Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987. Fréttir Ovyrkjabandalagið kærir skipulagsstjóra ríkisins Öryrkjabandalagið hefur kært skipulagsstjóra ríkisins til félagsmála- ráðuneytisins fyrir að taka á leigu húsnæði undir starfsemi skipulagsins á 3. hæði í húsi sem ekki er lyfta í. Hér er um að ræða efstu hæðina í húsnæði Félags ungra jafiiaðarmanna Vestfirðir: Þn'r tilnefndir í yfirkjörstjóm Þrír menn liafa verið tilnefiidir í stöðu varamanna í yfirkjörstjóm í Vestfjarðakjördæmi í kjölfar af- sagnar þriggja aðalmanna úr >'firkjörstjórn og eins varamanns. Þeir menn sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur bent á í stað tveggja fulltrúa flokksins sem sögðu af sér em Lárus Bjamason, fulltrúi sýslumanns á ísafirði, og Einar Öddur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri á Flateyri. Framsóknarflokkurinn hefur til- nefnt mann af sinni hálfu, en það er Guðmundur Jónas Kristjánsson frá Flateyri. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað sér mun Alþýðuflokk- urinn ekki benda á mann í stað þess alþýðuflokksfulltrúa sem sagði af sér, en það var varamaður í yfirkjörstjóm. Aðalmaður Al- þýðuflokksins sat ekki fundinn þar sem ákvörðun var tekin um ólög- mæti framboðslista S-listans í kjördæmi, en breyting landskjör- stjómar á þeim úrskurði leiddi til afsagnar yfirkjörstjómarmann- anna. Þeir sem áður skipuðu sæti vara- manna í yfirkjörstjóm koma í stað hinna sem sögðu af sér en þeir sem nú em tilneftidir af flokkunum taka sæti varamanna. -ój Fron kaupir Holtakex Kexverksmiðjan Frón hefur keypt búnað og uppskriftir kexverksmiðj- unnar Holt sem Samband íslenskrá samv'innufélaga hefur rekið frá ár- inu 1979. Jafnframt hefur verið samið um að Frón framlciði kex fyr- ir Sambandið undir sérstöku vörumerki þess. Fermingarböm: Leiðréttingar í lista yfir fermingarböm frá Há- teigskirkju í DV í gær féllu út eflir- talin nöfn: Ferming kl. 10.30: Helga Björk Stefánsdóttir, Lindar- götu 28. Oddný Vala Jónsdóttir, Ofanleiti 21. I lista yfir fermingarböm frá Lang- holtskirkju víxluðust heimilisfóng. Rétt er Finnur Ingi Magnússon, Efstasundi 92. Finnur Ingi Einarsson, Ljósheimum 22. - fyrir að taka á leigu húsnæði sem fatlaðir komast ekki um við Laugaveg. Það sem er athyglis- verðast við þetta mál er að skipulags- stjóri ríkisins á að sjá um það að opinberar stofnanir fari ekki inn í húsnæði sem fatlaðirkomast ekki um. Við höfum ekkert svar fengið enn en skipulagsstjóri hefur rætt við mig og talað um að koma þama upp stiga- lyftu. Mér lýst vægast sagt illa á það, ekki síst ef maður hefur stigabreiddina í húsinu í huga. Ég er helst á því að þegar skipulagsstjóri tók húsnæðið á leigu hafi hann hreinlega gleymt þessu atriði og þess vegna er þetta mál orðið hið mesta klúður," sagði Arnþór Helgason, formaður Öryrkjabanda- lags íslands. Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkis- ins, sagði að verið væri að reyna að bjarga málinu. Til greina kæmi að setja þarna upp stigalyftu en ef það gengi ekki yrði reynt að setja lyftu utan á húsið. Hann sagði að ef þetta tækist ekki myndi starfsemin ekki flytjast í húsið, það væri alveg ljóst. -S.dór Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkisstofnana, sagðist ekki biðja sjúkraliða um lengri frest en hann sagðist myndu þiggja hann ef hann stæði til boða. DV-mynd GVA Sjúkraliðar gáfu lengri frest Á geysilega fjölmennum fundi sjúkraliða síðdegis í gær var ákveðið að gefa lengri frest á að uppsagnir þeirra taki gildi, en fyrri 3ja daga fresturinn til að ljúka samningum rann út á miðnætti síðastliðnu. Sá frestur, sem gefinn var í gær, var ekki dagsettur, heldur talað um nokkra daga. Stjóm félagsins og Gunnar Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Starfs- mannafélags ríkisstofnana, sögðu að þetta væri ekki spuming um að ná samningum, heldur væri aðeins um vinnu og aftur vinnu við niðurröðun innan félagsins að ræða. I raun væri hlutur sjúkraliða á hreinu. Það var ekki fu.ll samstaða um frekari frestun. Óánægjuraddir heyrðust en mikill meirihluti tæp- lega 400 fundarmanna var á því að gefa samningamönnum lengri frest. -S.dór Þúsund konur á biðlista á Landspítalanum: Tveggja ára biðtími eftir brjóstaminnkunum son. Hluti aðgerðanna, sem að framan greinir, em gerðar á sjúkrahúsi en andlitslyftingamar nær undantekn- ingarlaust á einkastofum læknanna. Tryggingastofnun ríkisins greiðir all- an kostnað: „Allar þessar aðgerðir em settar undir sama hatt vegna þess að í lögum segir að læknishjálp hér á landi skuli vera ókeypis,“ sagði Knútur Bjöms- son. Samkvæmt upplýsingum frá Kristj- áni Guðjónssyni, deildarstjóra í Tryggingastofhun ríkisins, kostar andlitslyfting um 10 þúsund krónur og brjóstastækkun um 6 þúsund krón- ur. -EIR Þær konur sem vilja láta minnka á sér brjóstin verða að bíða í tvö ár eft- ir að komast í aðgerð á Landspítalan- um. Biðtími eftir brjóstastækkunum er styttri, eða hálft annað ár, og það sama má segja um andlitslyftingu (face-lift) sem á fræðimáli nefnist sköpulagsaðgerð í andlitshúð. „Það em yfir þúsund manns á bið- lista hjá okkur, þar af em konur sem óska eftir brjóstaminnkunum í meiri- hluta,“ sagði Knútur Bjömsson lýta- læknir í samtali við DV. „Slíkar aðgerðir em framkvæmdar þegar brjóstin em orðin sjúklega stór og valda viðkomandi óþægindum. Brjóst- Brjóstaminnkun - fyrir og eftir. astækkun er hins vegar einfaldari aðgerð, enda biðlistar styttri í þeim flokki." Aðeins þrír íslenskir læknar vinna nú við lýtalækningar; Knútur Bjöms- son, Ámi Bjömsson og Ólafur Einars-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.