Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987. Utlönd Of þungur Hann stundi þunglega þessi stóri trukkur þegar hann reyndht of þungur fyrir götu nokkra í úthverfi Parísarborgar. Var vörubíllinn hlaðinn möl sem flytja átti frá nærliggjandi byggingu þegar hann tók að síga niður. Bílstjórann sakaði ekki en vegfarendur er leið áttu um götuna glenntu upp augun vegna atburðarins. Símamynd Reuter Peningamarkaður Óöruggt fyrir Shultz í sendi- ráðinu í Moskvu INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur 10-11 Lb óbund. Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12 mán. uppsögn 13-22 Sp.vél. 18mán. uppsögn 20.5-22 Sp Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar 4-7 Sp Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb. Lb.Úb, Vb 6 mán. uppsögn Innlán meo sérlcjörum 2.5-4 Ab.Úb 10-22 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 8.5-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskarkrónur 9-10,25 Úb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 19-20 Lb.Úb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 22 eða kge Almenn skuldabréf(2) 20-21,5 Ab.Úb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 20-21,5 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 6-7 Lb Til lengri tíma 6.5-7 Ab.Bb, Lb.Sb. Úb.Vb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 16,25-21 Ib SDR 7,5-8,25 Lb Bandarikjadalir 7,5-6 Sb.Sp Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Úb, Vb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir 30 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala apríl 1643 stig Byggingavísitala 305 stig Húsaleiguvísitala Hækkaöi 3% 1. april HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 121 kr. Eimskip 200 kr. Flugleiöir 166 kr. Hampiðjan 147 kr. Iðnaðarbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125 kr. (1) Við kaup á viöskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miöað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil- alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema I Alþýöubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaöinn birtast I DV á fimmtudögum. Ólafúr Amaiscm, DV, New York: Bandarískir embættismenn skýrðu frá því í gær að hugsanlegt væri að örvggiskerfí sendiráðs Bandaríkjanna í Moskvu hefði orðið svo illa fyrir barðinu á njósnum og skemmdar- verkastarfsemi að óöruggt verði fyrir Shultz utanríkisráðherra að eiga samtöl við ráðgjafa sína innan veggja sendiráðsins er hann heimsækir Moskvu þann 13. apríl næstkomandi. Óttast menn að hlerunartækjum hafi verið komið fyrir innan dyra í sendiráðinu eftir að tveir landgöngu- liðar, sem unnu við öryggisgæslu í sendiráðinu, hleyptu sovéskum njósn- urum inn í sendiráðið. Embættismennimir sögðu að banda- Ólafúr Amaisan, DV, New Yorlc Læknar hér í Bandaríkjunum telja að fundin sé aðferð til að lækna að miklu eða öllu leyti parkinsonssjúk- dóminn illræmda. Það vom reyndar mexíkanskir læknar sem fyrst upp- götvuðu ráðin gegn sjúkdómnum. Aðferðin felst í því að vefur úr adrenalínkirtlum, sem em nálægt nýr- um, er tekinn og honum komið fyrir á því svæði heilans sem stjómar hreyf- ingum líkamans. Adrenalínkirtlamir. gefa þá frá sér hormón sem er svipað og dópamín en talið er að skortur á því sé ein af orsökum parkisonsveik- innar. Áður hafa aðferðir svipaðar þessari verið reyndar í Svíþjóð en án ríska utanríkisráðuneytið vildi ógjama fresta fundi Shultz með Sje- vardnatsje, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, og vonuðust þeir til að á næstu tveimur vikum yrði hægt að gera einhvem hluta sendiráðsins ör- uggan. Vegna þessa máls hafa Bandaríkja- menn neyðst til þess að hætta öllum skeytasendingum milli sendiráðsins og utanríkisráðuneytisins. Nú er flogið með öll skilaboð til Frankfurt og þau síðan send þaðan. Sérfræðingar segja að margir mánuðir og jafnvel ár geti liðið þar til þessi skaði verður að fullu bættur. Segjast þeir jafhframt ganga út frá því að Sovétmenn hafi haft að- gang að öllum skeytasendingum sendiráðsins undanfarið eitt ár. árangurs. Þessi aðferð hefur þegar verið reynd á tveimur mönnum. Þeir vom báðir illa á sig komnir af völdum sjúk- dómsins. Vom báðir í hjólastól og að mestu ósjálfbjarga. Aðgerðin á mönn- unum var framkvæmd þann 10. október síðastliðinn og í dag geta þeir báðir gengið, talað og borðað. Annar þeirra hefur meira að segja sést leika sér með fimm ára syni sínum í knatt- spymu. Báðir em þessir menn á fertugsaldri og því töluvert yngri en venjulegt er um fómarlömb parkisonsveikinnar. Gæti það hafa haft mikið að segja um þann mikla bata sem þeir hlutu. Aðferð fundin til að lækna parkinsonsveiki Tvö hundruð mafíufélagar fyrir rétti Réttarhöld standa nú yfir í Torino á Italíu yfir tvö hundmð fjörutíu og tveim félögum í itölsku mafiunni. Em sakbomingamir taldir hafa átt hlut- deild í styrjöld, sem geisað hefúr milli glæpaflokka um tíu ára skeið, um yfirráð yfir heróínviðskiptum milli ít- alíu og Sikileyjar. Sextíu manns hafa týnt lífi í átökum glæpaflokkanna. ítalskir saksóknarar segja að mafíu- fjölskyldur hafi framið morð þessi á ámnum 1970 til 1980. Margir hinna myrtu vom félagar í glæpahópum og vom þeir pyntaðir, þeim drekkt, sumir jafnvel brytjaðir niður í baráttunni um eiturlyfjaviðskiptin. Meðal hinna myrtu vom þrír lög- reglumenn, sem drepnir vom er þeir vom að fylgja mafíufélaga í fangelsi. Margar af ákærum þeim sem settar em fram við réttarhöldin em byggðar á framburði tíu fyrrverandi mafíufé- laga. Þrátt fyrir að vitnisburður þeirra hafi leitt til þess að meira en þrjú hundmð mafíufélagar hafi verið hand- teknir halda hryðjuverkin áfram. Hafa þeir sem enn ganga lausir þegar myrt ættingja tveggja vitna í hefndarskyni. Þeir mafíufélagar sem bera vitni fyr- ir saksóknara fá dóma sína létta mikið. Réttarhöldum í máli Tommaso Busc- etta, guðfóðumum frá Sikiley sem fyrstur rauf þagnarmúrinn um maf- íuna þar og gaf lögreglunni upplýsing- ar sem leiddu til handtöku nær fimm hundmð félaga hans, er nú að ljúka á Sikiley. Buscetta mun líklega fá fjög- urra ára fangelsisdóm í stað lífstíðar- fangelsis sem beið hans áður en hann ákvað að skýra yfirvöldum frá inn- viðum mafíunnar. Salmonella í súkkulaði Björg Eva Eriendadóttir, DV, Osló: Heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa fyrirskipað að allt súkkulaði frá verk- smiðjunni Midas Bergene í Þránd- heimi verði fjarlægt af útsölustöðum. Sannast hefur að þijár tegundir af súkkulaði frá verksmiðjunni inni- halda salmonella-bakteríur og líklegt er að bakteríumar finnist í enn fleiri tegundum. Salmonellan barst til landsins með kakóbaunum í febrúarmánuði og er því talið að mengun sé einvörðungu í súkkulaði sem framleitt hefur verið eftir 23. þess mánaðar. Framleiðsla verksmiðjunnar er hins vegar ekki dagsett þannig að fleygja verður öllu því sem finnst á markaðinum. Ljóst hefur verið um nokkurt skeið að salmonella-sýking væri á kreiki í Noregi en ekki hefur verið ljóst fyrr en nú hvaðan hún væri uppmnnin. Sýkingin hefur lýst sér með miklum niðurgangi, hita og uppköstum. Smá- böm hafa orðið mest fyrir barðinu á þessum leiða gesti en þau em mjög næm fyrir smiti. í sumum tilfellum getur salmonella-sýking reynst lífe- hættuleg. Gekk inn í Guinnes Steve Newman er hér á leiðinni inn í Heimsmetabók Guinnes. Hann er kominn til heimaborgar sinnar Bethel í Ohio í Bandarikjunum eftir að hafa gengið tuttugu og eina þúsund milu umhverfis jörðina í fjögur ár. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.