Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Rugl Helgarpóstsins
Utreikningur og uppsetning á síðustu skoðanakönn-
un Helgarpóstsins nú í vikunni er hneyksli. Þetta er
móðgun við þá, sem gera hér skoðanakannanir í al-
vöru. Helgarpósturinn hugsar í þessu máli eingöngu
um að láta fólk hafa lesefni. Það skiptir blaðið engu,
þótt þær svokallaðar fréttir, sem út koma, séu alger fjar-
stæða og rugl.
Helgarpósturinn ætlar sér þá dul í frétt sinni af könn-
uninni að meta, hvernig þingsæti muni samkvæmt
könnuninni skiptast í öllum kjördæmum landsins. Þetta
þýðir, að nokkrum tugum svarenda í sumum kjördæm-
um er skipt þannig upp og fréttum slegið upp. Það getur
byggzt á hálfum manni í kjördæmi, hvort einn flokkur
fær þingmann eða annar samkvæmt kokkabókum Helg-
arpóstsins. Allir sem eitthvað vita um skoðanakannanir
sjá, að þetta er ekki hægt. Úrtakið yrði að vera marg-
falt stærra í hverju kjördæmi, til þess að eitthvað sé
unnt að fullyrða um, hvernig þingsæti mundu skiptast
í hinum ýmsu kjördæmum. Helgarpósturinn beitir
fréttafölsun, þegar hann slær því fram, hvernig þing-
sæti skiptast í kjördæmunum, á grundvelli þessarar
könnunar. Þannig þykist Helgarpósturinn geta fullyrt,
að Borgaraflokkurinn sé stærri en Sjálfstæðisflokkur-
inn í kjördæmi Þorsteins Pálssonar. Þessu er slegið upp
á grundvelli svara nokkurra manna í Suðurlandskjör-
dæmi.
Hér skal ekkert fullyrt um Suðurlandskjördæmi, en
víst er, að Helgarpósturinn hefur ekki nein rök fyrir
fullyrðingu sinni. Hún byggist að minnsta kosti ekki
með neinu viti á skoðanakönnun.
Helgarpósturinn segir: „Reiknimeistari HP pældi í
tölunum og reiknaði eftir því, sem unnt er, hvernig þing-
sæti skiptust, eins og sjá má í töflu. Við viljum hins
vegar gera þann fyrirvara, að þessir útreikningar eru í
sumum tilvikum anzans ári nærri ágizkunum.“
Þó fremur blaðið þá fréttafölsun að gera þessa fárán-
legu skiptingu. Þó rekur Helgarpósturinn í löngu máli,
hver yrðu nýju andlitin á Alþingi samkvæmt þessari
skoðanakönnun og hverjir mundu detta út.
Helgarpósturinn gerir mikinn óleik með þessari æsi-
fréttamennsku og fréttafölsun. Alltaf hafa verið hér
einhverjir pólitíkusar, sem vilja losna við skoðanakann-
anir. Þessir menn telja heppilegra fyrir sig að heyja
kosningabaráttu, án þess að neinar upplýsingar liggi
fyrir, hvernig landið liggur. Hér hafa verið gerðar heið-
arlegar skoðanakannanir í áratugi. Reynslan af þeim
er hvorki betri né verri en gerist með skoðanakannanir
erlendis. Mælikvarðinn, sem unnt er að nota, er, hve
nálægt niðurstöður skoðanakannana eru úrslitum
kosninga. í öllum tilvikum, án undantekningar, hafa
kannanir DV reynzt bezt, þegar hinar ýmsu kannanir
eru bornar saman við kosningaúrslit. Gallup taldi ekki
óeðlilegt, að muna mætti um tveimur prósentustigum á
flokk milli síðustu könnunar fyrir kosningar og kosnin-
gaúrslitum. Slíkar skoðanakannanir taldi hann góðar.
Hvað sem sumum stjórnmálamönnum finnst, á al-
menningur rétt á að vita, hver staða flokka er á hinum
ýmsu tímum. Þetta eiga að vera eins og hverjar aðrar
fréttir. Upplýsingar eru af hinu góða.
Auðvitað dæmir aðferð Helgarpóstsins sig sjálf. En
þeir sem gera heiðarlegar kannanir komast ekki hjá
því að vekja athygli á þessu.
Haukur Helgason.
Fólkeða
farísear?
Um leið og eitthvað fer að bjáta
á í mannfélaginu kemur í ljós hversu
djúptækur sá kærleikur er sem ríkir
í orði milli manna, því virðist svipað
farið með mannkynsástina og menn-
inguna, strax og harðnar í ári er
henni varpað fyrir róða. Og það þrátt
fyrir einlægan málflutning kenni-
manna og fallegar biblíusögur sem
söfhuðurinn situr andaktugur undir
með upplýstar ástjónur meðan at-
hyglin sefur, siðferðisvitundin
blundar. Síðan gerist eitthvað,
hommar og lesbíur fella grímumar,
upp kemur farsótt, unglingar í leður-
jökkum safhast saman á Hlemmi,
þeldökkur maður flytur í næsta hús,
konan á neðri hæðinni brjálast -
hvað eina í þessum dúr, og athyglin
er vakin, siðferðisvitundin blossar
upp, kristilegt siðgæði þekkir sinn
vitjunartíma, heiðvirðir borgarar
taka að vitna í biblíuna og lögin því
til sönnunar að utangarðsfólk,
óhreinir, litaðir og geðveikir skuli
aldrei þrífafast fyrir augliti drottins
og saklausra borgara, mönnum
verður skyndilega umhugað um sál-
arheill bama sinna og hvísla þeim í
eyra vamarorðum um ljóta karla og
kerlingar.
Stjörnur og fólksvagen
Eitt sinn var lítill maður sunnar í
álfunni sem haldinn var nokkuð
skæðu mikilmennskubrjálði, á efri-
vör bar hann skegg sem minnti
töluvert á neftóbak sem lekið hafði
úr nösum hans og ofan í munn og
fyrir öðm auga hans blakti óstýrilát-
ur hárlokkur þá sjaldan maðurinn
gekk berhöfðaður. Þessi litli maður
hafð tamið sér hörku í framgöngu
og viðskiptum við aðra menn og
þjóðir og vakti með því víðáttumikla
óttablandná aðdáun á ríki sínu og
víðar í álfúnni. Hann hrækti út úr
sér ræðum þar sem hann skírskotaði
til þjóðemiskenndar og siðgæðiðs-
vitundar þjóðar sinnar og hafði
árangur sem erfiði. Af einhverjum
hvötum, sem sagnfræðingar og sál-
fræðingar em ekki vissir um hverjar
vom, lagði þessi lágvaxni maður
ómælt hatur á gyðinga og kom því
til leiðar til að byrja með að þeir
yrðu allir stjömumerktir og þannig
í talfæri
Kjartan Árnason
auðkenndir frá heiðvirðum borgur-
um, seinna meir lét hann reka þá
úr starfi, varpa út af spítölum og
loks kæfa í gasi milljónum saman í
þar tilgerðum búðum. Allt í nafni
arísks hreinleika og germansks sið-
gæðis. Og með stuðningi mikils
hluta þjóðar sinnar sem þótti það
góður díll að skipta á fólksvagen og
fáeinum gyðingum. Menn fóm að
elska hatrið.
Þegar þessum hörmungum linnti
sagði fólk: Svona lagað getur aldrei
gerst aftur! Eins og bam sem iðrast
óknytta sinna fylltist það sakleysi
og heilagleika og sór af sér allt illt.
Skömmu síðar gerðist þetta aftur,
að vísu var þá engum útrýmt heldur
var mönnum bara úthýst. Það gerð-
ist hér, í landi þeirrar skilningsríku
og hjartgóðu þjóðar Islendinga. Eftir
að ríkisstjómin hafði látið plata sig
til að biðja um hervemd, skömmu
eftir stríðið, fór hún fram á það við
kanann að fá að ráða litnum á her-
mönnunum sem kæmu hingað.
Rökin vom þau að ekki mætti
menga vom hreinræktaða og kyn-
góða stofh með svertingjum og
rauðskinnum eða öðrum óæðri ver-
um. Var þetta auðsótt mál og íslend-
ingar gátu sætt sig við herinn.
Hinir óhreinu
Og nú hefur þetta gerst aftur. Að
vísu í enn annarri mynd - en það
hefur gerst. Við vitum að hér áður
fyrr var það regla að byggja sjúkra-
hús yfir geðveikt fólk eins langt frá
heiðvirðum borgurum og óhætt þótti
til að heiðvirðu borgaramir gætu
haldið áfram að sýsla við sín heið-
virðu störf í borgaralegu öryggi án
þess að vera óþyrmilega á það
minntir að til væri fólk sem hefði
það bölvanlegt og þyrfti á hjálp að
halda. Seinna hefur reyndar byggðin
teygt sig í átt að „vitlausraspítölun-
um“ svo þeir em ekki lengur dular-
fúll hús úti í óbyggðum og maður
hélt að fólki væri þar með að skilj-
ast að kannski bæri að líta á raunir
einstaklingsins, hveijar sem þær em,
sem hluta af lífi heildarinnar.
En hvað gerist? Saklausa fólkið
sem vill vemda bömin sín vaknar
upp við vondan draum í farsóttaræð-
inu sem nú geisar pg krefst þess að
eyðnisjúklingar séu lokaðir inni,
settir í „stofufangelsi" eins og það
kýs að kalla slíka einangrun af því
það hljómar betur og ber meiri vott
um manngæsku en „dýflissa". Rök-
in? Jú, þau em siðferðisleg eins og
gefur að skilja. Eyðnisjúkir hafa
stundað siðferðislega rangt lífemi
og fyrir það er þeim að hefnast, en
til þess nú að við getum haldið áfram
að lifa í okkar borgaralega öryggi á
annað hvort að merkja hina sýktu
eða loka þá inni. Guð segir að það
sé ljótt að vera hommi og þar af leið-
andi hlýtur að vera ljótt að vera
eyðnisýktur, guð segir að það sé ljótt
að drýgja hór og því er líka ljótt að
vera eyðnisýktur. Þarf að rökstyðja
það frekar?
Aldrei að hugsa út í að hluti eyðni-
sjúklinga á eftir að deyja úr sjúk-
dómi sínum, aldrei leiða hugann að
örvæntingu þessa fólks, aldrei hugsa
um einmanakennd þess og félagslega
einangmn, alltaf að merkja það,
læsa það inni, ala á sektarkennd
þess, vorkenna því á sunnudögum
og vera þannig ömggur um eigið
skinn og sinn. Að ekki sé talað um
öryggi bamanna. Fara svo í kirkju
um helgina og þakka drottni fyrir
að vera ekki eins og þetta fólk.
Gyðingar, pönkarar, brjálæðingar,
fatlaðir, eyðnisjúkir - skiptir það
máli?
Kjartan Arnason.
Eitt sinn var litill maður sunnar í álfunni sem haldinn var nokkuð skæðu
mikilmennskubrjálæði.