flottast Ingunn Einarsdóttir hringdi: Ég er óánægð með niðurstöðu söngvakeppninnar. Ég er ekkert að setja út á lagið sem vann, í sjálfu sér, það var svo sem ágætis lag og Halla söng það alveg mjög vel. Mál- ið er bara það að lagið sem lenti í öðru sæti var bara miklu flottara og átti skilið að vinna. Það var fjörugra og kraftmeira lag og þar af leiðandi miklu áhrifameira en Hægt og hljótt sem er allt of rólegt í svona keppni. Ég veit að það þýðir ekki að deila við dómarann en ég veit um marga sem eru sömu skoðunar og ég. Spumingin Lesendur „Píslaivotturinn Albert“ „Vonasf ég til að úfvarpsrásirnar fari að spila meira með góðum þunga- rokksgrúppum eins og t.d. Iron Maiden." Sinnið þunga- rokkinu betur Pétur Arason hringdi: Það væri mjög vel þegið ef lesenda- síðan gæti komið því á framfæri við útvarpsstöðvamar að þær sinntu þungarokkinu meira. Það er alltaf verið að halda því á lofti að það séu tiltölulega fáir sem hafi gaman af þungarokki og það sé ástæðan fyrir því að jafnlítið sé spilað af þunga- rokkslögum og raun ber vitni. Það er bara kjaftæði, það er alveg örugglega meirihlutinn sem vill heyra meira af þungarokki enda skyldi maður ætla að það ætti að reyna að gera eitthvað við allra hæfi. Vonast ég til að útvarpsrásim- ar taki mark á þessu og leyfi okkur að heyra meira frá AC/DC, Iron Maiden, Scorpions og fleiri álíka góðum þungarokksgrúppum. Á hvaða stjórnmála- manni hefur þú mesta trú? Guðmundur P. skrifar: Það hefur verið mikið moldviðrið í kringum fyrrverandi iðnaðarráð- herra vom, Albert Guðmundsson, sem urðu á þau „mistök“ að bókfæra ekki alsláttargreiðslu frá Hafskip. Mér finnst fólk nú einblína á Þor- stein sem vonda manninn, þetta er allt honum að kenna. Það er alveg einstakt hvað Albert er laginn við að fá samúðina hjá fólki, hann er orðinn að hálfgerðum píslarvotti er ekki má hreyfa við. í fyrsta lagi er hér um að ræða þáverandi fjármála- ráðherra, yfirmann skattrannsókna, og honum urðu á mistök að gefa ekki upp til skatts. Málið varðar því annars vega skyldur opinbers emb- ættismanns og hins vegar trúnað stjómmálamanns og stjómmála- flokks við almenning. Þetta em því mistök Alberts og hann verður eins og aðrir að taka afleiðingum gerða sinna. Það hefði kannski átt að víkja Albert fyrr frá því vitneskjan um þetta var ekki ný af nálinni. En end- anleg niðurstaða hlýtur alltaf að hafa verið sú að það er óforsvaran- „Það er alveg einstakt hvað Albert er laginn við að (á samúðina hjá fólki, hann er orðinn að hálfgerðum píslarvotti er ekki má hreyfa við.“ legt að yfirmaður skattrannsókna gleymi að bókfæra vissar greiðslur. Upphæðin skiptir engu máli, það em mistökin sem hann er uppvís að. Þess vegna finnst mér verið að hengja bakara fyrir smið þegar verið er kenna Þorsteini um þetta allt saman. Albert sagði því ekki af sér að ástæðulausu og þó þetta séu mis- tök hans (en það hlýtur að vera erfitt að sanna viljaafstöðu manns í svona tilviki) var afsögn hans hans siðferðilega skylda. Svo núna, þegar Albert greyið sló óvart ljósmyndara Þjóðviljans, þá virðist fólk bregðast alveg eins við. Albert er ekki búinn að hafa frið fyrir þessu fréttafólki, ekki nema von að hann bregðist svona við, greyið er undir svo miklu álagi. Sama sag- an, það em fféttamennimir sem em vondu mennimir að ergja góðan manninn og því afleiðingar þessar. Þetta er í einu orði sagt alveg furðuleg afstaða, er fólk hlýtur að fara að átta sig á (fólk verður að líta á samhengið) er öldumar lægir. Haukur Óskarsson ellilífeyrisþegi: Það kemur bara einn maður til greina, Albert Guðmundsson, sakir þess að hann er farsæll í starfi, mann- legur, á afburða konu sem styður hann ásamt mætri dóttur. Albert er tvímælalaust maður framtíðarinnar. ;sf Ólafur Guðmundsson ellilífeyrisþegi: Ég myndi velja Davíð Oddsson vegna þess sem ég hef séð til hans og heyrt, finnst mér hann sem stjórnmálamað- ur vera mjög vaxandi. Gunnar Kristjánsson verslunarmað- ur: Mér finnst mest koma til Alberts Guðmundssonar en hann hefur kom- ið mjög vel fram í sínum verkum og gagnvart fólkinu sem hefur leitað til hans. Sigrún Reynisdóttir bréfberi: Engum. RUV: HRINGIÐ í SÍMA MHiLIKL. 13 OG 15 EÐASKRIFH) Erla Birgisdóttir húsmóðir: Albert Guðmundssyni enda fer hann sínar eigin leiðir og lætur ekki aðra stjórna sér. Karl Guðmundsson ellilifeyrisþegi: Albert Guðmundssyni. En ég hef ver- ið mjög óánægður með fjölmiðlana undanfarið hvernig vegið hefur verið að Albert, það voru ljótar aðferðir. Cindi Lauper í sviðs- Ijósið Birna B. hringdi: Ég er alveg sammála bréfi er nýlega birtist í DV en þar var farið fram á að sjónvarpið sýndi meira með hinni frábæru söngkonu Cindi Lauper. Cindi á mikinn fjölda af aðdáendum um allt land er myndu gjarnan vilja fá að sjá tónleika með henni í sjón- varpinu eða lög með henni í Smell- m. Þetta er efnileg og kraftmikil söng- kona er hefur mjög góða sviðsfram- komu og því er ekki nóg að heyra hana syngja, maður verður að sjá hvemig hún skilar laginu frá sér. Mér þætti allavega ákaflega vænt um að sjónvarpið yrði að ósk minni, ég veit um marga sem eru á sömu skoðun og ég.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.