Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987. 11 Boigaraflokkurinn Ekki eru nema nokkrir dagar síð- an ríkisstjómarflokkamir sigldu hraðbyri í góða kosningu; sérstak- lega Sjálfstæðisflokkurinn sem virtist standa sterkur þá stundina og eiga sigur vísan. Stjómarand- stöðuflokkamir gátu einnig búist við sæmilegum kosningum eftir atvikum og í stórum dráttum var útlit fyrir sams konar kosningaúrslit og Is- lendingar hafa átt að venjast í þrjátíu, fjörutíu ár - þingmaður þar, prósenta hér og valdahlutföllin í gömlu, góðu skorðunum. Menn vom jafhvel búnir að leggja drög að næstu ríkisstjóm eins og þeim kæmu kosningamar ekki við. Að vísu höfðu nokkrir nýir smá- flokkar tilkynnt um framboð sín, án þess þó að hafa burði eða bolmagn til að ógna gömlu flokkunum. Veg- urinn var sem sagt beinn og breiður og kosningamar nánast formsatriði fyrir sjálfumglaða alþingismenn í ömggum sætum. Augu þeirra mændu á ráðherrastólana en ekki kjörkassana. Þessi værukærð sigurvissunnar er bæði lamandi og leiðinleg og oft hefur maður gamnað sér við þá hugsun að það væri þeim mátuleg ráðning ef þetta samtryggða valda- kerfi fengi duglegt spark í afturend- ann þannig að gömlu flokkamir skildu og vissu að þeirra væri ekki mátturinn og dýrðin um alla eilífð. Það væri ómaksins vert að láta þá hafa obbolítið meira fyrir lífinu og vekja þá upp af löngum þymirósar- svefni stöðnunar og stjómunar - ekki aðeins þjóðarinnar og framtíð- arinnar vegna heldur líka þeirra sjálfra. Flokkaskipan hér á landi er löngu úrelt og stendur framförum og nýju hugarfari fyrir þrifúm. Stefnur skar- ast, skoðanir tengjast og skilin á milli hinna hefðbundnu stjómmála- flokka em í flestu óljós og hverfandi. Hver er munurinn á venjulegum krata og frjálslyndum sjálfstæðis- manni? Hver er munurinn á hófsöm- um framsóknarmanni og réttum og sléttum kjósanda Alþýðubandalags- ins? Segir ekki í einhverri könnun- inni að Sjálfstæðisflokkurinn eigi langstærsta kjósendahópinn meðal launþega? Er ekki Alþýðuflokkur- inn að höfða til millistéttarinnar? I ljósi þessarar moðsuðu og hálfvelgju, þar sem allir geta verið með öllum, er fagurgali kosningabaráttunnar hjáróma og innantómur. Það vantar neistann. Á einni nóttu Þannig stóðu málin fyrir rétt rúmri viku. Skoðanakannanir sýndu litlar sveiflur, nýir smáflokkar gátu ekki rönd við reist og kosningamar vom nánast til málamynda. Spenningur- inn var helst um það hvort Sjálf- stæðisflokkurinn veldi Alþýðuflokk eða Framsóknarflokk með sér í næstu ríkisstjóm. En svo gerist það, eins og hendi sé veifað, að Albert Guðmundsson rís upp, skellir hurðum á Sjálfstæðis- flokkinn og stofnar flokk. Og áður en nokkur maður hefúr áttað sig á atburðarásinni sýna skoðanakann- anir að Borgaraflokkur Alberts nýtur fylgis sem næststærsti stjóm- málaflokkurinn. Á einni nóttu var skyndilega kominn til skjalanna flokkur sem hristi og skók flokka- kerfið og svarar þannig kalli þeirra sem vilja nýtt blóð, breytt viðhorf og aðra valkosti, enda hefur hann aldeilis valdið rúmmski hjá guðs útvöldum. Þeir em allir komnir fram úr! Nú ætla ég ekki að fara að skil- greina ástæðumar fyrir brotthvarfi Alberts. Ekki heldur að leggja dóm á það hvort Albert sé siðlaus eða siðsamur. Ekki heldur á það hvor eigi meiri sök, Albert eða Þorsteinn. Hitt er miklu forvitnilegra: að velta því fyrir sér á hlutlausan hátt hverju það sætir að umdeildur stjómmála- maður, nánast aleinn upp á eigin spýtur, getur skapað slíkan hljóm- gmnn meðal þúsunda óbreyttra kjósenda, og það svo að helstu stjómmálaforingjar em komnir í rjúkandi fallhættu. Sagt er að fylgi Alberts stafi af samúð og tilfinningahita. Það má vel vera rétt að hluta til. En hvað um það? Er ekki pólitík fyrst og fremst byggð á tilfinningum? Hve- nær hefur nokkur maður í heiminum komist til valda án þess að höfða til tilfinninga, geðhrifa eða þess mann- lega í fari okkar? Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi orðið stærsti flokkur þjóðarinnar vegna þeirrar tilfinn- ingar sem menn bám til Ólafs Thors - ekki út af því hvað hann sagði eða gerði heldur hvemig hann var: mannvera, mannvinur, manneskja. Það hefúr löngum reynst góðum stjómmálamönnum drjúgt veganesti að skilja tilfinningar kjósenda og höfða til þeirra. Þess vegna er það rétt skýring að Albert höfði til tilfinninga vegna þess að hvað sem um Albert verður annars sagt þá er hann maður fólks- ins og einn úr þess hópi. Samúðin gagnvart honum byggist á þeirri til- finningu að flokkurinn hafi farið illa með hann og á þeirri tilfinningu bíta hvorki rök né rökræður, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Eliert B. Schram Davíð gegn Golíat En það er fleira en tilfinningamar sem valda straumnum til Alberts. Margir þeir sem eiga flokksvaldinu grátt að gjalda finna sér griðastað í Borgaraflokknum. Sumir þeir sem vilja að einstaklingurinn rísi upp gegn kerfinu og eins hinir sem eru orðnir leiðir og reiðir út i steinmnn- ið stjómkerfi, svefndrukkna stjóm- málaflokka og finna til smæðar sinnar vegna ranglætis, misréttis eða annarra ófara hafa skyndilega feng- ið farveg fyrir óánægju sína. Albert er þeirra maður vegna þess að hann er orðinn ímynd píslarvottsins, per- sónugervingur Davíðs sem berst gegn ofurefli Golíats. Borgaraflokk- urinn er samneftiari fyrir þessa útrás og það langt út fyrir persónu Al- berts Guðmundssonar. Kenning Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar i Morgunblaðinu í gær að þessu leyti er alveg laukrétt. Albert ræður ekki lengur ferðinni einn. Það er athyglisvert í þessu sam- bandi að Albert hefur ekki fengið til liðs við sig mikið af þekktum nöfn- um. Þungavigtarmenn á framboðs- listum Borgaraflokksins em fáir. Þetta kann að villa einhverjum sýn en styður engu að síður þá kenningu að Albert sækir stuðning til litlu mannanna, lágstéttarinnar, eins og einhver hefur orðað það. Goðsögnin um litla manninn hans Alberts er nefnilega engin lvgi. Er þetta þá ekki flokkurinn sem beðið hefur verið eftir. flokkurinn sem getur sprengt upp valdakerfi gömlu flokkanna og hlevpt nýju blóði í stjómmálin? Um það er of snemmt að spá. Til þess er staða hans enn of óljós. Til þess vitum við of lítið um fyrirætlan- ir hans. Enn er eftir að bíða kosn- ingabaráttunnar og úthaldsins þegar til sjálfra kosninganna kemm'. I því sambandi hefur verið bent á að klofrnngsframboð hafi áður komið fram. Minnt er á Hannibal með Sam- tök frjálslvndra og vinstri manna. minnt er á Vilmund og Bandalag jafnaðarmanna. Báðir þessir flokkar entust rétt í eitt kjörtímabil. Munur- inn er hins vegar sá á Albert annars vegar og þeim Hannibal og Vil- mundi hins vegar að akur Alberts er miklum mun stærri. Hann kemur úr röðum stærsta flokksins meðan hinir áttu rætur í tiltölulegum litlum vinstri flokkum. Flokkur Alberts er borgaralegur flokkur meðan hinir voru sósíalskir flokkar. Albert sækir fy’lgi jafht til hægri sem vinstri með- an hinir sóttu það mestmegnis til vinstri. Þessi er munurinn og þess vegna skvldu menn varast að hafa uppi of miklar hrakspár um fallvalt gengi Borgaraflokksins þegar til kastanna kemur. Bakari fyrir smið Sem sjálfstæðismanni rennur þetta mér að sjálfsögðu til rifja að horfa upp á gjörbrevtta vígstöðu Sjálf- stæðisflokksins • í þessum slag. Þriðjungur fydgismanna hans segist ætla að kjósa Borgaraflokkinn og það áður en þeir vita um stefnu hins nýja flokks! Sjálfstæðisflokkurinn á margt betra skilið heldui- en að hrökkva svona í sundur fyrir nánast meinlegar tilviljanir og mistök. Hann á margt annað skilið en að gjalda afhroð í kosningum vegna siðbóta i eigin röðum. Það er að minnsta kosti kaldhæðni örlaganna að loksins þegar Sjálfstæðisflokkur- inn ætlar að þvo hendur sínar, gera hreint fyrir sínum dyrum, þá fær hann yfir sig kollsteypuna sem hann var búinn að forða sér frá i fimmtiu ár. Það er hins vegar bamaskapur ef sjálfstæðismenn ætla að berja höfð- inu við steininn og hengja bakara fyrir smið. Þeir ná ekki fótfestu á nýjan leik nema að horfast í augu við þá staðreynd að orsökin liggur ekki nema að hluta til í samúðinni með Albert. brengluðum kjósendum eða hysterisku fjölmiðlaæði í kring- um þetta mál. Slagurinn stendur heldur ekki um siðferði eða siðleysi. Skýringin er ekki sí§t fólgin í því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ein- hvers staðar á leiðinni orðið riðskila \ið þúsundir manna sem fram að þessu hafa fylgt honum að málum - eða þeir viðskila við hann. Hvort sem það er trúnaðarbrestur. and- varalevsi ellegar röð af mistökum þá er ljóst að gamlir stuðningsmenn. gamlir vinir og samherjar láta ekki te\-ma sig út í ævintýri af þessu tagi nema vegna þess að þeim er heitt í hamsi - hafa harma að hefna. Lexía fyrir alla Og þetta á reyndar við um alla þá flokka sem nú verða fvrir fydgistapi vegna Borgaraflokksins. Stjórn- málaflokkamir verða að hafa þrek til að líta í eigin barm og játa á sig vanrækslusyndimar í stað þess að bölsótast út i vitleysuna í kjósend- um. Sannleikurinn er nefnilega sá að kjósendur vita sínu viti og þeir hafa hingað til haft \dt á því að kjósa rétt. Einmitt þess vegna hefúr Sjálf- stæðisflokkurinn verið stærsti flokkurinn í finmitíu ár. Hvers vegna ættu kjósendur að vera vitlausari nú en áður? Sveiflan til Borgaraflokksins er lexía fy’rir stjórnmálaflokka sem hafa orðið viðskila við kjósendur og þann jarðveg sem þeir eru sprottnir úr. Hún talar sínu máli um brota- lamimar í þeim sjálfum. Eina ljós- glætu sé ég þó. Hún er sú að kjósendur nevðast til að endurmeta afstöðu sina til stjómmálaflokkanna og átta sig á að þeir em ekki allir eins. Tilkoma Borgaraflokksins opn- ar augu margra fyrir því að gamli flokkurinn gegnir hlutverki þrátt fy’rir allt. Endurhæfingin er hafin. Hvað sem líður kosningaúrslitum og hvort sem fylgi Borgaraflokksins verður meira eða minna þá blasir sú staðreynd við að Sjálfstæðisflokkur- inn, stærsti flokkur þjóðarinnar, er að róa sinn lífróður. Hann berst fyr- ir lífi sínu. Og þó hann vinni vamarsigur þá er hitt stríðið miklu meira og þyngra - að sigra sjálfan sig að kosningum loknum, sigrast á innri vandamálum, ná aftur til sinna fyrri kjósenda, ná sáttum. Ellert B Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.