Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987. AEmæli Sextugur verður mánudaginn 6. apríl Björn Önundarson tryggingayfir- læknir. Hann er kvæntur Sigríði Sigurjónsdóttur. Björn og kona hans taka á móti gestum á afmælisdaginn í Félagsheimili rafveitunnar við Ell- iðaár milli kl. 17 og 19. Tilkyimingar Frumsýning á Galdraloftinu Hugleikur frumsýnir á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9, nýjan íslenskan4sjónleik ,.Ó þú. ástarsaga pilts og stúlku“ eftir þær Ingibjörgu Hjartardóttur. Sigrúnu - Óskarsdóttur og Unni Guttormsdóttur. ■ Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Frum- sýning verður í kvöld kl. 20.30 og er uppselt á hana. Næstu sýningar verða á þriðjudags- og fimmtudagskvöld. Tónleikar Kantötukórsins í dag. 4. apríl, kl. 17 heldur Kantötukórinn tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. stjómandi er Pavel Smid. Á efnisskránni eru: kórsöngur, einsöngur. orgelleikur og básúnuleikur. Meðal höfunda má nefna: Fyrirlestur um Finnland og öryggismál Norðurlanda Mánudaginn 6. apríl nk. mun Dr. Klaus Törnudd flytja fyrirlestur um Finnland og öryggismál Norðurlanda (Finland and Nordic Security) í boði Félagsvísinda- deildar Háskóla íslands. Klaus Törudd er stjórnmálafræðingur að mennt og hefur unnið bæði sem háskólakennari og í utan- ríkisþjónustu og utanríkisráðuneyti Finnlands. Hann starfar nú í utanríkis- ráðuneytinu og er jafnframt dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Helsinki. Hann hefur skrifað margar tímaritsgrein- ar og bækur, einkum á sviði alþjóðastjórn- mála. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17.15. hann verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Burtfararprófstónleikar Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur burt- fararprófstónleika mánudaginn 6. apríl kl. 18 í húsnæði skólans að Laugavegi 178, 4. hæð. Kristján Vadimarsson gítarleikari flytur verk eftir Luis De Narvaez. Silvius Leopold Weiss, Leo Brouwer, William Walton og F. Moreno Torroba. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. „Eru tígrisdýr í Kongó?“ 19. mars sl. frumsýndi Alþýðuleikhúsið leikritið Eru tígrisdýr í Kongó? í veitinga- húsinu í Kvosinni. Hér er á ferðinni nýtt verk eftir Finnana Johan Bergum og Bengt Ahlfors sem frumsýnt var í Helsinki sl. haust og er uppfærsla Alþýðuleikhúss- ins sú fyrsta utan Finnlands. Leikritið fjallar um hinn skelfilega sjúkdóm eyðni frá sjónarhóli hins almenna borgara. Leik- stjóri verksins er Ingá Bjarnason en rithöfundana tvo leika þeir Viðar Eggerts- son og Harald G. Haraldsson. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa. Næstu sýningar verða í dag. 4. apríl. kl. 13. 8., 9. og 10. apríl kl. 12 og 11. apríl kl. 13 stundvíslega. Miðaverð er kr. 750 og í því er innifalið leiksýningin, léttur hádeg- isverður og kaffi. Miðapantanir eru í síma 15185 og tekur símsvari við pöntunum all- an sólarhringinn. J.S. Bách, N. Hanff, F. Mendelson, Marc- ello og A. Mozart. Orgelleikari: Pavel Smid. Básúnuleikari: Oddur Bjömsson. Einsöngvarar: Magnús Steinn Loftsson, tenór, Magnús Baldvinsson, bassi, Dúfa Einarsdóttir, alt, og Friðrik Kristinsson, tenór. Vorfagnaður Atthagafélags Strandamanna verður haldinn í Domus Medica í kvöld, 4. apríl, kl. 21. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Mætum öll. Kvenfélag Kópavogs heldur fund fimmtudaginn 9. apríl kl. 20.30 í félagsheimili Kópavogs. Gestur fundar- ins verður Þórunn Magnúsdóttir og talar hún um sjókonur. Frjálsíþróttadeild Ármanns Hlutavelta, flóamarkaður og kökubasar verður sunnudaginn 5. apríl kl. 14 í bíla- geymslu nýja Seðlabankahússins (Kolap- ortinu). Góðir vinningar í boði, m.a. ökukennsla, úttekt á hárgreiðslustofu, snyrtistofu og margt fleira. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þriðjudaginn 7. apríl kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Gestur fundarins verður Kristín Guðmundsdóttir, formaður Bandalags kvenna í Reykjavík, og mun hún flytja erindi, þá verður tískusýning frá Elísubúðinni. Nýirfélagar velkomnir. íslendingar gegn fasisma Flokkur mannsins efnir til opins borgara- fundar undir yfirskriftinni „íslendingar gegn fasisma" í dag, laugardag, kl. 15 í Tónabíói. Allir hugsandi Islendingar sem annt er um framtíð þessarar þjóðar eru hvattir ti! að mæta á fundinn. Steinunn Þórarinsdóttir sýnir á Kjarvalsstöðum I dag, 4. apríl, kl. 14 opnar Steinunn Þórar- insdóttir myndhöggvari sýningu í Kjarv- alssal, Kjarvalsstöðum. Á sýningunni eru 26 verk úr ýmsum efnum svo sem járni, blýi, gleri og leir. Hér er um að ræða bæði frístandandi höggmyndir og veggmyndir. Þetta er 5. einkasýning Steinunnar og sú stærsta hingað til en Steinunn hélt síðast einkasýningu 1984, en auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga bæði heima og erlendis. Flest verkin eru unnin árið ’86 en Steinunn hlaut starfslaun Reykja- víkurborgar þá. Steinunn hlaut menntun sína í Englandi og á Italíu og kom heim frá námi 1980. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-22 en henni lýkur 20. apríl. Fermingarbörn í Leikhús kirkjunnar Um síðustu helgi fór sr. Rúnar Egilsson, Mosfellsprestakalli í Grímsnesi, með hóp af fermingarbörnum sínum í Leikhús kirkjunnar að sjá Kaj Munk. í kapellu Hallgrímskirkju gefst ekki færi á viðamik- illi útfærslu. Einfaldleikinn ræður ríkjum eins og best á við. Hlýlegar smámyndir bregða ljósi á æviferil Munks, sjálfur Ný bílasala, Bílabankinn sf. Opnuð hefur verið glæsileg bílasala, Bíla- bankinn sf. að Hamarshöfða 1, sími 673232. Þar stendur til boða stór og bjartur sýn- ingasalur og gott útivistarsvæði. Bíla- bankinn sf. veitir aðstoð og ráðleggingar varðandi frágang verðbréfa er varða kaup og sölu bifreiða. Einnig er veitt aðstoð við umskráningu er sparar viðskiptavini bæði Jazzpíanistar í Heita pottinum Lifandi jasstónlist er leikin hvert sunnu- dagskvöld i Heita pottinum, en svo nefnist nýstofnaður jassklúbbur, sem hefur aðset- ur sitt í Duus-húsi við Fischersund. Undanfarnar helgar hafa verið haldnir þrennir jasstónleikar fyrir fullu húsi. Á sunnudagskvöldið kl. 21.30 leikur Tríó Egils B. Hreinssonar ásamt Sigurði Jóns- syni tenórsaxófónleikara, Tómasi R. Einarssyni (bassi) og Guðmundi R. Einars- syni (trommur). Takk til Suður-Afríku Dúettinn Takk er nú á förum til Suður- Afríku og Zimbabwe í hljómleikaferð. Ferðin, sem stendur yfir mestan hluta af aprílmánuði, er í beinu framhaldi af út- gáfu hinnar nýju hljómplötu Takk sem heitir Mirrored Image. Bandaríska útg- áfufyrirtækið Refuge gefur plötuna út undir merkinu Fortress. Platan er um þessar mundir að fara á markaðinn í Bandaríkjunum og Afríku og er þegar komin út hér á landi, hún er seld núna á vegum Krýsuvikursamtakanna til hjálpar ungum eiturlyfjaneytendum. Um 12 hljóm- leikar eru fyrirhugaðir í Afríku, bæði meðal svartra og hvítra. 1 för með Takk verður Birgir J. Birgisson, lagahöfundur og hljómborðsleikari, og mun hann sjá um hljómborðin af sinni alkunnu snilld. Sýningar Árbæjarsafn Opið samkvæmt samkomulagi. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Skólasýning Ásgrímssafns hefur verið opnuð. Sýningin er opin almenningi á opnunartíma safnsins: sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Aðgang- ur er ókeypis. stendur hann gjarnan álengdar og riíjar upp liðna tíð. Verkið er að hluta byggt á endurminningum hans, að hluta á ræðu- safni hans. Brugðið er upp myndum frá samskiptum Kajs við fósturforeldra sína, íjölskyldu, sóknarbörn og útsendara of- beldisins. Fermingarbörnin voru ákaflega ánægð með sýninguna, fannst hún skemmtileg jafnframt því að vera mjög umhugsunarverð. tíma, fyrirhöfn o.fl. o.fl. Við Hamarshöfða eru einnig vel þekkt þjónustufyrirtæki fyrir bíla s.s. Bílastillingar Björns Stefens- sonar, Réttingaverk, Réttingamiðstöðin, Bílaverkstæði Agnars, Bílamálun, Bíla- ryðvörn, Mazda-umboðið Bílaborg. Eig- endur Bílabankans eru Guðmundur Aðalsteinn Gunnarsson og Guðmundur M. Sigurðsson. Leikhús Þjóðleikhúsið Aurasálin. Nú eru aðeins eftir tvær sýn- ingar á gamanleiknum Aurasálinni eftir Moliére i þýðingu og leikstjórn Sveins Einarssonar. Aurasálin verður sýnd á stóra sviðinu í kvöld kl. 20. Hallæristenór, gamanleikurinn eftir Ken Ludwig í þýðingu Flosa Ólafssonar og leikstjórn Benedikts Árnasonar, verður sýndur á stóra sviðinu á laugardagskvöld k'l. 20. Rympa á ruslahaugnum, barnaleikrit Herdisar Egilsdóttur, verður sýnt í stóra sal Þjóðleikhússins á laugardag og sunnu- dag kl. 15, á miðvikudag kl. 16 og á fimmtudag kl. 15. í smásjá, leikrit Þórunnar Sigurðardóttur í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar, verður sýnt í kvöld og á miðvikudagskvöld kl. 20.30 á litla sviðinu. Íslenska óperan sýnir óperuna Aidu eftir Verdi í kvöld kl. 20. Fáar sýningar eru eftir. Sú breyting verður á hlutverkaskipan að Hjálmar Kjartansson tekur aftur við hlutverki Lonungs af Eiði Gunnarssyni sem hefur sungið það frá miðjum febrúar. Vegna sýningar, sem féll niður sunnudaginn 29. mars, er þeim sem áttu miða bent á að hafa samband við miðasölu Óperunnar, hafi þeir ekki gert það nú þegar. Leikfélag Reykjavíkur Land míns föður sýnt í kvöld kl. 20. Dagur vonar sýning laugardagskvöld kl. 20. Þar sem Djöflaeyjan ris sýnt í Skemm- unni laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20. Tapað - Fundið Leðurhanskar töpuöust Tapast hafa uppháir svartir leðurhanskar fyrir utan símstöðina í Kirkjustræti þann 31. mars sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 37044 gegn fundarlaunum. Fressköttur týndur Rauðbrúnn og hvítur fressköttur tapaðist á þriðjudaginn sl. frá Lokastíg 6. Hann er eyrnamerktur R-6526. Þeir sem hafa orðið varir við hann eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 23091. Gleraugu töpuðust Gleraugu með brúnni snúru í rauðu hulstri töpuðust. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 14822. Utboð Fljótshlíöarvegur, Kirkjulækur - Deild Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 2,7 km, fylling og burðarlag 23.200 m3. Verkinu skal lokið 1. september 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 6. april nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 27. april 1987. Vegamálastjóri t Innilegar þakkir sendum viö þeim sen sýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför Bjarnleifs Bjarnleifssonar. Maria G. Jóhannesdóttir Erla Strand Einar Strand Guðmundur R. Bjarnleifsson Soffía H. Bjarnleifsdóttir Bjarnleifur Á. Bjarnleifsson Ólafía K. Bjarnleifsdóttir og barnabörn. Asa Þorsteinsdóttir Snorri S. Konráðsson Lilja Gunnarsdóttir Magnús L. Sigurösson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.