Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Telly Savalas er ekki einungis einn fræg- asti núlifandi skalli á stjörnu- himninum, og sem slíkur ógleymanlegur í gervi Koj- aks, heldur er hann einnig orðinn faðir öðru sinni á stuttum tíma. Karlinn er á sjötugsaldri, á tveggja ára son með eiginkonunni Júlíu og nú einnig þriggja mán- aða gamla dóttur. Sú stutta, Ariana, er nú þegar með vinninginn ef meta skal hársídd þeirra feðgina. Brigitte Bardot lagði fram kæru á hendur nágrönnum sínum í Suður- Frans eigi alls fyrir löngu. Bomban heldur því fram að slöngur, sem þrífast á land- areign grannanna, séu á stöðugu flandri yfir á hennar yfirráðasvæði og eru þessir skríðandi gestir ákaflega óvelkomnir. Aðallega munu ormarnir skelfa ketti og hunda Brigitte svo mjög að sálarheill ferfætlinganna er í veði. Málið er í athugun hjá yfirvöldum en sagt er að Ijóskan muni ekki láta undan síga í þessu efni fremur en þegarselkópareru ísigtinu. Liberace mun ekki látinn gleymast ef ættingjarnir fá að ráða. Sjálf- ur hafði hann komið upp safni um sjálfan sig I lifanda lífi - en nú skal bætt um betur. Systir hans, Angie, er að flytja til Las Vegas í þeim tilgangi einum að setja upp veglegt safn um líf og starf síns látna bóður, Liberace Ballettinn syngjandi Létt var yfir gestum þjóðleik- hússtjóra í kampavínsveislu að tjaldabaki þegar frumsýningin á „Ég dansa við þig “ var á enda runnin. íslenski dans- flokkurinn, með söngvurunum Agli Ólafssyni og Jóhönnu Linnet, átti stjörnuleik - að ógleymdum gestadönsurum af innlendum og erlendum upp- runa. Atriðin eru öll bráð- skemmtileg, hreint eins og samrunnin dönsurunum og tón- listin er hárfínn punktur yfir i-ið. Þessi sýning er ein besta skemmtun sem hægt er að finna á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana og fagnaðarlætin á frumsýningunni gáfu flytjend- um þá staðreynd ótvírætt til kynna. Meðfylgjandi DV-myndir GVA sýna svo þreytta en án- ægða flytjendur að frinnsýn- ingu lokinni. Ballerinurnar Guðmunda Jóhannesdóttir og Brigitte Heide að loknum ströngum degi. Söngvarar og sannkallaðir sigurvegarar fagna - Egill Ólafsson og Jóhanna Linnet. Fjölskylda Katrinar Hall átti glaða stund að tjaldabaki. Bróöir Katrínar er (remst með systur sinni, foreldrarnir, Frank Hall og Guðlaug Magnúsdóttir, til hliðar. Þar fyrir aftan sést í Ingibjörgu Björnsdóttur, skólastjóra List- dansskóla Þjóðleikhússins, og tvo nemendur hennar - Sigríði Önnu Árnadóttur og Jarþrúði Guðnadóttur. Höfundurinn, Jochen Ulrich, á tali við Birnu Björk Árnadóttur. Á milli þeirra er þjóðleikhússtjórinn, Gísli Alfreðsson. Gestadansararnir, Philippe Talard og Athol Farmer, milli dansaranna Guð- mundu Jóhannesdóttur og Ellerts A. Ingimundarsonar. Það var létt yfir dönsurum aö lokinni frumsýningunni - Ólafia Bjarnleifsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Helga Bernhard, Athol Farmer, Guðmunda Jóhannesdóttir og örn Guðmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.