Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987. Að leikslokum er hinn feimni Guy Jones stjarnan í sýningjnni. Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir eft- ir helgina nýjan gamanleik eftir breska leikskáldið Alan Ayckbourn. Verkið nefnist Óánægjukórinn og fjallar um tilburði áhugaleikhóps til að setja Betlaraóperuna eftir John Gay á svið. Höfundurinn Alan Ayckbourn er meðal þekktustu núlifandi leik- skálda í Bretlandi og er íslendingum ekki með öllu ókunnur þvi fvrir rúm- um áratug gekk leikrit hans, Rúmrusk, mánuðum saman á mið- nætursýningum hjá Leikfélaginu í Austurbæjarbíói. Öll verk hans eru gamanleikrit og falla að hefð Breta í samningu slíkra leikbókmennta. Tilgangur höfundar með verkinu er öðru fremur að skemmta áhorf- endum með léttu gríni um lífið i leikhúsinu. Breskir gagnrýnendur völdu Óánægjukórinn sem besta leikrit ársins 1985. Styrkur verksins felst fyrst og fremst í því að höfund- urinn kann tökin á tækninni - fyrir utan að verkið er bráðfyndið. Áhugaleikhópur í Óánægjukórnum segir frá leik- hópi í litlum bæ á Englandi. Þetta fólk hefur lengi unnið saman með vafasömum árangri. M.a. á hópurinn að baki uppfærslu á Sound of Music þar sem aðalleikararnir léku á tram- pólínum og að sýningu lokinni voru þrír fótbrotnir og einn með heila- hristing. Nú á að sýna Betlaraóper- una og áhugi leikaranna er lítill og leikhópurinn sundraður. Það er leikstjórinn Dafyð Ap Llew- ellyn sem er lífið og sálin í leik- hópnum. Hann dreymir stóra drauma um sigra á leiksviðinu og gortar af fyrri frægð sem þó er ekki svo mikil sem hann vill vera láta. Leikstjóranum gegnur illa að tjónka við leikarana og þeir taka að heltast úr lestinni. Það er þá sem skrifstofumaðurinn Guy Jones kemur til skjalanna og reynist betri en enginn. Þetta er upp- burðarlítill og feiminn náungi sem gengið hefur til liðs við leikhópinn til að „gera eitthvað í sínum mál- um“ eins og hann orðar það „og fá tækifæri til að vera úti á meðal fólks“. Leikhæfileikar Jones eru þó fjarri því að vera augljósir í upphafi og leikstjórinn neyðist í mannekl- unni til að fá honum hlutverk sem samanstendur af einni setningu. Guy Jones á framabraut En vandræði leikstjórans með leik- arana aukast og þá fer vegur Jones vaxandi og hann fær viðameiri hlut- verk með hverri æfingu. Á endanum Óánægjukórinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur: r Tvö leikrit í einni bendu Leikstjórinn og aðalleikarinn. Kjartan Ragnarsson og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum. fellur aðalhlutverkið honum í skaut og á frumsýningunni ber hann uppi sýninguna. í leikritinu fléttast saman vanda- mál leikhópsins og efni leikritsins sem hann er að glíma við. í Betlara- óperunni koma ást, afbrýði, heiður, ágirnd og græðgi mjög við sögu. Leikhópurinn fer heldur ekki var- hluta af þessum vandamálum og verður það síst til að létta undir á æfingum. Ayckbourn hefur fengið lof fyrir hve vel honum hefur tekist að flétta Betlaraóperuna inn í sitt eigið verk. Fyrir vikið þarf hann ekki að spinna glensið í verkinu út frá enda- lausum misskilningi eins og algengt er i verkum af þessu tagi. Höfundur og leikstjóri Vel má sjá ýmsar samsvaranir með lífi höfundarins og verkinu sem hann hefur samið. Ayckbourn hefur und- anfarin ár stýrt litlu leikhúsi í bænum Scarborough á Norður-Eng- landi og frumsýnt þar öll verk sín utan eitt. Leikstjórinn, sem segir frá í Óánægjukórnum, starfar við svipað- Sigrún Edda Björnsdóttir og tónlistarstjórinn Jóhann G. Jóhannsson. ar aðstæður nema hvað frægð hans og frami er öllu smærri í sniðum. Hann verður einnig að láta sér áhugaleikara duga en það hefur þann ókost að ekki er hægt að reka Leikstjórinn i Óánægjukórnum býsnast mjög yfir áhugaleysi smá- bæjarfólksins fyrir „góðum leikverk- um“. Hann veit ekki til að þetta sinnuleysi eigi sér nokkurs staðar hliðstæðu í heiminum. Hann veit hins vegar fyrir víst að t.d. „búlg- arskir bændur beinlínis heimta góðar leiksýningar". Sjálfur hefur Ayckbourn nú yfir- gefið leikhúslíf smábæjarins og verið ráðinn til tveggja ára til breska Þjóð- leikhússins. Þar stýrir hann eigin leikflokki og á auk þess verk á sýn- ingum hjá öðrum deildum leikhúss- ins. Hann er því kominn í röð „hirðskáldanna" við Þjóðleikhúsið. Óánægjukórinn er eitt nýjasta verk Ayckbourns. Það var frumsýnt fyrir hálfu öðru ári í breska Þjóðleik- húsinu og hlaut þegar góðar við- tökur og er enn sýnt þar. Verkið hefur einnig verið sett upp víða um lönd og virðist ætla að njóta ámóta vinsælda og þekktustu leikrit Ayck- bourns, s.s. Rúmrusk. Kjartan leikur leikstjóra Islensk þýðing Óánægjukórsins er eftir Karl Ágúst Úlfsson sem nú á síðustu árum hefur getið sér gott orð fyrir þýðingar á gamanleikjum. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnarsson. Með hlutverk leikstjórans í sýning- unni fer Kjartan Ragnarsson sem undanfarið hefur verið einn helsti leikstjórinn hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Sigurður Sigurjónsson leikur hinn uppburðalausa Guy Jones. Þetta er í fyrsta sinn sem hann leikur hjá Leikfélaginu. Tónlistarstjórn er í höndum Jóhanns G. Jóhannssonar sem einnig leikur tónlistarstjórann í sýningunni enda enginn greinar- munur gerður á þeim verkefnum. Með önnur hlutverk í sýningunni fara Margrét Ákadóttir, Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Jakob Þór Einars- son, Guðrún Ásmundsdóttir, Stein- dór Hjörleifsson, Karl Guðmunds- son, Margrét Ólafsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Þröstur Leo Gunnars- son og Daniel Williamsson. Leik- mynd er eftir Steinþór Sigurðsson; búningar eftir Unu Collins og dansar eftir Ingibjörgu Björnsdóttur. Frumsýnt verður á þriðjudaginn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.