Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987.
23
Fréttir
Skák:
Jóni L
genjgur vel
í Israel
Jón L. Ámason stórmeistari tekur
nú þótt í sterku skákmóti í ísrael og
er hann í 4. til 5. sæti með 3,5 vinn-
inga eftir 6 umferðir. í 1. til 2. sæti eru
þeir Speelman frá Englandi og Green-
feld frá fsrael með 4,5 vinninga, í 3.
sæti Viktor Kortchnoi með 4 vinninga.
11. umferð tapaði Jón L. fyrir banda-
rískg alþjóðameistaranum Rhoda, í 2.
umferð gerði hann jafntefli við Farago
fró Ungverjalandi, í 3. umferð sigraði
Jón Bimboin írá ísrael, í 4. umferð
vann hann Greenfeld frá ísrael, í 5.
umferð gerði hann jaíhtefli við enska
stórmeistarann Speelman og í 6. um-
ferð gerði Jón svo jafhtefli við
Gurevich.
Mótið fer frarn í Beersheba í ísrael
og er í 11. styrkleikaflokki. Það er
lokað 12 manna mót.
-S.dór
Aiþýðusamband Suðuriands:
Verslunar-
menn gengu
af fundi
Á 9. þingi Alþýðusambands Suður-
lands um helgina bar það til tíðinda
að verslunarmenn gengu af fundi þeg-
ar ljóst var að tillaga þeirra um að
leggja sambandið niður náði ekki fram
að ganga og var vísað ffá. Þess í stað
var samþykkt að fela nýrri stjóm sam-
bandsins að auka sem mest og efla
allt samstarf félaganna innan sam-
bandsins.
Sigurður Óskarsson frá Hellu, frá-
farandi formaður, var endurkjörinn
formaður Alþýðusambands Suður-
lands til næstu tveggja ára.
-S.dór
Eldri borgarar
og Aurasálin
Regína Thorarensen, DV, Selfcissi:
Eldri borgarar á Selfossi fóm nýlega
í Þjóðleikhúsið til að sjá Aurasálina.
Fór Bessi Bjamason sérlega vel með
aðalhlutverkið.
Þetta var bráðskemmtileg sýning.
Þyrftu svona leikrit að vera fleiri því
mikil upplyfting er að því að sjá þau.
Samtals fóm 96 eldri borgarar að sjá
leikritið og bar öllum saman um það,
sem sjaldgæft er að heyra, að ekki
væri hægt að gera upp á milli leikar-
anna vegna þess hve þeir væm allir
jafngóðir.
Lýst eftir
vitnum að
árekstri
Lýst er eftir vitnum að árekstri sem
varð á Miklatorgi föstudaginn 13. fe-
brúar sl. en þar rákust saman bifreið-
imar X-1528, rauð Mercedes Benz
vömbifreið, og R-23639, drapplituð ný
Lada.
Vömbílnum var ekið utan í Löduna
en ökumaður vömbílsins ber því við
að hafa ekki tekið eftir því og hélt
hann áfram fór sinni þar til ökumaður
annars bíls stöðvaði hann á gatnamót-
um Njarðargötu og Hringbrautar og
sagði honum frá árekstrinum. Vöm-
bílstjórinn fór ekki til baka en lét
lögregluna á Selfossi vita.
Slysarannsóknardeild lögreglunnar
í Reykjavík biður þá sem sáu árekstur-
inn, svo og manninn, sem stöðvaði
vömbíhnn, að hafa samband við sig.
í EITRUÐU ANDRÚMSLOFTI
SPILLTRA STJÓRNMÁLA —
ÞURFUM VIÐ Á AÐ HALDA
STERKU AFLI — í STAÐ ÞESS
SJÁLFSTÆÐISFLOKKS SEM NÚ
GENGUR FRAM í TVENNU LAGI,
OG HEFUR AFHJÚPAÐ ÁSÝND
HINS TVÖFALDA SIÐGÆÐIS...
ÞETTA STERKA AFL ER
ALÞÝÐUFLOKKURINN —
ENDURNÝ JUNARAFL
ISLENSKRA STJÓRNMÁLA. JJ
FUNDUR I KVOLD KL. 20.30
VEITINGAHÚSIÐ FÓGETINN
AÐALSTRÆTI 10
Á NÆSTUNNI: AKRANES, GRANDAKAFFI, AKUREYRI,
HÓTEL SELFOSS, SAUÐÁRKRÓKUR,
PATREKSFJÖRÐUR, GAUKUR Á STÖNG, KÓPAVOGUR.
NU ÞURFUM VIÐ LIÐ SEM SPILAR SAMAN