Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987. Útlönd Dómstóll hefur úrskuröað að Mary Beth Whitehead megi ekki halda barni því er hún gekk með fyrir önnur hjón. Simamynd Reuter Stern með barn sitt er leigumamma gekk með. Simamynd Reuter Leigumamman fær ekki að halda bami sínu Leigumamman Mary Beth White- head hefur ekki rétt til að halda barni því er hún gekk með fyrir önn- ur hjón. Dómstóll kvað upp þann úrskurð í Bandaríkjunum í gær. Stem-hjónin höfðu leitað til leigu- mömmu vegna þess að þau voru hrædd um að meðganga hefði slæm áhrif á sjúkdóm í miðtaugakerfi eig- inkonunnar. Lofuðu þau að greiða Whitehead tíu þúsund dollara ef hún samþykkti að láta tæknifrjóvga sig með sæði frá Stem. Við fæðingu bamsins gerði leigumamman sér ljóst að hún gæti ekki látið bamið frá sér og neitaði að taka við greiðslu. Stúlkubamið er nú rúmlega ársgamalt. Mary Beth Whitehead, sem er 29 ára gömul húsmóðir, hefur sagt að hún muni selja tímaritum og sjón- varpi sögu sína til þess að geta áfrýjað til hæstaréttar. Ekki er gert ráð fyrir að málið verði tekið upp þar fyrr en í júlí. Þykir víst að úrskurður þessi verði fordæmi annarra slíkra mála í Bandaríkjunum þó svo að hæstirétt- ur taki það ekki upp. MYNDAVÉLIN KOMIN AFTUR Fermingagjöfín vinsæla ■ ■■■■■■■■■■ininmiiiiniiTi LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF Laugavegi 178 * Reykjavik - Simi 685811 liiiniiiiiiiiiiimm «»mm 500 Chileútiagar fa að aftur Herforingjastjómin í Chile tilkynnti í gær að hún mundi leyfa 507 póli- tískum útlögum til viðbótar að snúa heim. Þykir það ólíklega tilviljun þar sem það ber upp á sama tíma og Jó- hannes Páll II. páfi er væntanlegur í heimsókn til landsins. Á nafiialistanum, sem fylgdi tilkynn- ingunni, var þó ekki að finna nöfri neins frammámanna úr marxistastjóm koma heim Salvadores AUende heitins forseta sem herinn bylti 1973. Páfinn hefur tíðum gagnrýnt það að menn skuli hraktir af pólitískum ástæðum frá sínum ættlöndum. Til- burðir stjómarinnar í Santiago að undanfömu til þess að fækka þeim útlögum sem bannað hefur verið að snúa heim þykja líklega tilraun til þess að bera af sér slíkar ásakanir. Ágreiningur milli Reagans og þingsins Ólafiir Amaison, DV, New Yoilc Reagan Bandaríkjaforseti stendur nú frammi fyrir mikilli prófraun. Um helgina hefur hann ákaft reynt að vinna stuðning þingmanna við þá ákvörðun sína að beita neitunar- valdi gegn vegaáætlun sem átti að kosta áttatíu og átta milljarða doll- ara. Meðal þess sem felst í vegaáætl- uninni er að hámarkshraði á þjóðvegum í strjálbýli átti að hækka í 104 kílómetra á klukkustund úr 88 kílómetrum. Reagan átti fundi með mörgum þingmönnum um helgina og ræddi við aðra í síma. Forsetinn lagði meg- ináherslu á að vegaáætlunin væri of dýr og að í þessu máli lægi virð- ing hans og vald sem forseta að veði. Reagan lofaði jafiiframt að sam- þykkja ódýrari útgáfu af áætluninni ef ákvörðun hans yrði samþykkt. Demókratar, sem styðja vegaáætl- unina en eru andvígir hækkun á hámarkshraða, segja að það muni taka marga mánuði fyrir þingið að koma sér saman um ódýrari áætlun. Robert Byrd, leiðtogi demókrata í öldungadeild, ásakaði Reagan um að taka eigin vandamál fram yfir efnahagslega velferð Bandaríkj- anna. Það er talið fullvíst að fulltrúa- deildin muni virða óskir forsetans að vettugi þegar málið verður tekið fyrir í dag. Hins vegar eru menn á eitt sáttir um það að mjótt verði á mununum þegar öldungadeildin greiðir atkvæði um málið síðar í vi- kunni. Þetta er fyrsti meiri háttar ágrein- ingurinn, sem komið hefur upp milli forsetans og þingsins, á því sem nefnt hefur verið þriðja kjörtímabil Reag- ans. Svo hefur verið nefhd sú píslar- ganga sem forsetinn gengur nú til að losa sig undan leiðindum Irans- málsins. Einnig kristallast í þessu máli ágreiningur forsetans við þing- menn beggja flokka um það hve mikið vald skuli liggja hjá forsetan- um við efriahagsstjóm landsins. Þessi vika gæti því reynst þýðingar- mikil fyrir þau tvö ár sem Reagan á eftir í embætti. Segir fómarlömb vera 15 þúsund Sovéska ljóðskáldið Irina Ratushinskaya og eiginmaður hennar, Igor Geras- hchenko, báru vitni fyrir Helsinkinefiidinni í Washington í gær. Gerashchenko, sem er verið hefur kjamorkufi-æðingur í Sovétríkjunum, fullyrti að að minnsta kosti fimmtán þúsund manns hefðu látist vegna geislavirkni af völdum Chemo- bylslyssins en ekki nokkrir tugir eins og yfirvöld í Sovétríkjunum halda fram. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.