Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Blaðsíða 18
1« LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987. Erlend bóksjá Góðmennska og hiyðjuverk THE GOOD TERRORIST. Höfundur: Doris Lessing. Útgefandi: Grafton Books, 1986. Hryðjuverkastarfsemi er vissu- lega ekki ný af nálinni. Fjölmiðlun nútímans hefur hins vegar aukið vitund almennings víða um heim um pólitísk ofbeldisverk sem verið hefðu á fárra vitorði á tímum fá- breyttari tjáskipta, og þar með gert þá ógn sem okkur finnst eðli- lega stafa af hryðjuverkamönnum enn geigvænlegri. En hvers vegna gerist ungt fólk hryðjuverkamenn? Um það fjallar Doris Lessing í þessari beinskeyttu og þrælfyndnu skáldsögu um hóp fremur vesælla verðandi hrvðjuverkamanna í Bretlandi. Hún bendir réttilega á að það er sjaldnast ígrunduð pólit- ísk sannfæring að baki slíkri ákvörðun. Þar koma til hvers- dagslegri og einfaldari orsakir sem pólitískir flugumenn kunna vel að notfæra sér. Aðalpersóna sögunnar, „góði“ hryðjuverkamaðurinn Alice er frá- bærlega gerð af höfundarins hálfu, hreint út sagt óborganleg. Og sönn. Lrfsbarátta í New York MANHATTAN TRANSFER. Höfundur: John Dos Passos. Penguin Books, 1987. Bandaríski rithöfúndurinn John Dos Passos var einn af merkustu formbyltingarmönnum í skáldsag- nagerð á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Sumir hófu hann til skýjanna en aðrir töldu verk hans misheppnuð. Fáir munu þó í dag mótmæla því að hann hafði gífúrleg áhrif á verk margra skáld- bræðra sinna. Að flestra áliti er Manhattan Transfer mikil og frumleg skáld- saga tun borgarlífið í New York, mesta og besta verk Dos Passos. Þetta er margbreytileg og margsl- ungin frásögn af gjörólíku fólki sem á það eitt sameiginlegt að hafa lent í þeirri deiglu ólíkra þjóð- arbrota og misjafnra kjara sem New York var á þriðja áratug ald- arinnar og er reyndar enn í dag. Á sköpunarárum Manhattan Transfer var Dos Passos mjög vinstrisinnaður og sjást þess greinileg merki í skáldsögunni. Guð sem brást BENITO MUSSOLINI: THE RISE AND FALL OF IL DUCE. Höfundur: Christopher HlbberL Penguin Books, 1986. Benito Mússólíni, ítalski sósíalistinn sem skóp fasistahreyfinguna og hrifs- aði til sín valdataumana í heimalandi sínu með „göngunni til Rómar" árið 1922, lofaði löndum sínum blómlegri tíð, efnahagslegri endurreisn og áhrifameiri stöðu Ítalíu í samfélagi þjóðanna. I augum ákafra stuðnings- manna sinna var hann sem guð. En sá guð brást átrúendunum hrapallega. Hann leiddi yfir þjóðina hörmungar tapaðrar styrjaldar. Undir lok þess stríðs lauk lífi leiðtogans er hann var handtekinn og skotinn án dóms og laga og lík hans haft til sýnis, og þvi misþyrmt af reiðum borgurum sem vafalítið höfðu sumir hverjir hvllt hann áður. Breski ævisöguritarinn Christopher Hibbert er höfúndur þessarar þekktu og viðurkenndu frásagnar af lífshlaupi og stjómmálaferli Mússólíni. Meginá- herslan er lögð á sögu Mússólíni sjálfs, hinn persónulega þátt. Veigamesti þáttur frásagnarinnar fjallar um síð- ustu æviárin og þær helgreipar vinát- tunnar við Adolf Hitler sem í reynd kreistu allt pólitískt líf úr Mússólíni og urðu honum að lokum að falli í eiginlegustu merkingu. Það kemur fáum á óvart að eftirtekt- arverðasti þátturinn í skaphöfn Mússólíni á yngri árum var reiðin og lífskrafturinn. Hann var byltingar- maður sem átti sér þann draum helstan að verða leiðtogi, fremstur BENíTöHMHMB MUSSOLINI mtaxmmLmwct meðal þjóðarinnar, gjaldtækur í sam- félagi foringjanna. Hann var óprúttinn og ruddafenginn í pólitík jafiit sem í samskiptum sínum við konur. Sem pólitískur blaðamaður hafði hann mikla hæfileika sem áróðursmaður og beitti þar sem annars staðar öllum til- tækum meðulum. Eftir að hann komst til valda, og þó alveg sérstaklega þegar komið var út í hildarleikinn sem hann sjálfur og samstarfsmenn hans vissu innst inni að Ítalía hafði engan möguleika til að há án þess að tapa, er sérstæðast að kynnast hér þeim óstöðugleika sem einkenndi allar ákvarðanir hans. Mússólíni var alltaf að skipta um skoðun: einu sinni skipti hann um skoðun fimm sinnum á einum stundar- fjórðungi! Hann sveiflaðist á milli þess sem kom heim og saman við stór- mennskudraumana og hins sem var raunsætt og framkvæmanlegt. Það varð Mússólíni kannski ekki síst að falli að hann trúði goðsögnun- um um sjálfan sig. Honum kom einfaldlega ekki til hugar að taka það alvarlega þegar honum var skýrt frá því að samstarfsmenn hans, og ítalski konungurinn, vildu fóma honum í von um að ná sérsamningum við banda- menn og losa Itali út úr stríðinu. Þjóðverjar björguðu Mússólíni úr haldi í Gran Sasso með frækilegum hætti haustið 1943 og upp frá því fram til dauða síns í apríl 1945 var Mússól- íni einungis leppur Hitlers og band- ingi. Andstæðingar fasista, sem margir höfðu verið leiknir grátt á velmektart- ímum Mússólínis, áttu honum grátt að gjalda. Þegar hann var handtekinn, ásamt ástmey sinni, í apríl 1945, var hann því skotinn án dóms og laga og lík þeirra skötuhjúa hengd upp á fót- unum reiðum múgnum til fróunar. Öllu þessu lýsir Hibbert á hlutlægan og læsilegan hátt. Og eins og gjaman þegar litið er yfir tímabil í sögu þjóðar sem virðist eftir á að hyggja nánast eins og geðsýkiskast, vaknar sú spum- ing í huga lesandans hvemig þessi pólitíski trúður hafi getað orðið guð, ekki aðeins í augum milljóna sam- landa sinna heildui- einnig í hugum ýmissa áhrifamanna í ríkjum með langa lýðræðishefð að baki. Hættan a kjamorkustríöi á Kyrrahafi AMERICAN LAKE: NUCLEAR PERIL IN THE PACIFIC. Höfundar: Peter Hayes, Lyuba Zarsky og Walden Bello. Penguln Books, 1987. Á undanfömum misserum hefur mikið verið rætt um afvopnunarmál hér á landi sem og víða um lönd. Sú umræða héfur af eðlilegum ástæðum miðast við aðstæður í Evrópu og þann þátt í samskiptum risaveldanna sem varða kjamorkuvopn beggja vegna evrópska jámtjaldsins. En eðli kjamorkuvopna er að sjálf- sögðu á þann veg að það skiptir í raun engu máli hvar beiting þeirra hefst. Ef til kjamorkustyrjaldar kemur munu áhrif hennar ná til allrar jarðar- innar, hvar sem sem hún kann að hefjast. Þess vegna er ekki síður mikil- vægt fyrir okkur að fylgjast með þeirri umræðu sem á sér stað um kjamorku- vopnabúnað í öðrum heimshlutum. I þessari viðamiklu bók (um 530 Haw <be nudeor budd-uf) in the caux afpeace' fueis the threat ofwar. PEfBlHA!fB»imSaaff»VÉDÉNÍ blaðsíður) er gerð ítarleg grein fyrir kjamorkuvígbúnaði risaveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, á Kyrrahafi og þeim hugmyndum og áætlunum sem uppi eru um beitingu þeirra ef til hemaðarátaka kemur. Sömuleiðis setja höfundamir fram lýs- ingu á því hvemig kjamorkustyrjöld gæti hugsanlega hafist eftir átök í Suður-Asíu (Pakistan, Afganistan, Indland) og Austur-Asíu (Kórea). Sú lýsing er byggð á svonefndum stríðs- leikjum og staðgóðri þekkingu á hugmyndum ráðamanna og virðist óhugnanlega raunsætt dæmi um það sem gæti gerst. Þá er í bókinni fjallað um tillögur um að draga úr kjamorkuvígbúnaði á Kyrrahafi, meðal annars með þvi að koma á kjamorkuvopnalausum svæð- um. Þetta er mjög þörf bók og uppfull af upplýsingum, staðreyndum, sem sýna hvemig ógnarsverð kjamorku- vopnanna hangir yfir íbúum Kyrra- hafslandanna engu síður en okkur sem búum á norðursvæðum við Atlants- haf. Metsölubækur - pappírskiljur Bretland 1. John Le-Carre: A PERFECT SPY. (-) 2. Robert Ludlum: THE BOURNE SUPREMACY.(I) 3. Garrison Keillor: LAKE WOBEGON DAYS. (2) 4. J. Herriot: JAMES HERRIOT’S DOG STORIES. (8) 5. Lucy Irvine: CASTAWAY. (4) 6. J.R.R. Tolkien: THE HOBBIT. (-) 7. Lucy Irvine: RUNAWAY. (3) 8. Dick Francis: BREAK IN.(5) 9. Alexander Kent: COLOURS ALOFT. (-) 10. Umberto Eco: THE NAME OF THE ROSE. (-) Bandaríkin: 01. Judith Krantz: l’LL TAKE MANHATTAN. 2. Robert Ludlum: THE BOURNE SUPREMACY. 3. Judith Michael: PRIVATE AFFAIRS. 4. Elizabeth Forsythe Hailey: JOANNA’S HUSBAND AND DAVID'S WIFE. 05. Margaret Atwood: THE HANDMAID'S TALE. 6. Stephen Birmingham: THE LEBARON SECRET. 7. Fern Michaels: TO TASTE THE WINE. 8. Tom Clancy: THE HUNT FOR RED OCTOBER. 9. Ken Follett: LIE DOWN WITH LIONS. 10. Cynthla Freeman: SEASONS OF THE HEART. Rit almenns eðiis: 1. THE TOWER COMMISSION REPORT. 2. Judith Viorst: NECESSARY LOSSES. 3. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 4. Oliver Sacks: THE MAN WHO MISTOOK HIS WIFE FOR A HAT. 5. Nicholas Pileggi: WISEGUY. 6. Shirley MacLaine: OUT ON A LIMB. (Byggt ó The New York Times Book Review.) (Tölur innan sviga tákna röð viðkomandi bók- ar vikuna á undan. Ðyggt á The Sunday Times.) Umsjón: Elías Snæland Jónsson H118H-X88tUEU5Slt $ IVKIIaXaXSR o c u s Gyðingahatur FOCUS. Höfundur: Artbur Miller. Penguin Books, 1987. Arthur Miller er öðm fremur þekktur sem snjall leikritahöfúnd- ur: sum leikverka hans, svo sem eins og Sölumaður deyr, teljast sí- gild verk. En á yngri árum sínum sem rit- höfundur skrifaði Miller einnig sögur, þar á meðal þessa skáldsögu sem kom fyrst út árið 1945 og vakti mikla athygli. I Focus fjallar Miller um gyð- ingahatur í Bandaríkjunum. Hann gerir það á snjallan hátt. Höfuð- persónan, Newman að nafni, er tiltölulega venjulegur New York búi og haldinn svipuðum fordóm- um gagnvart gyðingum og margir aðrir millistéttarmenn þar í borg. Hann sér frekar illa og neyðist því um síðir til að fá sér gleraugu. Við það breytist útlit hans að sjálf- sögðu og verður, að áliti nágranna hans og samstarfsmanna, gyðing- legt. Og þar með fær hann sjálfur að finna fyrir því hvemig það er að vera skotmark gyðingahaturs! Þessari útgáfu sögunnar er fylgt úr hlaði með stuttum formála Art- hurs Miller. Fmm Dadwu lo Vidnam. Ihc cxplosivc saua nf a dynavn feundcá on a terriblc Hxrci TOMHYMAN Syndir féðranna RICHES AND HONOUR. Höfundur: Tom Hyman. Penguin Books, 1987. Ungur SS-maður, sem starfar í útrýmingarbúðunum í Dachau, drepur einn fanganna í þá mund sem bandarískir hermenn ná búð- unum á sitt vald og klæðist fötum hans. Þannig sleppur hann á nafni fómarlambsins til Bandaríkjanna, gerist bandarískur borgari og byggir upp risafyrirtæki. Hann eignast böm, þar á meðal tvo syni. Annar hverfur í Víetnam en hinn | lifir sem uppreisnarmaður og flæk- ingur víða um lönd. Þegar fréttir berast svo af þvi að sonurinn, sem talinn var látinn í Víetnam, sé lík- lega enn í haldi hjá þarlendum stjómvöldum breytist margt í lífi þessarar fjölskyldu. Hér er á ferðinni bærileg afþrey- ingarsaga þar sem kunnar stað- reyndir eru fléttaðar saman við ævintýralega atburðarás. Þótt söguþráðurinn taki stundum á sig lygilega mynd, eins og gjaman í spennusögum af þessu tagi, þá tekst höfundinum að halda áhuga lesandans til enda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.