Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987.
23
Stjómmál
Davíð Aðalsteinsson, Framsóknar-
flokki: ,'Það er ekki efnalega sjálf-
stætt menningarþjóðfélag sem ekki
býr að landbúnaði."
er vissulega fagnaðarefni ef ný-
kratarnir í dag eru komnir frá villu
síns vegar.
Kratarnir og fleiri hafa jafnan vilj-
að kenna okkur við framsóknarára-
tuginn. En hver skyldi þessi
framsóknaráratugur hafa verið inn-
an þessara 16 ára? Hann var mesta
framfaraskeið íslensku þjóðarinnar
allrar. Það hefur aldrei nokkurn tím-
ann í sögu hennar verið önnur eins
uppbygging um allt ísland eins og þá.
Við viðurkennum visst tímabil í
erfiðleikum landbúnaðar og sjávar-
útvegs sem hefur orðið til þess að
þarna hefur orðið nokkur röskun.
En við ætlum bara að snúa dæminu
við, taka upp nútímaaðferðir og
byggja upp að nýju öflugt atvinnu-
líf, öflugar þjónustugreinar, út um
allt ísland og þar með sveitir lands-
ins, og við skulum sjá hvort ekki
verður þá framfaraskeið á ný.“
Friðj'ón gleyminn
„Mér finnst Friðjón vera orðinn
býsna gleyminn í sambandi við inn-
flutninginn á niðurgreiddum fóður-
vörum ef hann man það ekki að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki
viljað hefta innflutning á niður-
greiddu fóðri. Haldið þið að við
framsóknarmenn værum ekki löngu
búnir að taka öðruvísi á þessu máli
ef þessi andstaða hefði ekki verið?“
sagði Alexander.
Valdimar Indriðason, annar maður
Sjálfstæðisflokks, kom næstur upp:
„Efast nokkur um það að Fram-
sóknarflokkurinn hefði stoppað
innflutning á fóðurbæti ef hann hefði
ráðið einhverju? Hver er landbúnað-
arráðherra? Er það ekki Jón Helga-
son? Ég man aldrei eftir því að við
höfum verið að banna eða þeir hafi
leitað til okkar í þessum efnum.“
Svona má ekki fara með hlut-
ina
„Davíð vinur minn talaði um bú-
vörulögin sem eru ágæt að mörgu
leyti en hann taldi að hefðu orðið
miklu betri ef Framsóknarflokkur-
inn hefði staðið einn að þeim. Ég
mótmæli þessu alveg. Það var lagað
mikið með því að Sjálfstæðisfiokkur-
inn var hafður með. Svona má ekki
fara með hlutina, Davíð minn.
Svo kemur Skúli alveg á fullu og
talar um að það væri munur á fjár-
lögunum hjá Ragnari Arnalds en hjá
Þorsteini Pálssyni. Hann er búinn
að gleyma því að verðbólgan var 130
prósent þegar Ragnar skildi við á
vormánuðum 1983. Þetta eru aldeilis
gæði.“
Valdimar lagði áherslu á meiri
markaðssókn erlendis fyrir dilka-
kjöt. Hann taldi það alls ekki full-
reynt hvort hægt væri að koma
dilkakjötinu á Bandaríkjamarkað.
Skarphéðinn Össurarson, fram-
bjóðandi Borgaraflokksins, kynnti
stefnuskrá flokksins í landbúnaðar-
málum. Hann sagði að aðrir flokkar
hefðu alltaf veifað stefnuskrá á fund-
um en svo blásið á hana um leið og
þeir hefðu gengið út.
Hefja ætti nýja atvinnusókn í
sveitum landsins með því að efla á
skipulegan hátt nýjar búgreinar og
aðra arðbæra atvinnustarfsemi.
Fólkið verður að fá að velja
fæðuna
Skarphéðinn sagði að landbúnað-
arforystan hefði alveg gloprað niður
þeirri búgrein sem kjúklingafram-
leiðsla væri. Hann varaði bændur
Valdimar Indriðason, Sjálfstæðis-
flokki: „Skúli var buinn að gleyma
þvi að verðbólgan var 130 prósent
þegar Ragnar Arnalds skildi við.“
við að reyna að fara á móti straumn-
um. Vafalaust væri hægt að banna
kjúklingaframleiðslu en það væri
bara ekki það sem þjóðin vildi. Fólk-
ið í landinu ætti sjálft að velja sér
lífsfæðu og lífsstíl.
Ingibjörg Daníelsdóttir, annar
maður á Kvennalista, kynnti stefnu
flokksins í landbúnaðarmálum.
Kvennalistinn telur að sú stefna
sem fylgt hefur verið hafi einkennst
af fyrirhyggjuleysi og skammsýni.
Lausna hafi verið leitað af meira
kappi en forsjá.
Draga þurfi úr yfirbyggingu og
miðstýringu landbúnaðarins og
flytja valdið heim í hérað. Endur-
skoða þurfi sjóðakerfi landbúnaðar-
ins.
Úrvinnsla landbúnaðarafurða eigi
í kaffihléi blönduðu frambjóðendur geði við kjósendur.
Finnur Einarsson, vinnur hjá Borg-
arneshreppi: Ég er ansi hræddur um
að Davíð falli og sennilega Skúli
líka. Kvennalistinn tekur af Skúla.
Alþýðuflokksmaðurinn verður inni
og sjálfstæðismenn gætu orðið tveir.
Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur
og S-listi vinna á. Ingi Björn gæti
fellt Valdimar.
ý.
Edda Ottósdóttir ráðskona: Ætli
Borgaraflokkurinn vinni ekki mest
á. Hann nær örugglega þingsæti í
kjördæminu. Alþýðuflokksmaðurinn
fellur. Ég held að Kvennalistinn nái
ekki langt en hinir verða svipaðir.
Gréta Þorsteinsdóttir húsmóðir: Ég
vona að Sjálfstæðisflokkurinn vinni
á. Að mínu mati hefur Borgaraflokk-
urinn lítil áhrif hér á Vesturlandi.
Ég hef ekki trú á að Kvennalistinn
nái langt. Ég held að Framsókn sé á"
undanhaldi.
Helga Ólafsdóttir skrifstofumaður:
Ég er ekki viss um að Borgaraflokk-
urinn fái eins mikið fylgi og honum
er spáð. Ég er ansi hrædd um að fylgi
hans eigi eftir að detta niður þegar
á hólminn er komið. Kvennalistinn
og kratar vinna á hér. Sjálfstæðis-
flokkur, Framsókn og Alþýðubanda-
lag tapa.
Prjónað undir framboðsræðum. Kvennalistakonan Ingibjörg Daníelsdóttir punktar niður.
að vera sem næst framleiðslustað.
Fullvinna eigi vörur innanlands.
Nauðsyn sé að halda landinu í
byggð. íslendingar eigi sjálfir að
brauðfæða sig eins og hægt er. Til
þess þurfi öflugan og vel skipulagðan
landbúnað.
Loksins uppljómun
„Það er hver einasti maður með
byggðastefnuna núna efsta á blaði.
Ég vildi að þið hefðuð frekar fengið
þessa uppljómun fyrir fimm árum,“
sagði Gunnar Páll Ingólfsson, efsti
maður Þjóðarflokksins.
„Meira að segja Albert, sem fylkir
liði. Stuðningsmenn Alberts, eða
Borgaraflokksins, eru þeir sem harð-
ast hafa mótmælt greiðslum til
landbúnaðarins. Hann hefur fengið
uppljómun líka.
Það er verið að bjóða mönnum á
vildisjörðum refabú, að slátra fénu
sínu. Svo er bætt við ærgildum hjá
þeim sem hafa ekki nema vegkantinn
til að beita á. Svona er nú skipulagið
á þessu.
Það tala allir um þetta, niður-
greiðslur, framleiðnisjóð, fram-
leiðsluráð. Það byggist allt á
framleiðslunni. Hvað haldið þið að
fyrirtæki gæti gengið lengi þar sem
eingöngu væri hugsað um fram-
leiðsluþáttinn? Söludeildin væri ekki
til. Það yrði lítið úr því fyrirtæki.
Það er eins og enginn þori að
minnast á markaðsmál. Vöruþróun.
Hvað er það?“ spurði Gunnar Páll.
Davíð Aðalsteinsson sagði í síðari
ræðu sinni að ef óheft framleiðsla
hefði haldið áfram hefði það verið
vísasti vegur til fátæktar í sveitum.
Smygl með farskipum
Skúli Alexandersson sagði að í síð-
asta farmannaverkfalli hefði sannast
hversu kjötsmyglið væri mikið. Kiöt-
sala hefði þá stóraukist. Sakaði Skúli
Eimskipafélagið og skipadeild Sam-
bandsins um að vera aðalútgerðirnar
í smyglinu.
„Vegna þess sem ég sagði hér áðan
um auknar niðurgreiðslur er rétt að
árétta það að ég er ekki viss umað^
allir félagar mínir í Alþýðuflokknum
taki undir þessa skoðun mína,“ sagði
Eiður.
Frekar rekjum við ekki umræður
á fundinum sem hófst klukkan níu
um kvöldið á Hótel Borgarnesi og
lauk ekki fvrr en klukkan hálftvo
um nóttina.
-KMU
Hverju spáir þú um úrslit kosninganna
í Vesturlandskjördæmi? (Spurt í Borgarnesi)
Sveinn Finnsson bóndi: Ég held að
það sé erfiðara að spá núna en
nokkru sinni. Þetta er glundroði.
Það verður erfitt að mvnda ríkis-
stjórn úr þessu. Kannski verður
Albert til þess að fella annan manri
Sjálfstæðisflokksins og bjarga Davíð
Aðalsteinssyni. Það er öruggt að
kratarnir tapa.
Albert Þorkelsson bakarameistari:
Sjálfstæðisflokkur tapar náttúrlega
fvlgi til Alberts. Það fellir mjög lík-
lega Valdimar Indriðason. Ég hugsa
að það verði til þess að Davíð Aðal-
steinsson komist inn.